Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 8
I Að ofan: Stefán Þórarinsson, bóndi á Mýrum, — Til hægri: Hópur niðja hans af hinum yngri kynslóðum. Þeir eru orðnir býsna margir, þótt ekki séu nema hundrað ár siðan gamli Mýrabóndinn fæddist, og sprotunum á ættar- meiðnum fjölgar óðfluga. á þessum margrómaða stað. Friðrik á Þorvaldsstöðum flutti erindi og gat þess i upphafi að sér væri bæði ljúft og skylt að verða við þeim tilmælum að minnast Stefáns með nokkrum orðum, þvi fáir hefðu markað dýpri spor i huga sér né orðið sér hugþekkari i samfylgd en einmitt hann. Hins vegar hefði hann skrifað afmælisgrein um Stefán i Timann 1941, er hann var sjö- tugur og minningargrein i Búnaðar- blaðið Frey, febrúarhefti 1952, svo þetta hlyti þvi að verða að verulegu leyti upprifjun á þvi, sem hann hefði áður sagt, en mætti þó verða hinu yngra fólki til nokkurrar glöggvunar. Fleiri tóku til máls og sungin voru ættjarðarljóð. Að lokum kvaddi sér hljóðs Þórarinn Stefánsson, fyrr- verandi kennari'á Laugarvatni, og flutti snjalla ræðu og kom viða við. Þakkaði hann Fj-iðriki og öðrum ræðu- mönnum ágætan málflutning, hótel- stýrunni fyrir raushárjegar og vel framreiddar veitin'gar og siðast en ekki sizt sagðist hann vilja, fyrir hönd hinna mörgu sunnangesta, þakka alúð legar og höfðinglegar móttökur hjá frændfólkinu á æskustövunum og þó sérstaklega Mýrahjónunum, Ingi- björgu og Zóphóniasi, sem mést höfðu af mörkum lagt. Zóphónias sleit siðan hófinu með árnaðaróskum til allra við- staddra. Börn Stefáns á Mýrum voru fimmtán, en tólf eru nú á lifi. Hér eru þau öll saman I fyrsta skipti i tuttugu ár. 320 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.