Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 13
Reyðarfjarðar. En Þórudalur liggur upp frá Arnhólsstöðum i Skriðdal. Og það var nú reyndar á þessum f jallvegi, sem pabbi varð úti i janúar 1939. Var hann þá á heimleið úr langri ferð um Suður-Múlasýslu, þar sem hann var, ásamtöðrum, að semja fasteignamat. Var hann þó i rauninni kominn yfir sjálfa heiðina. Það var tiltölulega skammt frá Hallbjarnarstöðum i Skriðdal, sem göngu hans lauk. — Var ekki álitið, að hann hefði veikzt skyndilega? Hann er þarna a alveg hárréttri leið, svo ekki er um villu að ræða. — Þetta veit auðvitað enginn, þvi ekki er neinn til frásagnar. Þó bendir ýmislegt til þess, að svo hafi ekki ver- ið. Pabbi hafði þann sið að leggja sig um miðjan daginn, stutta stund, og láta sér renna i brjóst, og þann vana hef ég reyndar lika. Þegar pabbi tók sér þessar smáhvildir, hafbi hann gjarna úr sitt i lófanum og fylgdist með, að dvölin yrði ekki of löng. Og þar sem hann nú fannst látinn, skammt frá bæjum, hélt hann á úrinu sinu i hendinni. Hann hafði þá nýlokið við talsverða brekku og hefur senni- lega ætlað að hvila sig smástund, en hvildin að þessu sinni orðið slik, að ekki var á hans valdi að skammta tim- ann. Hann hafði að visu lengi verið veill fyrir hjarta, og má vel vera, að gangan upp brekkuna hafi dugað til þess að skapa honum aldurtila, þvi veðrið var vont, og á móti. Dagurinn, þegar við bjuggumst við pabba heim, er einhver eftirminnilegasti dagur, sem ég hef lifað. Ég man, að ég var alltaf að fara út og gá, hvort ég sæi hann ekki koma niður fjallið. En það átti ekki fyrir mér að liggja að fagna honum heim komnum úr ferðinni þeirri. Seinna lét mamma gera dálitla öskju úr birki utan um úrið hans. Það var Karl heitinn Guðmundsson frá Þinganesi, mikill listamaður i sinni grein, sem það verk vann. Og siðan var úrið látiö standa á skattholinu hans pabba. — Nú. En ef við hlaupum þarna yfi dálitinn kafla og berum þar næst nið- ur, sem þú ferð aö hugsa til skóla- göngu: Þú fórst í Menntaskól- ann á Akureyri, var það ekki? — Jú. Við fórum þangað saman, tveir sveitungar til þess að taka þar próf upp i annan bekk. Það var á út- mánuðum 1940. Ég hafði aldrei verið mikið i barnaskóla, það voru einn eða tveir mánuður allt i allt. En foreldrar minir kenndu mér, og sá, sem aðallega bjó mig undir norðurförina, var frændi minn, Vigfús Guttormsson frá Stöð i Stöðvarfirði. Annars hef ég gaman að geta þess, fyrst ég á annað borð er að Sigurður Blöudal, skógarvörður á Hailormsstað, er eiun örfárra lang- skólamanna á öllu landinu —jafnvel kannski aleini háskólamaðurinn — , sem að loknu námi hefur getaö snúið heim til starfs i fræðigrein sinni á sama sveitabænum og fóstraði hann ungan. Ljósmynd: Tíminn —Gunnar, Sunnudagsblað Timans 325

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.