Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Síða 11
Nú fer að vetur, og þá er ekki úr vegi að byrja vísnaþátt- inn með stöku, sem Rafn Júlíus Símonarson orti um prest ein- hvern, sem honum hefur trú- lega ekki þótt vorkunnlátur um of við búfénað sinn, en ætla sjálfum sér aðra kosti. Hann, sem lakur hirðir er, hitans spakur nýtur, meðan hrakin, hryggjarber hjörðin klakann brýtur. Önnur vetrarvísa, sem raunar er veðurlýsing, en ekki nein ádeila, getur komið næst. Höf- undur hennar er Kristbjörn Benjamínsson, Þingeyingur: Björg og gæði bregðast lýð, byljir næða um fjöllin, hretin æða, harðnar tíð, hríðar klæða f jöllin. Guðmundur G. Hagalín rit- höfundur kvað þannig um vetr- arkuldann og þann yl,,sem staf- ar frá góðu og hugljúfu fðlki: Þó að vetur klakaklóm kreisti blöð á meiðum, verður alltaf eitthvert blóm eftir á þínum leiðum. Jóhannes úr Kötlum orti með- al annars á þessa leið, er hugur hans jeitaði heim á fornar slÓÖ- ir í Dölum, til vetrarij^öjdanna í haðsíofu bernskuheimiiisins: Mæj ég fyrrum þyt. £ þökum þréytá styr við éljadrög. Þá á kyrrum kvelda vökum kveiktu hyrinn rímnalög. Birti um rann af fornum funa fljótt, ef annir leyfðu það. Gleðin rann í mildum muna. Mamma spann, en pabbi kvað. Söng í eyrum sagan góða, sagði meira en orðin tóm. Rann af geirum refilþjóða rauður dreyri máls í hljóm. Svipti griðum sérhver líking send á mið hins dýra brags eins og skriði í vesturvíking valið lið hins horfna dags. Fengitíminn hefst, þegar hæfilegar margar vikur eru af vetri, venjulega um það bil, er stytzti dagur ársins er liðinn hjá. Þess vegna kvað Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka: Birtist drengjum drottins mynd, dags erlengist skíma. Núna má enginn sofa í synd um sjálfan fengitíma. Snúum svo huganum frá vetr- arveðrum og kvöldvökum, bú- skaparönnum og frjósemd bú fénaðar, og hyggjum að öðru efni. Þessi vísa Þormóðs Páls- sonar í Kópavogi mun ort um það leyti, er Bandaríkjamenn voru áð þröngva hersetu upp á okkur Íslendinga að stríðinu lokriu: æt þjóðar minnar mein, skapast vandi. Hafa fáir hlotið nein höpp af Kanans landi. Egill Jónasson á Húsavík er höfundur næstu vísu, og hefur tilefnið sennilega verið, að hon- um hafi ekki litizt sem bezt á vinnubrögð þess, sem hann ávarpaði: Vafasöm ég verkin tel, sem Vigfús á að skila. Ef ég hefði verið vél, vildi ég ekki bila. Eftir Kristinn Magnússon prentara er þessi vísa: Sveitapiltur söng og hló, sýslaði við hey og mó, tók sig upp og sótti sjó — sáttur við það gamall dó. Staka, sem ekki á kannski sem verst við, á þessum misser- um aðgæzluleysi og stórslysa, er til eftir Böðvar Bjarkan. Hún er þannig: Yfir hauður hraðar sér heillasnauður lýður. Draumaauður undan fer, eftir dauðinn ríður. Þá fer vel á að ljúka þættin- um að þessu sinni með stöku eftir Freystein Gunnarsson: Það fer oft verst. sem byrjar bezt og byggt á flestum vonum, svo er um prest og svikinn hest og sannast mest á konum. Gnúpur. T f U I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 875

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.