Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 15
Horft inn i skógarhöllina á sólskinsdegi, þegar skin og skuggar leikast þar á. Hofteigi, þótt hann væri einum bekk á undan okkur. Enn fremur voru þarna á næsta leiti Einar Bragi, Magnús Torfi ólafsson, núverandi mennta- málaráðherra, Sigurður Jónsson frá Böðvarsdal og Arni Halldórsson frá Vopnafirði. Það þarf ekki lengi að virða fyrir sér þessi nöfn til þess að sjá, að hópurinn er ærið bókmennta- lega sinnaður, og þvi engin furða, þótt okkur yrði það metnaðarmál aö vita sitthvað fleira en það, sem stóð i kennslubókum okkar. — Hvernig i ósköpunum stóð á þvi, að þú fórst að „villast” yfir skógrækt- ina? Var ekki alveg sjálfgefið, að allur þessi hópur færi beina leið inn i islenzk fræði, norrænu og allt það, að stúdentsprófi loknu? — Já, það er alveg von þú segir þetta, og satt að segja veit ég eiginlega ekki sjálfur, hvernig á þessu stóð. Mér hafði lengi vel ekki dottið neitt annað i hug en að fara beint i islenzk fræði, fannst einhvern veginn ekki neitt ann- að koma til greina. En svo var það bara einn góðan veðurdag, þegar við vorum i 5. bekk, að framtiðina bar á góma á milli okkar, herbergisfélaga- anna, og aldrei þessu vant töluðum við saman i alvöru, en annars kom það afarsjaldan fyrir. Og þá slysaðist út úr mér, af. einhverri rælni sjálfsagt: Kannski maður skelli sér annars i skógrækt? Vist hafði ég alizt upp i sjálfum Hallormsstaðarskógi, en þó meinti ég ekki neitt með þessu, þegar ég sagði það. Þó fór nú þetta að þróast i mér, liklega að mestu óafvitandi, og fyrr en ég vissi af, liklega, var það orð- ið að bjargföstum ásetningi. — Þú viðurkenndir það mjög hrein- skilnislega þarna áðan, að þið hefðuð hvorki truflazt af kvenfólki, brennivini né böllum. En meðal félaga þinna hafa verið menn, sem siðar áttu eftir að verða talsvert áberandi i pólitikinni. Gátu ekki einu sinni þeir hlutir rótað neitt við ykkur á þessum árum? — 0, jú. Það var svo sem heilmikil pólitik þarna. Og ég held, að ég hafi orðið sósialisti mjög snemma á minum menntaskólaárum. Annars var ég alinn upp við mikið stjórnmálalegt frjálslyndi, og foreldrar minir voru bæði mjög vinstrisinnuð. Það er áreiðanlegt, að pabbi stóð mjög nærri sósialistum. Það sá ég bezt, þegar ég fór að kynna mér bókasafnið hans, löngu eftir hans dag. Þar ber mjög mikið á alls konar vinstrisinnuðum og beinlinis sósiölskum bókmenntum. Auðvitað urðu stjórnmálaafskipti okkar, menntaskólastrákanna, hvorki mikil né sérlega frásagnarverð, en eina gamansögu langar mig þó til að segja hér. Við tókum okkur einu sinni til, nokkrir strákar, sem áður höfðum talið okkur Framsóknarmenn, og fest- um auglýsingu upp á vegg, þar sem stóð, að bráðum yrði stofnað félag fyrrverandi Framsóknarmanna i skól- anum, skammstafað F.F.F. Undir þetta skrifuðum við Einar Bragi, Magnús Torfi, Þórir Danielsson, Flosi Sigurbjörnsson, Gunnar Finnbogason frá Hitardal og ég. Auðvitað var þetta eintómt plat og grin. Það stóð aldrei til að stofna neitt trúskiptingafélag i skól- anum. Þó var sumum skólabræðrum okkar, sem voru miklir Framsóknar- menn, ákaflega illa við þetta. En Sigurður Guðmundsson skólameistari skildi strax grinið, sagði ekki orð, en kimdi að. — Þegar svo menntaskólanáminu lýkur, þá ferð þú strax að huga að skógræktarnáminu, eða hvað? — Já, ekki gat nú annað heitið. Ég var að visu einn vetur i Reykjavik fyrst, og var þingskrifari. Það var ákaflega lærdómsrikt og ég sé aldrei eftir þeim vetri. Jafnframt var ég að nafninu til i háskólanum, og átti vist að heita, að ég tæki „filuna” um vorið. En i ágúst 1946 hélt ég til Noregs. Ég var svo sem með það vilyrði upp á vas- ann, að ég gæti fengið inngöngu i skóg- ræktardeild landbúnaðarháskólans i Asi. En i raun og veru vissi ég ekki, að hverju ég gekk.Égvissi ekki einu sinni, hvort maður kærpist inn i skólann. En til Noregs komst ég 31. ágúst, þótt ég þekkti engan mann þar i stað, og nærri lagi, að ég þyrfti að sofa úti fyrstu nóttina i Osló. Innan skamms komst ég þó i samband við norska skógræktar- stjórann, en hann hafði með að gera upptöku nemenda i hina svokölluðu skógskóla, sem eru undirbúningsskól- ar fyrir háskólann sjálfan. Reyndist skógræktarstjóri mér hinn bezti mað- ur og greiddi mikið götu mina. Sunnudagsblað Timans 327

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.