Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 18
um. Svo hélt það að visu áfram að þró- ast og fá á sig fastara form. Ég aflaði mér ýmissa upplýsinga, hringdi i hina og þessa, sem ég vissi að gefið gátu svör við tilteknum spurningum, og svo framvegis. Siðan settist ég niður og skrifaði erindið, eitthvað viku áður en það var flutt. Og hér er þá i sem fæst- um orðum sköpunarsaga þessa af- kvæmis mins. — Varðstu ekki fyrir talsverðu að- kasti, eftir að þú hafðir látið þetta út úr þér? — Það get ég varla sagt. Að visu fékk ég nokkrar snuprur frá útvarps- ráði, sem mér fundust satt að segja ákaflega meykerlingarlegar af þess hálfu, þótt ég fyrir mitt leyti mætti vera þakklátur fyrir þær, þvi þær höfðu svo mikið auglýsingagildi. En mörgum sinnum fyrirferðarmeiri en áviturnar voru öll bréfin, simtölin og hinar munnlegu þakkir, sem mér bár- ust. Þetta kom viðs vegar að af land- inu, og ekki sizt frá fjölmörgu fólki úr ýmsum stéttum i Reykjavik. Það eitt sé ég ástæðu til að harma, að mér skyldi ekki vera stefnt fyrir þetta. Það hefði verið þægileg tilbreyting. — Þú hefur þá ekki skipt um skoðun á málefninu eða iðrazt, siðan þú fluttir þetta erindi þitt?. — Nei, það hef ég alls ekki gert, nema siður sé. Einmitt það að hugsa um þetta mál, kynna sér það og vinna i þessu, hefur sannfært mig enn betur um, hversu mjög framleiðslu- störfin hafa verið van- metin — einmitt þetta, sem öll þjóð- félagsbyggingin hvilir á. Og ég er enn sannfærðari um það nú en nokkru sinni fyrr, að við verðum blátt áfram að gera miklu meira en nú er gert fyrir það fólk, sem vinnur að fram- leiðslunni. Auðvitað má ekki skilja þetta svo, að ég sé að vanmeta eða ger litið úr nauðsyn hóflegrar þjónustu- starfsemi, og reyndar tók ég það lika fram i þessu margumtalaða erindi. Það má bara ekki láta þjónustuna blása út i þeim mæli, sem orðið hefur hér hjá okkur. Eitt er enn, sem mig langar að taka fram, úr þvi að þessi erindisflutningur minn hefur borizt i Jónas Jósteinsson: Vísur Skagfirðings Þegar ég sá birtast i Sunnudagsblaði Timans visur eftir Bjarna Gislason Skagfirðing flaug mér i hug, að ég var honum samtiða um skeið á unglings- árum minum. Hann var bæði hrað- kvæður og snjall, orti oftast i gamni eða glettni, enda var honum tiðast létt i skapi, þó að stundum yrði til visa i döprum huga. Þessar visur man ég enn: Ég hef kynnzt við trega og tál, trúin finnist mér lygi. Ljósblik innst I eigin sál er mitt hinzta vigi. Stúlka ein þótti honum hjala lengi á siðkvöldum við mann nokkurn: Ljúfan róm, þótt langt á nótt látir hljóma af snilli, mundu, að blómin fölna fljótt frosnra góma á milli. Þessa visu orti hann einnig og þá tii striðni við stúlkuna: Grýttan skunda gæfuveg, gleymast mundi tregi, ljúfa sprund, ég leiddi þig litla stund úr degi. Það held ég sé rétt, að þessi visa sé einnig eftir Bjarna: Það hefur lánazt margri mey mannorðs sjá við blettum. En illt er að verja ágjöf fley undir svörtum klettum. Svolátandi afmælisosk flutti hann konu einni á sólhýrum sumardegi: f vetur þá var hregg og hrið, og hrannir æddu um flóa, en nú er sól og sumartið og sinuhagar gróa. Eins vil ég óska að vorsins dis með vinarbrosi sinu nú þiði burtu angursis á afmælinu þinu. Taldar eru þessar visur einnig vera eftir Bjarna Gislason: Fyrir handan höfin breið hlýi andar blærinn. Aukist vandi, eigðu leið yfir landamærin. Kæla heitt og hita kalt, heimurinn er laginn, þó það beri ekki allt upp á sama daginn. tal: Ég er útvarpsráði þakklátur fyrir, að það skyldi gefa mér kost á þvi að tala nokkrum sinnum um daginn og veginn. Það, að fá slikt verkefni, knýr mann óhjákvæmilega til þess að hugsa um og setja sig inn i ýmis mál, sem maður hefði ef til vill aldrei að öðrum kosti nennt að leiða hugann að. Þetta minnir mig á spakmæli Hendriks Willem van Loon, sem lét svo um mælt, að bezta ráðið til að setja sig inn i eitthvert efni, væri að skrifa bók um það. — Það þarf þá vist ekki að spyrja, hvort þú sért nokkuð sorgmæddur yfir þvi að búa ekki i Reykjavik, heldur eiga heima austur við Lagarfljót? — Nei, ég er siður en svo sorgmædd- ur yfir þvi. Ég hef stundum sagt við kunningja mina, að ég myndí ekki vilja vinna það til að vinna hjá Skóg- rækt rikisins, ef það kostaði það, að ég yrði að flytjast til Reykjavikur. Ég er vist einn af þeim fáu langskólamönn- um á Islandi, sem eru úr sveit og hafa svo að loknu margra ára háskólanámi getað flutzt aftur heim i sina sveit og sezt að á bænum, þar sem þeir ólust upp, og stundað þar þau fræði, sem þeir lærðu i háskóla. Ég uni hag min- um ákaflega vel á Hallormsstað, enda ekki ástæða til annars. Ég átti þvi láni að fagna að erfa stórt og vandað bóka- safn eftir foreldra mina. Og ef maður á mikið af góðum bókum, þá er betra að búa i sveit en kaupstað. — O — Hér skulu Sigurði Blöndal fluttar þakkir fyrir það, að hann skyldi veita leyfi til þessa biaðaviðtals. Þvi hefur löngum verið haldið fram, að sjálfsagt með réttu, að umhverfi manna og störf móti mjög skapgerð þeirra og hugsunarhátt.- Ég er sannfærðari um það nú en nokkru sinni fyrr, að Hall- ormsstaðarskógur hljóti að vera frá- bærlega góður fóstri. - VS. 330 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.