Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 5
Jón Þórarinsson skólastjóri. ur en ég lærði hjá kennaranum allan veturinn, og var það aðferð til að greina sundur ákveðin orð á ofureinfaldan hátt. Engum hafði víst dottið í hug að skýra okkur frá þessu fyrr en hann gerði það. Jón Þórarinsson var orðlagður kennari, hafði kennarahæfileika svo af bar. Þetta vissi ég ekki eins vel þá sem síðar. Fram yfir fermingaraldur minn er ekki hægt að segja, að við Jón Þórarinsson værum neinir vinir — mætti heldur segja, að á þeim ár- um eltum við nokkuð saman grátt silfur, þótt ekki drægi þar til neinna stórtíðinda. Þessi mis- klíð okkar í millum mátti víst frekar færast undir nágrannakrvt heldur en óvinskap. Þetta var ekk- ert þorskastríð — nei, þetta var hrossastríð. Jón Þórarinsson átti lengi tvö hross, á tímabili þrjú, en hross hans áttu bara enga jörð út á að ganga. Sóttu þau þv; vitanlega úr hagleysinu neðra upp yfir holtið, þar vissu þau af björginni, og urðu þá bráðlega tún og engjar frá Ási þeirra bithagi. Út af þessu reis krytur nokkur á milli mín og þessa ágæta manns, sem ég mat svo mikils, en hér er hvorki staður né stund til þess. að þau viðskipti okkar séu rakin. Þegar ég var sextán ára, brá móðir mín búi. og fluttumst við þá niður að sjó. þó ekki fyrsta ár- ið í þéttbýlið. Það ár vildi svo til. að við urðum næstu nágrannar Jóns Þórarinssonar i Flensborg. Á árunum. sem ég var í barna- skólanum. tókst góð vinátta með mér og eldri börnum skólastjór- ans. einkum tveim dætrum hans. Kristjönu og Þórunni. sem voru á mínu reki að aldri til, og varð úr þeirri unglingavináttu ævilöng vin- átta. Þegar ég varð svo næsti ná- granni þeirra, endurnýjaðist fljót- lega æskuvináttan. og varð okkar samgangur mikill, og gerði ég oft ýmis viðvik fyrir föður þeirra. Þá virtust allar fyrri erjur gleymdar. Árum seinna lá leið mín oft um hlað hans i Flensborg, og væri Jón úti staddur eða sæi til minna ferða, þá var iðulega, að hann kallaði mig upp í skrifstofu sína í vesturkvist- inum. Þegar ég var setztur, hvarf hann fram á ganginn, kallaði til konu sinnar, Sigríðar Stephensen, og sagði: „Það er hjá mér maður, sem heimtar að fá kaffi“. Mér fannst þá fyrst ég vildi helzt hverfa úr stofunni, en Jón jafnaði þetta óðar. Stundum var ég á hraðri ferð, mátti helzt ekki neitt doka við, en mér fannst ég eitthvað bundinn þessum manni — verða að láta að vilja hans, úr því ég hafði á stund- um áður verið honum óeftirláts- samur. Svo ræddum við ávallt saman litla stund. án þess að minn- ast liðinna eria. í sannleika gladd- ist ég yfir þessari breytni Jóns í minn garð. Þannig gekk þetta okk- ar í millum svo lengi sem báðir voru í Hafnarfirði. Þegar Jón fluttist til Reykjavík- ur og varð fyrstur fræðslu- málastjóri, bar fundum okkar stundum saman á götum úti. Var hann þá ævinlega hinn ljúfi mað- ur sem áður. Stundum hefur mér dottið í hug síðan, hvort í rauninni hafi hann ekki ávallt fundið, að ég, þótt ungur væri. verði réttan mál- stað þau ár, sem erjur okkar stóðu, og hann væri með framkomu sinni í minn garð að viðurkenna og sjá við mig, hve vel og einarðlega ég þá. svo ungur og umkomulítill, hélt á málum móður minnar. Svo mikið er vist, að í okkar hesta- stríði varð ég þéss aldrei var, að hann reiddist mér. Jón Þórarinsson var hið mesta glæsimenni, hvar sem á hann var litið, hvort heldur var á fæti eða hestbaki. Á göngu var hann mjúk- ur og léttur i öllum hreyfingum, gvo sem hann kæmi ekki við jörð- ina. Mér eru allminnisstæð orð Sunnudagsblað Timans 317

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.