Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 22
Sennilega hafa margvíslegar hugsanir leitað á þá, sem sátu fyrir framan sjónvarpsskjöld- inn í stofu sinni á sunnudags- kvöidið var og horföu á lokaþátt dagskrárinnar: Þáttinn um þau brögð, sem bandariska her- máiaráðuneytið hefur beitt til þess að magna hatur og ótta og knýja fram hervæöingu og styrjaldir, valdi sinu til viðhalds og sölumönnum dauðans, eig- endum h e r g a g n a v e r k - smiöjanna, til aukins gróða. Þar var dregið fram i dagsljósið, hvernig villt er i krafti fjár- muna og embættisvalds um fólk, sem ekki grunar annað en það sé frjálst að þvi að mynda sér skoöanir, þótt i reynd sé það umsetinn lýður, sem kapp er lagt á að sýkja andlega. Þetta fár náði hámarki sinu i Kóreustyrjöldinni (enginn veit fram á þennan dag með neinni vissu, hver réðist þar á hvern), og varð pestnæmur faraldur, sem teygði anga sina um allan hnöttinn. Hin svokallaða óameriska nefnd gerðist æriö umsvifamikil i Bandarikjunum — eins konar uppvakningur frá miðöldum, imynd rannsóknar- réttarins. Likt og þcgar steini er kastað i vatn breiddust hring- arnir út i allar áttir, sefasýkin barst land úr landi, og það Ijós, sem brugöið var á fáeina af- kima i undirheimum þessarar þunggengu áróðursvélar i sjón- varpsmyndinni um daginn, sýnir og sannar, að þeir mega lengi lækningar biða, er beðið hafa tjón á sálu sinni í þessari gerningahrið. Jafnvel breytt stjórnmálastefna og nýtt og hollara andrúmsloft i sjálfum mannfélögunum virðist trauðla geta hægt gang áróðursvélar- innar miklu. Svo hættulegt vald, sem þessi mynd afhjúpaði, þá var hún sjálf eigi að siður gleðilegur vottur þess, hve mikið er farið að rofa til. Gerð slikrar myndar hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum, og mér stórlega til efs, að hún hefði einu sinni veriö sýnd á vegum sjónvarps- ins islenzka fyrir svo sem tveim árum, þótthún hefði þá staðið til boða. Þvi að þess skyldi enginn dylja sig, að við norður hér fór- um ekki varhiuta af far- aldrinum og meöal okkar er enn talsvert fólki, sem ekki hefur orðið samt og áður frekar en vinnumennirnir hjá Pentagon. Sumir þeirra, sem um mynd- ina spjölluðu að sýningu lokinni furðuðu sig á þvi, hversu barna- legur áróðurinn var. Og vist var hann það. Þó er ekki þar með sagt, að hann hafi tekið á sig þá mynd að óvilja þeirra, sem á bak við hann standa. Sú var kenning Hitlers, að áróður bæri að miða þá, sem heimskir væru og fáfróðir og auðginntir, og heimurinn má vera þess minn- ugur, að sú aðferð lagði honum i hendur völd í Þýzkalandi, þar sem þó bjó þjóð með menntun, er taldist góð á þeim tima. Og af lesendabréfum, sem birtast annað veifið i sumum islenzku blaðanna má stundum sjá, að ekki hefur þurft að vanda möt- unina á áróðrinum, sem þetta fólk hefur gleypt i sig og langar til að útdeila á ný. Það getur þess vegna farið saman, að áróður sé barnalegur og hættu- legur. Aftur á móti getur hann talað gegn sjálfum sér þegar fáfengilegustu hliðar hans eru dregnar. Þá sjá að minnsta kosti þeir, sem nokkra ályktunarhæfni hafa, hversu aumur og nakinn hann er. Þvi hlutverki þjónaði þessi umrædda sjónvarpsmynd. J.H. Leiðrétting Það hefur svo sem ekki gengið þegj- andi og hljóðalaust að taka upp hin nýju vinnubrögð, afsátsprentunina. Ymsir hafa fengið ritsmiðar sinar hörmulega útleiknar, sú er til dæmis raunin með Bjarneyjarþátt Þorleifs- dóttur, sem birtist i 9. tölublaði Sunnu- dagsblaðsins. Hefur höfundurinn, Jó- hannes Daviðsson, borið sig upp undan þessu sem vonlegt er. Svo er mál með vexti, að mistök hafa orðið við klippingu og upplimingu þá, sem fylgir hinum nýju vinnubrögð- um. Þetta er á blaðsiðu 211, og er skekkjan sú, að þriðji dálkur, að efstu linunni undanskilinni, á að vera þar, sem miðdálkurinn á siðunni er. Mis- lestur veldur aftur á móti.að i mið- dálki sömu greinar á blaðsiðu 210 hef- , ur orðið „lagfæring” komið inn i stað „hagtæringar” i 11. linu ofan frá. Og það er að sjálfsögðu óhöndugleg „lag- færing”. Annað þarfnast einnig leiðréttingar. Forsiðumyndin i 12. tölublaði er ekki af leifum fjósbaðstofunnar i Skafta- felli, heldur úr fjóshlöðunni á gamla Selsbænum. Lausn 13. krossgátu líiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii H BI' 1 R* 'o L A B / /? T U C 7 6 fí R P r*T /v R u $ /) t Nrt r u& /l'ANfi17? M A N '/ R L K R L ' S NHU 9R R L C I IC A K'A RH / '0 5 t- / » mj ö FR R S K TRU M3R £ / S KP A S N Ú T A L S KR fí P • ’t U ÚC RR O F R R U /V ‘fy mu R n/e r o Kí> u H l r A T r p / R /VR n r a i< s R K / ’o s / r Ú 9 ^ N uknr æt/? 3 G A Cr H < / S/N fí N F £ U R Cr £/E /? / U C L fí N 334 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.