Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 10
VID GLUGGANN IIITI i SKÓLASTOFUM Rannsóknir hafa leitt i ljós, að of mikill hiti i skólastofum getur torveldað nemendum að fylgj- ast með kennslu. Venjulegur stofuhiti er tuttugu og þrjú stig, en mun meiri hiti hefur þau áhrif, að skólabörn eiga örðugra með að einbeita sér en ella. bau, sem verst þola hitann, geta það jafnvel alls ekki. GALLAÐAR BIFREIÐAR bað má teljast til framfara, að bilaverksmiðjur eru yfirleitt vel á verði, ef vitnast um hættu- lega galla á bifreiðum þeirra. Nú hafa Datsunverksmiðj- urnar japönsku varað við hemlafe^tingum á Datsup 1600 af árgerð 1970. bvi að hætta þykir á að þær geti bilað, þegar fram æi sækir, einkum að vetrarlagi. General Motors hafa innkallað tugþús- undir bila af Vegagerð með niutiu hestafla vél. Orsökin er sú, að hætt er við ikveikju i blöndungi þeirra bila. HIRÐULAUSIR FORELDRAR bekktur, dnaskur kennari hefur veitt foreldrum i landi sinu harðar ákúrur. Hann segir, að sérgóðir og hirðulausir for- eidrar eigi sök á þvi, að nálega fjórða hvert barn hafi beðið meira eða minna tjón á sálu sinni, er þau koma i skóla. beir nenni ekki að veita afkvæmum sinum þá umhyggju og ástúð, er þau mega ekki án vera, en heimti siðan, að þjóðfélagið leysi öll þeirra vandræði, þótt það sé oft þess ekki umkomið enda iðulega um seinan, er til kasta þess kemur. „bessir óskemmtilegu þjóðfé- lagsþegnar fórna hamingju og þroska barna sinna á altari leti sinnar og lasta”, segir hann. ÓHUGNANLEG SPJALDSKRA 1 striðslokin fundu bandarisk- ir hermenn spjaldskrá mikla i Bæjaralandi. Eru i henni 25—30 milljónir spjalda með alls konar vitneskju, er nazistar höfðu dregið saman um fyigismenn sina og aðra þýzka þjóðfélags- þegna. Árið 1946 fluttu Bandarikja- menn þessa miklu spjaldskrá til Berlinar, þar sem hún hefur siðan verið i umsjá þeirra. Nú vilja Bandarikjamenn afhenda hana þýzkum yfirvöldum — þó með þvi skilyrði, að Banda- rikjamenn hafi framvegis að- gang að henni að vild sinni. Yfirvöld i Bonn eru aftur á móti treg til þess að veita spjald- skránni viðtöku, þar sem kvöð sú, er Bandarikjamenn vilja láta hvila á henni, sé ekki sam- rýmanleg þýzku forræði i landinu. En hér kemur fleira til. Talið er, að enn séu á lifi i Vestur-býzka- landi um fimm miljónir manna, er voru i Nazistaflokknum, og þá má langflesta finna i þessari spjaldskrá, þar á meðal yfir sextiu þúsund SS-foringja Bandarikjamenn hafa verið tregir til þess að miðla þeirri vit- neskju, sem þarna er saman dregin, þótt þeir hafi gert það, er menn hafa verið kærðir fyrir striðsglæpi og hryðjuverk. Austurveldunum hefur þó verið með öllu meinað að fá svör við þeim spurningum, er frá þeim hafa borizt. En á þvi væri vestur- þýzkum yfirvöldum tæplega stætt, er spjaldskráin væri komin þeim i hendur. Loks er þess að gæta, að þarna er ekki aðeins vitneskja um þýzka nazista, heldur einnig út- lendinga, sem voru á þeirra snærum. SÓKN A HENDUR AFBROTAMÖNNUM Hingað til hafa menn ekki getað hent reiður á öðrum fingraförum en þeim, er finnast á sléttum fleti. Nú er að ljúka i kjarnorkutilraunastöðinni i Harwell i Englandi umfangs- miklum rannsóknum sem ger- breyta þessu. Innan tiðar verður kleift að ná fingraförum af dúkum, fatnaði og öðrum slikum efnum. Aðferðin við þetta er þó næsta flókin þvi að beita þarf bæði geislavirkum lofttegundum og röntgentækjum. Henni hefur þegar verið beitt i tilraunaskyni við athugun á fingraförum á kaðalstiga, er notaður var við mannrán i New York og fundust fingraför á fimm hundruð stöðum á honum, enda þótt ekkert kæmi i ljós með eldri að- ferðum. þjóðsiðum, þjóðtrú og bókmenntum þjóðflokkanna fjögurra — Abazin-, Nogai-, Sérkess- og Karakaimanna.Er hún tekur sér, ásamt nokkrum visindamönnum eða skáldum ferð á hendur til Armeniu, Georgiu eða Dag- hestan, er sérhver dagur ferðarinnar vigður þróttmiklu starfi, þvi að hún er hvort tveggja i senn: visindaleg bók- menntakona og blaðagagnrýnandi. Oþreytandi að vekja áhuga á menn- ingu þjóðar sinnar og ættlands — það er hún, og með hverju nýju ári bætast nýir vinir i hópinn, sem þegar er orðinn stór i ýmsum lýðveldum Sovét- rikjanna. Mikið þrek og elju hefur allt þetta starf útheimt, ásamt uppeldi sonar, Valadik, sem nú er fjórtán vetra. En sé einhver svo heppinn að fá að hitta hana heima fyrir, þá brettir visinda- konan okkar upp ermunum og matbýr ljúffenga þjóðrétti, sem gleymast ei þótt þeirra hafi neytt verið. Sjálf vinnur hún öll húsverk heima fyrir og ferst það bæði rösklega og smekkvis- lega. Og hvað svo um doktorsritgerðina, sem hún vinnur að um þessar mundir? Tvimælalaust hlýtur slikt verk að út- heimta mikinn tima og atorku. Raunar er samiiingu hennar að mestu lokið, en samter Leila áhyggjufull. Og ég, sem hef þekkt þessa töfrandi konu.i mörg ár, get varla stillt mig um að segja við hana: „Engar áhyggjur, þetta verður allt i himnalagi hjá þér. bú átt vini i öllum áttum.” Arnheiður Sigurðardóttir f>ýddi 322 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.