Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 20
Teikning/er sýnir höfn i Keflavik 1724. einnig verzlunin á Bátsöndum. Frá þvi að konungsútgerðin var afnumin 1769, sat enginn kaupmaður á Bát- söndum þangað til Dýnus Jespersen kom 1777. 1778 var enn einu sinni nitján manns búsett þar. 1789 tekur Hinrik Hansen við af Jespersen, siðasti kaupmaðurinn á Bátsöndum. Þegar flóðið fræga braut húsin varð hann að yfirgefa staðinn. Hann fékk fyrst húsaskjól á Loddu, en hreiðraði þá um sig ,,á eyðibýlinu Stafnesi”. Þar dvelst kaupmannsfólkið enn, þegar manntal er tekið árið 1800, en 1801 flyzt það, eins og kunnugt er til Keflavikur. Simon Hansen hlýtur að hafa áttað sig á þvi, að ekki var hægt að snúa visi timaklukkunnar til baka. Hann hlýtur að hafa gert sér ljóst, að verzlunar- staðurinn hafði verið á niðurleið siðustu þrjátiu árin, og átti sér ekki viðreisnar von. Að flóðið setti bara punktinn yfir i-ið, sem skrifað hafði verið 1769. Þessvegna settist hann að i Keflavik, þó að þar væri annar kaup- maður fyrir. Þvi einnig i Keflavlk höfðu timarnir breytzt. Þar sem 1762 höfðu aðeins búið nokkrar sálir, var tiu árum seinna risinn visir að byggð. 1 tveimur greinum i Faxa, blaði Suðurnesjamanna, hef ég skýrt frá þvi, að þegar árið 1772 hljóti fleiri menn að hafa búið i Keflavik en bónd- inn og hans fjölskylda. 1 jólablaðinu 1969 hef ég sagt frá þvi, að snemma árs 1773, áður en vorskipin komu út, hafi einhver borgarafrú Brickers dáið i Keflavik, augsýnilega erlend kona, sem ekki tilheyrði Keflavikurkotinu, og barn eitt fæðzt, Gottfrede Elisabeth, dóttir kaupmannshjónanna Jacobæus, og hljóta hjónin að hafa dvalizti Keflavik árið áður. En guð- feðginin við skirnina voru þrir Danir. Alyktaði ég af þessu, að alit þetta fólk hafi búið i Keflavik þegar árið 1772. rúmum tveimur árum eftir að konungsútgerðin hafði verið tekin af með lögum þann 12 desember 1769. Eftir var þá að leysa fyrirtækið upp. Salan gekk treglega, og getur vel hafa dregizt fram á árið 1771, og var það sennilega þar af leiðandi, að kaup- maður settist að i Keflavik. 1 maiblaði 1970 hef ég þá fært sönnur fyrir þessari tilgátu minni um byggð i Keflavik árið 1771 með þvi að benda á „Suðurnesjabókina gömlu”, eins og ég nefndi hana, skattabók Rosmhvala- neshrepps fyrir árin 1772 ti/1778. En sá hreppur náði á þeim tima alla leið frá Bátsöndum um Miðnes, Garðinn og Leiruna til Keflavikur. Hefur bók þessi verið i öruggri geymslu að Útskálum þangað til 1901. Þegar hún komst á þjóðskjalasafnið. Þar var gert við hana, og er hún nú i öruggu bandi og tættu blaðkantarnir festir á pergament. Hún er fallega skrifuð og auðlæsileg. Þessi gamla hreppsbók byrjar nú einmitt á þessu sama ári, 1772, og staðfestir hún, að 1772 hafi verið tveir „kaupstaðir” i hreppnum, Bát- sandar og Keflavik, og i Keflavik hefur þá setið kaupmaður, undirkaup- maður, „annað þeirra þjónustulið” og „búlausir menn”. Var signor kaup- maður Jacobæus skatthæsti einstakl- ingurinn i hreppnum, en „Keflvik- ingar” hafa á þessu ári 1772 borið nærri þvi helminginn opinberra gjalda! Kaupmannssetrið á Bátsöndum hélzt enn um 25 ára skeið við hliðina á hinu nýja kaupmannssetri i Keflavik, en um aldamótin lagðist það niður eins og kunnugt er, og einnig byggðin á Stafnesi fór þá i eyði, en báðir þessir staðir höfðu verið i mestum blóma meðan konungsútgerðin var og hafði aðsetur sitt á Stafnesi og höfn á Bát- söndum. Ekkert hef ég fundið, sem bendir til þess, að byggð hafi risið i Keflavik fyrr en 1772., svo við megum vist lita á þetta ár sem fæðingarár Keflavikur- kaupstaðar. Ekki vitum við, á hvaða degi vorskipin komu út árið 1772 með Holger Jacobæus ásamt fjölskyldu og fylgdarliði hans innanborðs, en þegar hann einhvern góðan veðurdag, senni- lega i júni, steig i land i Keflavik meö barn og buru, þá fæddist Keflavik, og mega Keflvikingar þvi i vor halda upp á tvö hundruð ára afmæli byggðar sinnar! Nú er önnur öldin og meira umleikis. 332 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.