Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 17
Það er miklum mun skýlla og hlýrra I skógi heldur en á bersvæöi. Hún gengur lika léttklædd, þessi unga stúlka, er þarna styður hendi á stofn gildrar bjarkar, og fiflarnir við fætur hennar breiða ánægjulega úr krónum sinum. (Þakka skyldi þeim!) árum um það, hvar við getum gert okkur vonir um að rækta skóg með einhverjum árangri hér á landi, og hvar ekki. Þetta hefur komið berlega i ljós núna, á undangengnu kuldaskeiði, en nú erum við reynslunni rikari, og það fer vist ekki á milli mála lengur, að þeir staðir, þar sem skógrækt er æskileg, eða jafnvel aðeins hugsanleg - þeir eru talsvert færri en við álitum fyrirsvosem tuttugu árum. Jafnframt hefur lika fengið meira rúm i hugum okkar sá þáttur, sem islenzka birkið á að skipa i þessari ræktun, og þá ekki endilega sem nytjaskógur i þrengstu merkingu þess orðs, heldur fyrst og fremst til yndisauka. Þörfin fyrir úti- vistarsvæði og landgræðslu er stöðugt fyrir hendi og fer sifellt vaxandi, og á þeim vettvangi á hlutverk birkiskóg- anna eftir að aukast mjög verulega, og einmitt i þvi sjáum við annað af höfuð- markmiðum þessarar starfsemi. — Ert þú sammála þeirri kenningu, sem ýmsir menn, og þeir harla merk- ir, hafa haldið fram, að búfé efli skóg- gróður? — Nei, ég er nú alls ekki sammála þessari kenningu, og það af þeirri ein- földu ástæðu, að hún er algerlega úr lausu lofti gripin. Náttúran sjálf hefur ekki gert ráð fyrir þessu samspili, nema að mjög takmörkuðu leyti. Það er alveg rétt, þessu hafa margir haldið fram hér á landi, en á móti má geta þess, að sú þjóð, sem liklega stendur fremst á sviði skógræktar, frændur okkar Danir, þeir bönnuðu alla beit á skógum sinum árið 1805, og voru þar að minnsta kosti öld á undan ná- grannaþjóðunum. Það er lika alveg óhætt að fullyrða, að búpeningur og skógur getur ekki farið saman, nema að mjög takmörkuðu leyti, og allar hugmyndir um að skógum okkar sé hætta búin, af þvi að þeir séu ekki beittir - þær eru algerlega á sandi byggðar. — Mig langar afarmikið, Sigurður, að spyrja þig einnar spurningar, þótt hún sé kannski nokkuð persónuleg. Eins og alþjóð er kunnugt, fluttir þú frægt útvarpserindi i fyrravetur, og nú langar mig að spyrja: Hvernig varð þetta erindi til? — Já. Hugmyndin að þessu var nú alveg nákvæmlega eins og ég sagði i upphafi máls mins, þegar ég talaði um daginn og veginn þetta umrædda sinn. Við vorum að tala saman, ég og einn ágætur vinur minn, þarna haustið áð- ur, og þá hrutu honum af munni þessi orð, sem ég vitnaði til: Það væri betur að einir þrjátiu þúsund Reykvikingar væru horfnir þaðan. En einmitt þegar þetta samtal okkar fór fram, hafði ég fyrir ekki löngu tekið að mér að flytja nokkur erindi um daginn og veginn. Og nú sló þeirri hugsun niður i mig, að þarna væri alveg afbragðs hráefni i erindi. Svo mallaði þetta nú inni i mér, án þess að fá á sig nokkra lögun, þang- að til seinast i október. Þá þurfti ég að fara suður á Stöðvarfjörð til þess að sækja þangað varning, sem ég hafði pantað fyrir skógræktina. Ég lagði af stað heimleiðis skömmu eftir kvöld- mat, rétt i þann mund, sem Ólafur Ragnar Grimsson var að setja banka- stjórana okkar á pinubekkinn i sjón- varpinu, svo ég missti þvi miður af þeim ágæta þætti, þótt mér væri sagt frá honum siðar. Á heimleiðinni hreppti ég alveg blindþreifandi byl upp allan Breiðdal, yfir Breiðdalsheiði niður Skriðdalinn. Þá varö erindið til i höfðinu á mér, i öllum aðalatrið- Sunnudagsblað Timans 329

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.