Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Side 3

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Side 3
 Ekki er húsið háreist, en annaö gefur þvi gildi: i því býr mikil mannlifssaga. Þetta er Þuriöarbúð á Stokkseyri Húsið, sem flestir skoða, og konan, sem það er kennt við Stokkseyri er álitlegt þorp með margt fallegra húsa, eins og gengur og gerist á slikum stöðum. Það hús þessa byggðarlags, sem flestir menn á öðr- um slóðum kannast við, er þó ekki neitt harðviðarslot með glugga á stærð við dilk i skilarétt, heldur lágreistur kofi i miðju plássi, veggirnir hlaðnir úr grjóti upp á gamlan máta og torf i þekju. Með öðrum orðum: Gömul sjó- búð. sem kennd er við keríingu fædda á siðari hluta átjándu aiaar. Likt og þessi sjóbúð kerlingar er al- kunn, hefur kerlingin sjálf nafntoguð- ust orðið Stokkseyringa, að minnsta kosti siðan a dögum Stokkseyrar- Disu og fram á daga Páls Isólfssonar. Það er sem sé Þuriður formaður, sem við erum að tala um. Til hvers eins ber ávallt nokkuð, og ekki er það að tvila, að Þuriður hefur verið merkileg kona, þrekmikil og harðfeng, þótt grönn væri vexti og niðurmjótt á henni andlitið, og næsta eftirminnileg þeim, sem við hana Sunnudagsblað Tímans kynntust. Eins og viðurnefni hennar bendir til, hófst hún til þess vegs, sem ósmárvar i frægum verstöðvum, ekki sizt þegar hann kom i hlut konu/að ger- ast formaður á fiskibáti, og gegndi hún þvi starfi lengi. Það var vissulega næsta fágætt, að konur veldust til for- ystu i slíkum harðræðum sem vetrar- sjósókn við brimströndina sunnlenzku var, en þó tæpast einsdæmi. Þetta hefði varla enzt henni til sliks langlifis i sögn og sögu, er hún hefur hlotið, ef ekki hefði komið til rithöfundurinn og fræðimaðurinn Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi, sem skráði á sinum tima Söguna af Þuriði formanni og Kambs- ránsmönnum — eina hina skemmti- legustu bók sinnar tegundar, sem enn hefur verið skrifuð. Svo er sagt að Þuriður hafi fyrst farið i róður eljefu ára gömul, en sextan ára varð hún fullgildur háseti. Eftir lang- an sjómannsferil við stjórn annarra varð hún siðan formaður tuttugu og fimm vetrarvertiðir. Ef til vill hefur fyrst þótt i tvisýnu stefnt, að hún nyti nauðsynlegs trausts og virðingar hjá skipshöfninni, þegar á sjóinn var kom- ið og skjótt þurfti úr að skera, en flest- ir hásetanna sjálfir sjóvanir. Ekki bar á öðru: Undirgefnir eftir vonum augum stefna á meykóng sinn, segir i gamalli rimu, sem kveöin var um Þuriði og háseta hennar. Enda var engin hætta á, að hún léti buga sig, hvort heldur hún átti við menn eða höfuðskepnurnar. Hvað segir ekki lika i rimunni: Siduglegi svanninn lætur sig ei deigja brim og fjúk. Voga eigi Ægis dætur annað en hneigja koll og búk. Sjómennskunni fylgdi það, að konur urðu að klæðast sem karlar, þótt slikt væri fjarri þvi að vera annars lenzka. 339

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.