Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Page 13
Benedikt Gíslason frá Hofteigi: „Hálfgert er ég hræddur oss / himinvistin svíki, / ef a3 hvorki ær né hross / eru í himnaríki." fyrsta búnaðarsambandsfundinn, sem haldinn var. Var hann einmitt haldinn á Eiðum, þar sem ég hafði nýverið stundað nám mitt. Á þessum árum var Búnaðarfé- lag Vopnafjarðar heldur lítilfjörí legt og smátt í sniðum. Ekki töld- ust aðrir bændur félagsmenn en þeir, sem lagt höfðu í einhverjar jarðabætur og fengið fyrir þær styrk. Ég byrjaði því sem lítill full- trúi lítils félags. Það féll mér ekki alls kostar vel. Með mér í stjórn- inni var meðal annarra Þórarinn bóndi í Teigi, faðir dr. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, ágæt- ur maður. Hafði hann áður verið formaður félagsins, en sagði, að nú væri bezt, að ég tæki við þeim starfa af sér. Var því formennska mín í félaginu algerlega á hans ábyrgð. Til hans fór ég einn haust- dag og ræddi við hann um ýmsar endurbætur á félaginu. Hafði ég þá meðferðis uppkast að nýjum lögum fyrir félagið, þar sem gert var ráð fyrir því, að allir bændur héraðsins gætu gerzt félagsmenn, hvort sem þeir hefðu gert jarða- bætur eða í*ski. Við Þórarinn kom- um þessu í sæmilegt lagaform, ég fór um og smalaði mönnum í fé- lagið og fékk að lokum flesta bændur, og auk þess marga bú- lausa menn, til þess að ganga í það. Urðu félagar á skömmum tíma á milli sextíu og sjötíu. — Hvernig gekk að innheimta félagsgjöldin? — Það gekk nú vel, enda var þá stríð úti í hinum stóra heimi, og þar með gróði á íslandi, eins og ekki er óþekkt í okkar sögu. Eina krónu af hverjum félags- manni urðum við að greiða í bún- aðarsambandssjóð — og varð okk- ar félag langstærsta félagið í sam- bandinu. Eftir það kunni ég betur við mig á búnaðarsambandsfund- um, enda var kröfum mínum þar vegna Búnaðarfélags Vopnafjarðar alltaf sæmilega tekið. Árin liðu. Efnahagur manna fór smám saman batnandi, og þar með jókst mönnum áræði og hugur til ýmissa framkvæmda. Við á Egils- stöðum réðumst í það að byggja þar steinhús árin 1916—1917. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ár- ið 1921 var skollin á kreppa, og enginn maður gat neitt. Það ár, 1921, átti svo að heita, að ég tæki við búskap á Egilsstöðum og kvæntist þá um haustið Geirþrúði Bjarnadóttur frá Sólmundarhöfða á Akranesi. — Viltu ekki segja mér meira af opinberum afskiptum þínum? — Jú, jú — eins mikið og þú vilt. Árið 1922 var ég kosinn í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps, einn af sjö mönnum. Ég á margar endurminningar frá þeim tíma. Með mér voru í nefndinni þessir menn: Halldór Stefánsson, bóndi á Torfastöðum, síðar alþingismaður, Árni Jónsson frá Múla, verzlunar- stjóri á Vopnafirði, séra Jakob Einarsson, sóknarprestur á Hofi. Ingólfur Gíslason, læknir á Vopnafirði, Ingólfur Eyjólfs- son, bóndi á Skjaldþingsstöð- um, og Jörgen Sigfússon, bóndi í Krossavík, sem lengi hafði verið oddviti og sýslu- nefndarmaður. Var hann aldurs- forseti nefndarinnar, 68 ára að aldri. Jörgen var stórvel gefinn og hinn mesti ágætismaður. Við send- um Hagstofunni í Reykjavík skýrslu um aldur okkar, þegar við höfðum verið kjörnir, og ég skrif- aði undir skjalið, að ég væri 28 ára, sem að vísu var oftalið um hálft ár. Þá sagði Jörgen í Iírossa- vík: Hvað — ertu ekki nema 28 ára, Benedikt? Ef til vill hefur hon- um fundizt ég vera búinn að vera TllUINN SUNNUDAGSBLAÐ 877

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.