Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Page 17
inn kominn á tólfta ár, þegar ráðs- maðurlnn lagði í ferðalag ofan í Kelduhverfi. Þá datt allt í einu sú hugmynd í drenginn að endurbæta nú steininn — gjöra hann stiginn. Sýnir það nokkurt áræði lijá ekki eldri dreng, að hann sezt taf- arlaust við þetta -- án þess að hafa annað til þess að vinna með en eldinn, hamar, steðja, smiðjutöng og meitil. Byrjaði hann á því að reka öxulinn úr steininum og hita hann, svo að hann réði við að höggva sveifina af, en hamra svo ferkanta á báða enda. Síðan tók hann hent- uga skipsnagla með hausum, hjó af þeim hæfilega lengd, en klauf svo á þá raufar, sem hann gat í eldi lagað sem augu upp á ferkant- ana — og voru þá fengnar stig- sveifar, og aðeins eftir að útbúa fótstigin, sem var auðvelt á móti öllu hinu. Þessu urðu ærið fegnir þeir, sem þrælað höfðu í að snúa steininum, en fyrst í stað þótti ráðsmannin- um þetta ærið gjörræði af strákn- um. Þó fór svo að Iokum, að allir sættust vel við það. Þarna var stefnan tekin, og upp frá því átti drengurinn fleiri og fleiri ferðir í smiðjuna. Lengi hafði hann enga tilsögn, en meðfæddur hagleikur var mikill, svo ekki leið langt, þar til orð fór að fara af honum sem járnsmiði. Víst langaði hann til að læra, og eftir tvítugt lagði hann af stað til Reykjavíkur þeirra erinda. Hann komst í smiðju Þorsteins Jónssonar járnsmiðs, en var þar varla heilan vetur. Samdi þeim ágætavel, en undir vorið sagði Þorsteinn honum, að nú hefði hann, um sinn, engin verkefni framundan, nema önglasmíði, sem ekki væri samboðið færni hans og getu. Skildu þeir þá með miklum kærleikum, og héldu vináttu alla ævi. Kristinn héit heim, og varð aldrei af því, að hann færi fleiri námsferðir, en lærða og snjalla smiði tók hann stundum í störf með sér í smiðju sinni, og lærði margt af þeim. Sem vænta mátti tók hann snemma að afla sér góðra verk- færa, sem honum var mikil nauð- syn, því að öll sin viðfangsefnl vildi hann geta leyst vel af hendi. Hann fylgdist, ungur að aldri, nokkuð með upphafi vélanotkunar hérlendis: Saumavélar voru komn- ar aðeins fyrr, en skilvindur og prjónavélar byrja þjónustu sína um líkt leyti og hann varð vinnu- fær. Litlu síðar komu svo bátavél- ar — og var tekið með miklum fögnuði, enda komu þær í góðar þarfir. Sem vænta mátti var í byrj- un þekking manna á byggingu þeirra og meðferð mjög í molum. Þá urðu menn eins og Kristinn reglulega bráðnauðsynlegir bjarg- vættir þeiri’a byggðarlaga, sem voru svo lánsöm að ná til þeirra og njóta þeirra þjónustu. Þegar hvalveiðistöð Ellefsens á Mjóafirði eystra var lögð niður, eignaðist Kristinn með ærnum örð- ugleikum, stóran rennibekk fyrir vélsmíði, en það risatæki gjörði honum ýmislegt kleift, sem annars hefði verið óleysanlegt, og held ég, að sá bekkur hafi alltaf verið hon- um kærastur sinna verkfæra. Ein- hvers staðar náði hann sér í fjögra hestafla olíuhreyfil til að knýja bekkinn, og varð hann þá mikil- virkur. Fram til 1918 bjó Kristinn, ásamt fjórum bræðrum sínum, I Leirhöfn í félagi við móður sína, en þá kvæntist hann og stofnaði eigið heimili, fyrst þar. Kona hans var Sesselja Benediktsdóttir, sem í öllu reyndist hin ágætasta kona. Árið eftir byrjaði Sæmundur, bróð- ir lians, að reisa nýbýli niðri við sjóinn, og fluttist þangað. En 1924 keypti hann Stóru-Vatnsleysu og fluttist þangað, en seldi býli sitt og aðstöðu Kristni, sem flutti þangað. Hi^sið þar nægði þó ekki Kristni, og varð hann þegar að byggja við það — og þá um leið rúmgóða smiðju áfasta. Upp úr því nefndist það Nýhöfn, og átti Kristinn þar heima síðan, allt tll dánardægurs. Vorið 1925 vistaðist ég til Krist- ins til tveggja ára sem nemi í smiðj unni, hafði ég þá aldrei séð neitt nærri svo gott og mikið safn verk- færa, sem þar var saman komið, enda hafði hann þá um mörg ár starfrækt smiðjuna með rögg og elju, og sagði til mörgum piltum, bæði fyrr en mér og einnig síðar, þótt ekki hefði hann réttindi til að útskrifa sveina, samkvæmt því sem fyrr segir. En litiu eftir að ég fór frá honum, fékk hann meistara- réttindi — með lieiðri — og mjög að verðleikum. Ég var hjá honum hin umsömdu tvö ár, en fór síðan og skildum við með vináttu sem entist ævilangt. Þá batt ég einnig tryggð við Sléttu og fólkið þar, svo að þrettán árum síðar fluttist ég þangað. Hef ég nú átt þar heima síðan, yfir þrjá tugi ára, deilt kjör- um með heimafólki og hvergi un- að betur. Kristinn reyndist mér alltaf hinn ágætasti kennari og húsbóndi, og lærði ég margt nyísamt i smiðju hans og heimili. Þótt ég fengi eng- in atvinnuréttindi út á það, setti ég það ekki fyrir mig. Frá upphafi var ég tekinn i heimilið sem einn af fjölskyldunni, og varð svo alla tíð. í heimilinu voru þá hjónin og fjögur börn þeirra, foreldrar Sess- elju, og alltaf nokkuð af vanda- lausu fólki. Sesselja var einhver hin bezta matmóðir sem ég hef þekkt — og umhyggjusamasta um fólk og skepnur. Þægilegt var að hafa smiðjuna sambyggða við húsið. því að þar eyddi maður flestum stundum. og þar fór fram aðaltekjuöflun heim- ilisins, þótt líka væri smábúskapur. Smíðarnar og allt, sem þeim var tengt var kjörsvið Kristins. þótt hann hefði auk þess fjölhæfar gáf- ur. í smiðjunni var margt borið við, og var hún hólfuð í þrennt: t aust- urenda liennar var hefilbekkur, rennibekkur og flest nauðsynleg- ustu áhöld til trésmíða. í miðju var eldsmiðjan með öll sín fiöl- mörgu nauðsvnlegu tæki, meða! þeii’ra handknúna klippivél, sem klippti allt að hálfþumlungsþykk- ar járnplötur og var mjög nauðsyn- leg til þess að renna niður plötur úr skipabyrðingum, sem mikið og margt var smíðað úr. Hérlendis var þá ekki enn fjölbreytt járnverzlun — hvað þá áður. Þess vegna dró Kristinn alltaf að sér mikið af járni og öðrum málmurn af skipaströnd- um, sem ekki kostaði útlagt fé. en mikið erfiði og fyrirhyggju að afla þess. Var alltaf stór byngur af því í grennd við smiðjuna og bjargaði oftast í margs konar efnisvöntun. En auk þessa hafði Kristinn beint samband við járnsölu-fyrir- tæki eitt úti í Danmörku. Þá var enn sú trú á orðheldni manna og drengskap, að verzlanir þar sendu vörur hingað í smáum og stórum stíl til einstaklinga, án annarrar tryggingar, fram undir 1930. Frá þessu fyrirtæki fékk hann um mörg ár járn og stál í fjölbreyttu formi, með margs konar eiginleikum, allt eft- ir þörfum og óskum. 1 eldi var I t M i N N — SUNNUÐAGSBLA® 881

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.