Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1972næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 16
— Þú hefur unað þér vel meðal frænda vorra, Norðmanna? — Já, það var prýðilegt að vera þar. 1 stuttu piáli var slóðin, sem ég gekk sú, að ég fór vestur á Jaðar á Roga- landi og var þar fyrsta misserið i Noregi. Þarna vann ég i skógi, er var nokkurn veginn jafnstór Hallorms- staðarskógi, en sá var munurinn, að þessi var algerlega plantaður af mannahöndum, og var reyndár þá stærsti plantaði skógur i Noregi. Það var ákaflega athyglisvert að kynnast Norðmönnum á þessum árum. Fátækt var þar mjög mikil, enda styrjöldin nýafstaðin. Menn voru vanir að lifa af litlu og voru næsta nægjusamir. Við, aftur á móti, vorum þá með fullar hendur fjár, íslendingar - nýrikir eftir striðið. Það var þvi harla lærdómsrikt að vera allt i einu kominn til lands þar sem enn rikti skömmtun á flestum hlutum, meðal annars matvælum. En ég var svo heppinn að geta búið hjá stöðvarstjóra gróðrarstöðvarinnar, þar sem ég vann fyrstu tvo mánuðina. Voru þau hjónin ættuð norðan úr Þrændalögum og eru einhverjar elskulegustu manneskjur, sem ég hef fyrir hitt um dagana. 1 febrúar 1947 fór ég upp i Austurdal og var þar i verklegu skógræktarnámi það sem eftir var ársins. Þarna var umhverfi gerólikt öllu, sem ég hafði nokkurn tima áður þekkt. Veðráttan var meginlandsloftslag með þrjátiu stiga frosti og stöðugum snjó um vet- urinn, en sumarið aftur á móti þeim mun hlýrra. Auk þess hittist nú svo á, að þetta sumar, sem ég var þar, varð hið heitasta, er komið hafði i hundrað ár. Þetta var mér auðvitað allt nýtt, en auk þess bættist annað við, sem eitt út af fyrir sig hefði getað nægt til þess að gera mér þetta ár ógleymanlegt, og reyndar ólikt öllum öðrum árum, sem ég hef lifað. — 1 hverju liggur sá mikli munur? — Ég á við þau kynni, sem ég hlaut þarna af lifi skógarhöggsmanna. Það var ekki aðeins, að maður fengi að kynnast starfinu sjálfu og vinnubrögð- um mannanna, sem að þvi unnu, held- ur fékk maður lika smjörþefinn af þjóðfélagslegri stöðu þeirra. Það mun óhætt að fullyröa, að skógarhögg hafi verið minnst metna starfið i norsku þjóðfélagi, þegar ég kynntist þvi fyrst. Það hafði lengi verið ákaflega illa launað, og aðbúnaður allur var alveg ólýsanlega slæmur, enda voru flestir menn, sem að þessu unnu, orðnir gigt- veikir og heilsulausir strax á miðjum aldri. En þaðgerðist, einmitt árið 1947, að þá var hafizt handa um að ger- breyta kjörum þessarar vinnustéttar. Ég fékk sem sagt að sjá, og vera að nokkru leyti þátttakandi i þvi, þegar kjörum heillar stéttar var gerbylt og henni lyft upp úr feikilegum erfiðleik- um til mannsæmandi lifs. Eins og ýmsir vita er skógarhögg erfiðast verk, unnið af mannh. höndum, en jafnframt er það ákaflega spenn- andi. Það hefur lika sýnt sig, að þeir menn, sem alizt hafa upp við það, geta ógjarna hugsað sér annað starf. I skóginum rikir ákveðin stemmning, sem kannski er ekki svo auðvelt að lýsa, en á þvi er ekki nokkur vafi, að það er einmitt þetta, gliman við náttúröflin, sjálfur vinnustaðurinn, sem heillar svo þá, er þvi hafa kynnzt, að þeir eiga erfitt með að hugsa sér aðra vinnu. Sérstakur þáttur skógar- höggs, eða öllu heldur eitt af, þvi sem fylgir þeim starfa, er timburfleyting- arnar. Þær held ég, að séu nú það ævintýralegasta, sem ég hef tekið þátt i um dagana. Menn eru þarna öslandi i vatni, allt upp undir hendur, dag eftir dag, og hugblærinn, sem hvildi yfir þessu öllu saman, var býsna likur og i göngunum á haustin hérna hjá okkur. Þetta eru nokkurs konar smalanir, þótt það sem smalað er, sé ekki sauð- kindur, heldur trjábolir. En að eltast við þá i straumi árinnar, það er reyndar ekki svo ólikt þvi að snúast i kringum lömbin, þegar þau vilja ekki inn i rétt eða dilk. En svo ég viki aftur að skógarhögg- inu, þá var ekki nóg með, að launakjör og aðbúnaður skógarhöggsmanna væru bætt stórlega, heldur voru þeim lika kennd ný og miklu hagkvæmari vinnubrögð. En þá sögu hef ég rakið nokkuð á öðrum stað - ég gerði það i einu útvarpserindi minu i fyrra - svo ég held ég fari ekki að endurtaka neitt af þvi hér. Ég held, að mér sé alveg óhætt að fullyrða, að ég hafi aldrei á ævi minni þroskast eins mikið á jafn- skömmum tima og þetta eina ár, 1947, þegar ég vann með skógarhöggsmönn- unum i Austurdal. En til þess að gera langa sögu stutta og eltast ekki allt of mikið við einstök atriði, vil ég geta þess, að sjálft há- skólanámið i Noregi var býsna strembið. Þá kom það sér heldur illa fyrir mig að vera litill stærðfræðingur, þvi við tókum anzi mikla stærðfræði sem undirstöðu. En mér fannst ákaf- lega mikil (og góð) lifsreynsla að kynnast stærðfræðinni, af þvi að ég hafði alltaf verið svo mikill húmanisti. Siðan hef ég verið alveg sannfærður um það, að það sé ákaflega æskilegt samspil að hafa húmaniskan áhuga, en fást við raungreinar. Ég er satt að segja dálitið hræddur við þá raun- visindamenn, sem ekki eru húmanist- ar, en sjá veröldina gegnum skráargat sérfræðinnar. Við sjáum það lika, þeg- ar við skyggnumst um bekki sögunn- ar, að flestir, ef ekki allir, miklir visindamenn - stóru nöfnin - þeir hafa einmitt lika verið miklir húmanistar. Þeir voru bókmenntamenn, tónlistar- unnendur og svo framvegis. Þetta held ég þurfi að fara saman, og þetta finnst mér eiga að vera leiðarljós manna i sambandi við alla almenna menntun. — En hvenær er það, Sigurður, sem þú gerist skógarvörður á Hallorms- stað? — Ég tók við þvi starfi af Guttormi Pálssyni, móðurbróður minum, fyrsta mai 1955. En þá hafði ég um þriggja ára skeið unnið önnur sérstök störf hjá skógræktinni. Siðari hluta vetrar var ég jafnan i Reykjavik og sá um ársrit Skógræktarfélagsins, en á vorin fór ég austur og vann heima að ýmsum skóg- ræktarstörfum, að mestu leyti sjálf- stætt. Ég get ekki annað sagt, en mér finn- ist þessi seytján ár, sem ég er búinn að vera skógarvörður á Hallormsstað, merkilegur timi, fyrir utan hversu ánægjuleg þessi ár hafa verið fyrir mig, persónulega. Það hafa verið gerðar umfangsmiklar tilraunir meö erlendar trjátegundir, og við eigum orðið stórt og ágætt safn erlendra teg- unda, sem tvimælalaust á eftir að veita okkur mikilsverðar upplýsingar á næstu árum. En þegar á heildina er litið, þá finnst mér það gleðilegast, að heima á Hallormsstað hefur skógrækt- in þróazt upp i það að vera búgrein, og ég finn til þess með nokkru stolti, að ég er að stjórna búi. — Starísemin fer sem sagt stööugt vaxandi? — Já, það gerir hún. Og ég er ekki i nokkrum vafa um það, að þetta, sem við höfum verið að gera á Hallorms- stað, er mjög til eflingar búsetu á þessum slóðum, bæði i nútið og fram- tið. Það koma árlega til okkar skóg- ræktarmenn annarra þjóða, og þeir hafa undantekningarlaust allir staðið undrandi yfir þeim árangri, sem við höfum náð. Þessir ágætu gestir okkar hafa yfirleitt allir verið i fremstu röð skógræktarmanna i heimalöndum sinum, og ég hef ákaflega mikið af þeim lært. — Hvernig finnst þér við annars vera stödd i þessum málum, svona yfirleitt, og hvert telur þú vera fram- tiðarhlutverk skógræktar á Islandi? — Það er auðvitað ekki hægt annað að segja en skógræktin er ákaflega misvel á vegi stödd eftir landshlutum og héröðum og árangurinn hefur lika orðið misjafn. Satt að segja höfum við lært ákaflega mikið á seinustu tuttugu 328 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (23.04.1972)
https://timarit.is/issue/256041

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (23.04.1972)

Aðgerðir: