Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 3
1 Hafnarfiröi fyrir sföustu aldamót. Hér er nú Strandgatan. I gömlu Flensborg fyrir sjötíu árum Árið 1896 settist ég í fyrsta bekk í barnaskólanum í gömlu Flens- borg í Hafnarfirði. Faðir minn var þá látinn fyrir einu og hálfu ári, en móðir mín hélt áfram búi á þjóðjörðinni Ási í Garðahreppi. Ég var eilefu og hálfs árs, þegar ég hóf þessa skólagöngu, og það þœtti líklega seint að verið nú á árum. Vegur sá, sem ég varð að ganga til skólans, gat ekki talizt langur — var þó frá tuttugu mínútna til hálfrar stundar gangur eftir veðri og gangfæri og hvorki upphleypt- ur nú malbikaður, heldur voru þetta móar og börð, holt og mel- ar, vegur náttúrunnar. Ekki var leið þessi með öllu torfærulaus á vetrum. Þarna var lækur á leið- inni, þar sem varla sást seytla á sumrum, en í leysingum og vatna- gangi á vetrum gat hann orðið ill- ur yfirferðar, einikum þó börnum, sem ekki voru hærri í lofti en ég var á þeim árum. Þegar blautt var um, hvort held- ur aur í melum eða krap í snjó, gekk ég ávallt í skinnsokkum, sem náðu mér á hné. Oft náðu sokkar þessir of skammt. Þá var um tvo kosti að velja, snúa frá og halda aftur heim eða reyna að vaða, þótt ég færi upp fyrir, og standa svo í votu í mishituðum skólastofum. HÖFUNDUR: ÓLAFUR ÞORVALDSSON ÞINGVÖRÐUR, SEM ANDAÐIST NÚ FYRIR SKÖMMU. — FYRRI HLUTI FRÁSAGNAR. Báðir voru kostir þessir slæmir. Ég valdi þó oftast hinn fyrri að snúa frá. 'Um þennan farartálma á leið minni vissu kennarar mínir, einkum þó skólastjórinn, Jón Þórarinsson, þar eð lækurinn rann til sjávar við tún hans. Kennarar mínir tóku þvf fullt tillit til tilefnis fjarvistar minnar, þegar ég varð að snúa frá af þessum sökum. Mörgum var þá enn í minni drukknun tveggja barna frá Hvammkoti, sem fórust í Kópavogslæk, þegar þau voru að koma frá kirkju í Reykjavík, að ég ætla. Um þennan sorglega at- burð orti Matthías Jochumsson all- langt kvæði, sem hefst á þessum orðum: Dauðinn er laekur. en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. Ef stórhríð var skollin á. þegar heim skyldi halda úr skólanum. tók Ögmundur Sigurðsson kennari mig heim með sér, en lét eftir orð Sunnudagsblað Tímans 315

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.