Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 4
í Flensborg, hvar mín væri að leita.
Annars kom vinnumaður móður
minnar að vitja mín, þegar veður
spilltist, en vissi ekki ávallt ná-
kvæmlega um tímann. Frá þeim
vetri vorum við Ögmundur vinir
allt til hans lokadægurs. Þetta var
fyrsti vetur Ögmundar við skólann
í Flensborg. Síðar varð hann skóla-
stjóri gagnfræðaskólans þar.
'Sem áður segir, þá settist ég á
Skólabekk í fyrsta skipti á ævi
minni eftir áramót 1895—1896. Sá
hálfi vetur, svo og tveir þeir næstu,
urðu þeir mínir einu á skólabekk
í þeirri merkingu, sem það orð var
og er enn notað. Annað mál er
svo það, að mér hefur fundizt alla
mína löngu og blessuðu ævi, að
ég hafi ávallt í skóla verið — skóla
lífs og starfs. Hve mikið ég hef
svo lært í þeim allsherjarskóla og
hvernig mér hefur notazt sá lær-
dómur, er sennilega nokkuð vafa-
samara. og illa mun ég fallinn til
setu í þeim vettvangsdómi. Þó
finnst mér, að alltaf sé ég að læra.
og sannleik tel ég það, að svo má
lengi læra sem lifir. En nóg um
það.
Ég snv mér aftur til Flensborg-
ar. Að sjálfsögðu kom ég í bekk-
inn próflaus og sætislaus. átti þvi
hvergi heima. var algerlega fram-
andi. Mér var holað niður aftar-
lega í bekknum milli tveggja
telpna, sem eitthvað voru eldri en
ég. Telpur þessar þekkti ég í sjón
og vissi hverjar þær voru, er
mátti segja um alla krakkana í
skólanum. Aðra telpuna. sem nú
var orðin sessunautur minn,
þekkti é g þó nokkru meira en
hina, þar eð hún hafði verið nokk-
urn tíma á næsta nágrannabæ
okkar. Hún var víst að mestu al-
in upp á sveit, var sveitarómagi,
að sagt var, og á þeim tíma var
ekki 'ávallt talað með mikilli virð-
ingu um fólk, sem þannig var
ástatt um. Telpurnar tvær reynd-
ust mér hinir beztu félagar, leið-
beindu mér um margt. sem ég
vissi ekki, í siðum og reglum í
kennslustundum og allri um-
gengni. Báðar voru þær vel gefn-
ar og prúðar í allri framkomu.
í Flensborg voru þá. að mig
minnir, aðeins tvær stofur ætlað-
ar barnaskólanum, og var það
fyrsti og annar bekkur. Að sjálf-
316
sögðu var ég settur í óæðri bckk-
inn, framandi og fákunnandi, og
cnginn vissi einu sinni, hvort ég
væri læs, hvað þá hvort ég kynni
nokkuð fyrir mér í öðru. Það var
því ekkert undrunarefni, þótt
börn. sem höfðu verið einum og
hálfum vetri lengur í skóla en ég,
væru búin að læra meira og vissu
meira. Ég á minni velgefnu og
elskulegu móður það að þakka
meðal annars. að ég gat þá þulið
reiprennandi helminginn af Helga-
kveri. sem var í átján köflum. og
einnig sá hún til þess, að ég færi
ekki ver lesandi úr skólanum en
ég kom f hann.
Fyrri hlutinn af Helgakveri
nefndist ,.kristindómslærdómur“,
en hinn síðari „siðalærdómur11.
Barnalærdómskver þetta var sam-
antekið af Helga rektor Hálfdánar-
syni og ýmist nefnt Nýjakver eða
Helgakver, og var á þeim árum að
leysa af hólmi Gamlakverið, sem
var í átta kapítulum. Einnig voru
mér allvel kunnar hinar svo
nefndu Balslevs biblíusögur, sem
ávallt urðu mitt bezta lærdómsfag.
í reikningi gat ég lagt saman tvo
og tvo, en verra var með réttrit-
unina eða stafsetninguna. en var þó
talinn sæmilega Pkrifandi. Ég var
samt ekki sagður flámæltur að
eðlisfari, sem oft hefur verið drótt-
að að Sunnlendingum. Allt þetta
stóð þó til nokkurra bóta.
Sem áður segir, þá leiðbeindu
telpurnar, sem höfðu þennan að-
vífandi fjallagest á milli sín á
bekknum. mér um margt, sem
kom sér vel að vita í tíma. í fvrsta
lestrartíma bentu þær mér strax
á að fylgjast með lestri hinna
krakkanna. svo að ég vissi. hvar
ég ætti að bvrja. þegar ég yrði
kallaður upp. Lestrarbók þá var
hið stóra Nýja testamenti með
Davíðssálmunum. prentað í prent-
smiðju háskólans í Oxford 1866.
'Þessa bók á ég enn.
Þannig reyndust mér þessar
stúlkur þennan vetur. Ég tók nú
reyndar eftir því, að þegar kenn-
arinn visaði mér til sætis hiá þeim,
stungu nokkrir af bekkiarfélögun-
um saman nefjum og brostu. en
þeir hafa víst verið að kíma að
mér en ekki telpunum. Eða það
vona ég að minnsta kosti, að hafi
verið.
Á beim árum var sá háttur hafð-
ur á í barnaskólanum, að prófað
var síðast í hverjum mánuði, gefn-
ar einkunnir og raðað í bekkinn
þar eftir. Þessi próf voru án allrar
viðhafnar, enginn dómari, og ann-
að tveggja einn eða enginn dagur
til upolestrar. Sérhvert skólabarn
átti að hafa sína vitnisburðar- eða
einkunnabók, sem færð var af
kennurum að afloknu hverju prófi.
Við aðalpróf að vori var svo tekið
meðaltal mánaðareinkunna og lagt
tiJ grundvallar, ásamt einkunn að-
alprófsins. Þessi meðaltals mán-
aða-einkunn gat við aðalpróf, ef
allgóð hafði verið, haft meira að
segja heldur en góð aðalprófs-
einkunn, ef mánaðarleg einkunn
var slök.
Ekki man ég glöggt, hve mörg
við vorum í bekknum þennan vet-
ur, líklega ekki langt frá þrjátíu.
Við prófið í janúarlok hlaut ég
sjötta sæti ofan frá og fannst all-
gott. og hélt ég því sæti til aðal-
prófs. en þokaðist þá upp um eitt
eða tvö sæti. Ofar virtist allarfitt
að sækia.
Kennarar við barnaskólann
þennan vetur voru Ögmundur Sig-
urðsson. sem kenndi landa- og
náttúrufræði, Páll Jónsson Hjalta-
lín. kandídat í guðfræði, kenndi
biblíusögur. reikning og réttritun,
og Böðvar Böðvarsson, föðurbróð-
ir Jóns Þórarinssonar skólastjóra,
kenndi skrift og lestur. Böðvar
kenndi einnig kverið, sem börn
lærðu þá nokkuð að jöfnu bæði
gamla og nýja kverið, þar eð hið
nýja var þá enn ekki töúið að ná
vfirhöndinni. Og loks var Bjarni
Pétursson. sem kenndi söng og
söngfræði þeim, sem þá grein
vildu læra. Það var ekki skyldu-
námsgrein. Jón Þórarinsson skóla-
stjóri kenndi ekki í barnaskólan-
um, utan hvað hann kom
stöku sinnum inn í kennslustund og
stnnzaði litla stund. Þó mun það
oftast hafa verið svo, að á þeim
stuttu stundum hafi hann gefið
flestúm okkur krökkum þær gjaf-
ir í kennslu. sem mörg munu
lengi hafa munað og notazt vel að.
Ég minnist þess enn í dag með
miklu þakklæti. að á einni slíkri
stund, sem hann stóð við í mínum
bekk fyrsta veturinn minn, lærði
ég meira af skólastjóranum held-
Sunnudagsblað Tímans