Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 12
VIÐ DAUÐA BENEDIKTS BLÖNDALS Hallormsstaður, hendi guðs þig sló. Hæsta björkin féll i þinum skóg. Eflaust áttu rót, þar aftur ris risabjörk i skógi tima nýs. Benedikt Gislason frá Hofteigi t>ab þóttu undirrituöum ekki litil tiöindi, þegar forráöamenn útvarpsins okkar tóku aö harma ummæli, sem skógarvöröurinn á Hallormsstaö haföi látiö falla i erindi um dag og veg, en eins og menn muna, gerðist þetta i fyrravetur. Ég vissi nefnilega ekki betur en þessi dagskrárliöur heföi i ár- anna rás oröið eitthvert flatasta og andlausasta efni, sem heyrðist i þvi ágæta apparati, en haföi aftur á móti ekki um þaö heyrt, að slikt ylli for- ráöamönnum stofnunarinnar neinum bezt að byrja á byrjuninni. Ég fæddist i Mjóanesi i Skógum árið 1924, og átti þar heima til sex ára aldurs. Þá flutt- ust foreldrar minir að Hallormsstað, en ekki var ég nú hrifinn af þeirri ráð- stöfun - þá. Ég man, að ég skældi ein- hver lifandi ósköp yfir þvi að fara frá Mjóanesi. Þessi umskipti voru mér ákaflega sár, en auðvitað var það eins og með marga aðra æskuhryggð, hún hjaðnar fyrr en varir, og ég tók fljótt gleði mina i hinum nýja stað, enda held ég, að mér sé óhætt að segja, að ég hafi átt sérlega glaða og góða bernsku, bæði i Mjóanesi og á Hall- ormsstað. — Var ekki lika fljótt mannmargt og tilbreytingarrikt á Hallormsstað? — Jú. Skólinn, þar sem foreldrar minir kenndu bæði, var i rauninni eins — Varla myndi það nú vera kallað stórt nú. Ætli það hafi ekki oft- ast verið þettá tiu mjólkandi kýr, og svo auðvitað eitthvert slangur af öðr- um nautpeningi, sem ekki var I neinni mjólk. — En sauðfé? — Það voru byggð fjárhús niðri við Fljótið, og þar voru hafðar þrjátiu kindur i þó nokkur ár, ég man nú ekki hve mörg. En ég man, að veturinn 1939-1940 hirti ég á þessum húsum. — Var það ekki gaman? — Ekki fannst mér það nú. Ég er svo einkennilegá gerður, að ég hef aldrei haft neitt gaman af sauðfé - og meira að segja ekki heldur hest- um. Ég þekkti aldrei rollurnar, þarna á beitarhúsunum, og á hestbak hef ég eiginlega aldrei stigið ótilneyddur, en Eg sagði af rælni: „Kannski maður skelli sér í skógrækt?” áhyggjum, hvað þá harmi. Hér hlaut þvi eitthvað að bera nýrra viö, og maður fór að sperra eyrun. Þessa sögu þarf ekki að rekja, hana þekkja allir. En af Sigurði skógarverði er það að segja, að hann hlaut þökk þjóðarinnar, eins og jafnan verður, þegar einhver hefur manndóm til aö gera ”hvað aðrir ei þorðu, — en vildu”, svo vitnaðsé i frægt kvæði eftir Gústaf Fröding. Hér er nú Sigurður Blöndal, skógar- vörður á Hallormsstað, kominn, og við ætlum bara að spjalla ,,um daginn og veginn”, en ekki gera neinar tilraunir i þá átt að frelsa heiminn, þessa stuttu stund, sem við ræðumst við. — Ef ég á að hefja þetta á þvi leiðin- lega verki að tala um sjálfan mig, sagði Sigurður Blöndal, þá er liklega og stórt heimili, og hélzt svo allan fyrsta áratuginn, sem hann starfaði. Snemma á árum kom þar lika gisti- hús, sem starfrækt var á sumrin, en auk þess hafði alltaf verið mikill gestagangur á Hallormsstað. Allt þetta lagðist á eitt með að gera lifið til- breytingarrikt og fjörugt. — Og þú hefur auðvitað strax vanizt öllum algengum sveitastörfum? — Ojá, já. En einkum var það þó kúasmölun, sem varð sérgrein min, þegar ég var strákur. Kýrnar gengu i skóginum, og mér fannst geysilega ábyrgðarmikið verk að smala þeim þar, eins og þeir munu geta skilið, sem einhvern tima hafa þurft að smala skóglendi. — Var þá þegar komið stórt skólabú á Hallormsstað? auðvitað þurfti maður þess þó oft, og kvartaði þá svo sem ekki neitt undan þvi. Það átti lika fyrir mér að liggja að fylgja kindunum og þar með sauö- fjárbúskápnum á Hallormsstaö, til gfafar. Minnir mig það vera árið 1942, fremur en 1941. Þá var svo komið, að ekki þótti lengur hæfa að hafa búfé i skóginum. Hákon Bjarnason, sem sið- ar átti eftir að verða húsbóndi minn, hafði reyndar staðið i talsverðu striði við foreldra mina út af þessu. Hákon vildi lika kreppa að kúnum og fékk þvi framgengt, að gerð var þarna heilmik- il kúagirðing. Og fénu var slátrað. Þegar ég rak kindur okkar til slátrun- ar, fór ég Þórudaisheiði (sem i dag- legu tali er alltaf kölluð Þórdalsheiöi), og er fjallvegurinn á milli Skriðdals og 324 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.