Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 6
merkrar konu í Hafnarfirði: ,,Það er fögur sjón, svo aðra sé ég ekki fegurri, að sjá Jón Þórarinsson fara um götur Hafnarfjarðar ríð- andi á honum Prins“. Svo hét hestur Jóns. sá er mér var oft ill- ur og erfiður, nema þá sjaldan, að ég sat honum á baki — þá hvarf mér öll gremja. Það var un- un. sem ég fékk. sem vonlegt var, sjaldan að njóta, og þær stundir voru stolnar. 'Nú má vera, að einhverjum, sem þetta les, sýnist ég vera kom- inn út fyrir veggi skólans, og er noklkuð til í því. En þstta eru allt núnningar tengdar hinni gömlu Flensborg. Og úr því minnzt er á gömlu FÍensborg sem skólasetur. tel ég, að ekki sé hægt að gera það án þess að talað sé um skóla- stjórann, Jón Þórarinsson. er ég tel að byggt hafi upp þá skóJa. sem starfræktir voru í Flensborg um áratugaskeið og ávallt undir hans stjórn. Ég hverf svo aftur til skólans. til stríðs og friðar, stárfs og leikja. Kennslutími var yfirleitt frá klukk- an níu að morgni til klu'kkan þrjú eftir hádegi, með fimm mínútna hléi milli tíma, nema á milli tólf og eitt nokkru lengur. Engan mat þöfðu börn með sér í skólann, og engin sölukrá var þá til í Hafnar- firði. Og þó svo hefði verið, var langt í kaupstaðinn frá Flensborg. Þó var Flensborg forn verzlunar- staður, og var svo um nær eitt hundrað ára skeið, en þá niður- lagður fyrir 20—30 árum, er hér var komið. Hitt er svo annað mál, hvernig matur sá, sem fékkst í Flensborg. hefði farið í munni og maga barna. svona beint af búðar- disKinum, svo sem nú er algeng sjón. Ég er þess fullviss, að þó að verzlun hefði á þeim árum, sem ég var í barnaskóla, verið í ná- igrenni skóláns, hefði hvorki skóla- barn né unglingur sézt þar inni til að kaupa bita eða sopa. Hefðu þó möng haft meiri þörf á því h-eldur en fjöldi barna hefur í dag. Á þeim árum sá ég aldrei skóla- barn með pening í hendi né vasa. Þess var ekki heldur von, þar eð peningar sáust tæplega manna á milli, hvað þá börn hefðu þá að leiksoppi. Það var á öndverðum öðrum 318 vetri mínum í skólanum, að Ög- mundur Sigurðsson segir við okk- ur í kennslustund, að ágætt væri, ef við gætum haft með okkur í skólann brauðsneið eða íkökubita til þess að stinga upp 1 okkur í hádegisfrímínútunum. Von bráðar komu flest börnin með einhvern bita. Þó voru nokkur börn frá mjög fátækum heimilum, sem ekk- ert höfðu. En ekki voru þau mörg. Þetta fannst hinum mjög leitt og hafa víst sagt frá því heima. Varð það til þess, að mörg þeirra fengu að hafa með sér ríflegan skammt, svo þau gætu stungið einhverju smálegu að þeim, sem ekkert höfðu. Svo var það einn af drengjun- um í öðrum beikk, sem fór að koma mcð dálítinn blikkkassa, full- an af smurðu brauði með ýmis konar áleggi. Hann opnaði sinn kassa og hélt uppboð á hverri sneið og sló vitanlega hæstJbjóð- anda, en teygði venjulega ekki boðið, ef allslaust barn bauð í, er oftast var, þótt fleiri sýndust sneið- arnar girnilegar. Drengur sá hinn örláti var Ólafur V. Davíðsson, þá á heimili Jóhannesar Sigfússonar kennara og Katrínar Siemsen. Ég held, að Óli hafi aldrei bragðað sjálfur á sínu nesti. Þarna fór fram fjörugt uppboð, sem var áreiðan- lega ekkert nauðungaruppboð. Nokkrir krakkar áttu sína vissu boðsgesti eða borðfélaga. Þegar mér varð stundum löngu seinna hugsað til þessa matstunda okkar, fannst mér, að í því kæmi fram sá góðvilji og sú hjálpsemi, sem ég tel, að hafi verið mjög ríkj- andi meðal Hafnfirðinga þá. Nú veit ég ekki, hvernig ástatt er í því efni. Vonandi sem bezt. Flestir eða allir krakkarnir sátu flötum beinum á gólfi leikfimi- hússins uppi við veggi þess á með- an bitinn var borðaður. Á ein- hverjum af hinum fyrstu dögum hins nýja siðar, kemur Ögmundur kennari til okkar og segir: „Heyr- ið þið börnin góð. þið skuluð standa á meðan þið borðið bitann ykkar, hann fer betur í ykkur á þann veg heldur en ef þið sitjið“. Og við stóðum öll upp- Ég er viss um, að ekki er of- mælt, þótt sagt sé, að á þeim ár- um hafi öll hafnfirzk barnaskóla- börn borið þá virðingu, sem þau áttu mesta til, fyrir Ögmundi Sig- urðssyni kennara, og mörg unnu þau honum af barnslegri einlægni. Þetta mun hafa fylgt Ögmundi í hina æðri skóla,. svo sem gagn- fræða- og kennaraskólann i Flens- borg. Eða svo sagði kona mín, Sig- rún Eiríksdóttir frá Fossnesi, sem naut kennslu hans í kennaraskól- anum í Flensborg 1906—1907. Að lokinni kennslustund var hringt allstórri koparklukku, sem var í gangi milli skólastofa, og barst hljómur hennar um allar stofurnar. Á sama hátt var hringt inn. Mikið fjaðrafdk varð í bekkn- um, þegar hringt var út, og bar mest á því hjá drengjunum. Var þá stundum gengið misjafnlega vel frá bókum og skriffærum. Sumir gengu snyrtilega frá öllu, létu bækur og skriffæri í töskur sín- ar, en einkum voru það telpurn- ar, sem ávallt gengu vel frá sínu. Ekki áttu öll börnin töskur, en voru sum með bækur sínar í klút eða annarri rýju. Það fór eftir veðri, hvernig hæ.gt var að nota frímínúturnar.Ef ekki hamlaði veður, snjór eða of mikil bleyta, fóru krakkarnir, einkum þó drengirnir, í boltaleik á Flensborg- artúni. Sá boltaleikur, sem þá var aðallega leikinn, held ég, að sé nú með öllu horfinn úr tölu útileikja barna og ungmenna. Ég hef hvergi séð hann leikinn síðustu áratug- ina. og mun hann. að ég hygg. flestum gleymdur nú. Oft kom það fvrir, að Páll Hjaltalín var með okkur í þessum boltaleik, og þótti ckkur mikill heiður að. Þótt okk- ur, sem Páll kenndi, fyndist hann strangur og alvörugefinn, þá var þó það eftir af unglingnum og skólapiltinum í honum, að hann varð lífið og sálin í hverjum leik cíkkar, sem hann tók þátt í. Við krakkarnir, eða svo var það með mig. litum strangleika Páls mild- ari augum eftir hvern leik, sem hann var í með okkur. Ef ekki var útiveður, reyndu flestir. eldri og yngri. að leika sér eitthvað í hinu rúmgóða leik- fimihúsi. sem þá var svo til ný- lega byggt, áfast norðurenda aðal- hússins. Höfðu þá ávallt piltar vesturhluta hússins, en krakkar eystri hlutann. Piltar gripu þá Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.