Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 9
Úr landi Sérkessa og Karakai-manna Einhver frægasta af heilsustöðvum Sovétrikjanna er kennd við Teberda. Hún er á bökkum fjallavatnsins Kara- kel í skjóli himinhárra fjalla, fagur - blárra og snævi krýndra með furu- skógi hátt upp eftir hliðum. Snemma vors 1971 kom þangað i heimsókn hópur pólskra og sovézkra náms- manna og rannsakenda á sviði sveita- lifs og sveitamenningar, og skyldu þeir aðstoða menn, er fyrir voru að störfum á þessu landsvæði. Komumenn heimsóttu fjallaþorp i Karakai-, Sérkess- og sjálfstjórnar- landshlutunum, og þar — við rætur fjallsins Elbrus fyrirhittu þeir sovézka samverkamenn, fulltrúa Komsomal og sérfræðinga i landbúnaði. Nálega allt, sem fyrir augun bar á þessum slóðum, mátti kallast nýtt og óvenju- legt. Ekkert kom eins flatt upp á hina fjarkomnu gesti eins og það, sem þeir fengu að sjá og heyra siðasta dag heimsóknarinnar til Teberda. Það var hinn átjánda marz. Og nú játuðu pólsku gestirnir, að hér eftir skyldu þeir ekki láta sér bregða við eitt eða neitt óþekkt eða óséð i þvi landi, sem bæri nöfnin Karakai og Sérkess. Ung hávaxin kona með skær, blá augu steig upp á ræðupallinn. Hárinu, sem var mikið, var brugðið i gilda fléttu og vafið upp i hnút. Litarháttur hennar var skær. Þennan litarhátt hafa Sérkessa-konur einar þegið. Hún hóf máls — á pólsku, talaði hana reip- rennandi með hreim, er minnti á höfuðborg Póllands, með Varsjár- hreim svokölluðum. Það voru goðsagnir og þjóösögur af bördunum, hinum fornu skáldum landsins, sem gestirnir hlýddu nú á, frásagnir gamlar og nýjar af þessari fjallaþjóð eða þjóðum. Rakin var þróunin þjóðfélagsleg og menningar- leg, sem orðið hafði með Sérkessum og með Karakai- og Abazin-þjóðflokk- unum. Þeir heyrðu um þjóðsiði og þjóðtrú, um bókmenntir þessara þjóða, en öllu þessu hafði ræðukonan helgað lif sitt og störf. Leila Bekizova — en svo nefndist Sérkessakonan á ræðupallinum — veik einnig að hinu nýja lifi og hlutskipti kvenna i fjallahéruðum þessum minntist á konur nokkrar, er sköruöu fram úr meðal Karakai-Sérkess- þjóðarinnar á siðustu árum. Ein þeirra veitti forstöðu rannsóknar- stofnun landsins, sú heyrði til Nogai- þjóðflokkinum og haföi háskólagráðu i sagnvisindum, önnur, Khalimat Bairamukova, var ljóðskáld og jafn- framt ritari þeirrar deildar sovézka rithöfundasambandsins, sem heyrði til Karakai-Sérkessaþjóðflokknum. Þessi kona var af Karakaikyni. Sú þriðja, frægur tungumálasérfræðingur og kennslubókahöfundur, var hins vegar af Abazinþjóðflokknum. Meðan menn hlýddu á mál hennar, skautupp i huga og fyrir hugarsjónum áheyrenda myndum og minningum frá striðsárunum — myndum af eyddu, herjuðu landi og brennandi rústum. A þessum erfiðu timum, eins og raunar fyrr, voru hinir smærri þjóðflokkar vei metnir. Þrátt fyrir hvers konar örðugleika kom stjórn Sovétsam- veldisins upp heimavistarskólum þeim til handa, þar sem nemendur hlutu menntun á kostnað rikisins. í einn slikan skóla, eins konar fram- haldsskóla, hafði Leila Bekizova sjálf gengið á æskuárunum. Hann heyrði samyrkjubúi, sem faðir hennar var aðili að. Hún útskrifaðist þaöan með loflegum vitnisburði árið 1951, og var af forsvarsmönnum menntamála i heimahéraði sinu send til Leningrad, tilframhaldsnáms við háskóla borgar- innar. A bernskuárum sinum hafði hún eitt sinn lesið um hinar „björtu nætur” i Leningrad. Daginn, sem hún inn- ritaðist, stóð hún i forsal Visindahall- arinnar — grannvaxin unglingsstúlka með hárfléttu, sem tók niður á hné, og þá hugsaði hún eitthvað á þessa leið: ,,Hér er bjart liðlanga nóttina, ég þarf ekkert að hátta eða sofa. Ég get bara lært allan sólarhringinn.” Arið 1955 lauk hún háskólaprófi i málvísindum og hvarf þar næst aftur til heimaborgar sinnar og hóf þar visindastörf. Árið 1966 var hún skipuö forstöðukona bókmennta- og þjóð- fræðideildar hinnar svonefndu rann- sóknarstofnunar fyrir sagnfræði, hag- fræði, bókmenntir og málvisindi. ,,Það er list alþýðunnar úr liðnum timum, sem hefur orðiö mér upphaf allra hluta,” sagði Leila Bekizova og virtist hugsi. „Söguljóð bardanna, orðskviðir þeirra og spakmæli þau hafa fætt af sér bókmenntir okkar, og kveikt þannig hugsjónir, óskir og langanir, sem þjóð vorri eru dýr- astar.” A fimmtán árum hefur hún safnað saman — ögn fyrir ögn — þjóðlegum menjum, þjóðsögnum, fornum spak- mælumog arfsögnum. Hún hefur gert nákvæmar rannsóknir á þjóðlögum, upprunalegum og afbökuöum, gefiö þau út og þýtt texta þeirra á rúss- nesku, en það tungumál hefur hún á valdi sinu, svo sem bezt verður á kosið. Safn i fjórum bindum, er inni- heldur þjóðtrú og þjóðsagnir og enn fleira þaö er varðar bókmenntir Sér- kessa, hefur hún enn fremur gefið út, enda eru ritverk hennar álitlegur hluti meöal útgáfuverka stofnunarinnar. Leila Bekizova er meðlimur sovézka rithöfundasambandsins, hún er rit- dómari og bókmenntafræðingur, hefur samið mörg smárit sérfræðileg, framkvæmt margþættar og rækileg- ar athuganir á bókmenntum Sér- kessa, sem eru miklar og merkar, haft yfirumsjón með rannsóknum á Sunnudagsblað Tímans 321

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.