Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 14
Barrtré í Hallormsstaðarskógi á hröðu vaxtarskeiöi. rifja þetta upp, að sá, sem kenndi mér að lesa, flestum öðrum fremur, var Einar Long, sá merkilegi karl, er lengi var á Hallormsstað á efsta hluta ævi sinnar. Auk þess kenndi mér einn vet- ur vinkona min, Regina Stefánsdóttirá Höfn i Hornafirði, kona Gisla Björns- sonar, rafveitustjóra þar. Minnist ég þess vetrar alltaf með mikilli ánægju. — Hver var þessi sveitungi þinn, sem fór með þér norður? — Það var Guðmundur Helgi Þórðarson frá Hvammi á Völlum, nú héraðslæknir i Stykkishólmi, en við vorum jafnaldrar og fermingarbræð- ur. Vorum við siðgn herbergisfélagar allan þann tima, sem við vorum á Akureyri, og með okkur náinn vin- skapur. — Bjugguð þið i heimavistinni? — Nei, einmitt ekki, og það hafði sitt að segja. Auðvitað var ekki neitt nema gott um það að segja að vera i heima- vist, en þó vorum við að ýmsu leyti frjálsari af þvi að við höfðum á leigu herbergi úti i bæ. — Og þig hafið þá kunnað með frels- ið að fara? — Já, það held ég, að mér sé alveg óhætt að segja. Það var hvorugur okk- ar neinn selskapsmaður, og brennivin, böll og kvenfólk fór algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. En viö lásum þvi meira. Og nú kemur að, þvi, sem mér hefur alltaf fundizt einna skemmtilegast, þegar ég hugsa til þessara gömlu góðu daga: Það kom upp keppni á milli okkar um það, hvor okkar gæti lesið meira utan námsbókanna, án þess þó, auðvitað, að slá slöku við þær. Færðum við ná- kvæmlega inn bækur sem við lásum, svo og blaðsiðnafjöldann. — Hver varð svo árangurinn? — Hann varð meðal annars sá, að veturinn, sem við vorum i fjórða bekk, lásum við hvorki meira né minna en yfir tiu þúsund blaðsiður af fagurbók- menntum. Og þó ber þess að geta, að fjórði bekkur var langerfiðasti bekk- urinn i skólanum, og ég héf áreiðan- lega aldrei lesið námsbækur minar betur en þá. — Það er bersýnilega alveg satt, sem þú segir, að þið hafið ekki verið mikið truflaðir af heimsins glaumi. En hverjir af skólafélögum þinum eru þér minnisstæðastir? — Það myndaðist þarna dálitil klika, sem hélt talsvert mikið saman. Góður vinur okkar var Þórir Daniels- son, sem nú er framkvæmdastjóri Verkamannasambands fslands. hann bjó um tima i sama húsi og við. Sömuleiðis urðum við fljótt kunnugir Bjarna heitnum Benediktssyni frá 326 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.