Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Síða 6
Oddný Guðmundsdóttir:
Kaffihlé
Starfslið Heimilsgleðinnar varpaði
ábyrgð og brauðstriti af herðum sér
og rann á kaffiilminn, þar sem Snúlli
vinur stóð við hraðasuðuketilinn, með
vélrituð blöö i annarri hendi og sagði:
„Plis”!
TJaTTsettust öll.
„SnúHi vinur, niður með þig i kjafta-
stólinn og byrjaðu lesturinn, „sagði
Gagga plötusnuður, veiðileg og mjó-
róma. Gæi glaumgosi varð sjálfur að
sækja sér teskeið og sagði: „Vá”!
„Vá”! svaraði tik Sigurgeirs ritstjóra
frammi i dyrum. Eigandinn skutlaði
henni inn á salernið og áminnti hana
um þrifnað.
Sigurgeir ritstjóri var kallaður
skirnarnafni sinu á vinnustað. Enda
var hann nýkominn aö blaðinu. Hin
nefndust, sin á milli, þeim dulnefnum,
sem þau notuðu i blaðinu.
Snúlli vinur sá um þáttinn Ráð undir
rifi hverju. Gagga plötusnúður réð
drauma. Gæi glaumgosi hafði skop-
þáttinn Brosandi land. Og nú
snaraðist ritstjóri glæpasögunnar,
Blóð-Mariu, inn úr dyrunum. Hún hét
upphaflega Ásdis Karlsdóttir, gekk
undir nafninu Deisi meðal kunningja,
en nefndist hér gervinafninu, sem
ritað var á glæpasiðu blaðsins.
„Snúlli vinur, byrjaðu nú lesturinn!”
sagði Blóð-Maria og settist. Snúlli
vinur hrærði i bollanum sinum með
annarri hendi en fletti blöðum með
hinni:
„Aldrei á ævi minni hef ég vitað þá
geggjaðri, blessaða táningana,!’ sagði
hann. „Hér skrifar Ein sorgbitin”:
'TRæri Snúlíi vinur. Ég er 14 ára ög
er skotin i A, sem er 18 ára. Hann er
stundum eins og honum þyki vænt um
mig, en stundum striðir hann mér
•svo andstyggilega, eins og hann haidi,
að ég sé einhver skjáta. En þaö er ég
ekki. Ég græt á nóttunni. Hvað á ég að
gera, Snúlli vinur?”.
Gérvinafnafólkið skemmti sér svo vel,
aö þvi svélgdist á kaffinu. EndaTcunni
Snúlli vinur að tjá og túlka tilfinningar
bréfritarans meö allavega radd-
breytingum og látbragði.
Ritstjórinn hló ekki. „Aumingjar
eru þetta, sem láta sér detta i huga að
fara með annað eins i blöðin. Nær væri
að tala við einhverja vinstúlkuna”.
„En vinstúlkan gæti ekki gefið heil-
ræði eins og Snúlli vinur,” greip Blóð-
Maria fram i „Og hvaö sagöir þú viö
þessu, Snúlli vinur?”
„Ég svaraði svona:
Kæra, Ein sorgbitin!
Vertu ekki að fornemast, þó að hann
striði þér. Hann er bara að skerpa
kærleikann meðþvi. Láttu hann skilja,
að þú sért skotin i honum. Þó ekki of
fröm fyrst, en færðu þig upp á skaftiö
með hægð. Ég þori að veðja nýja stæl-
bindinu minu upp á það, að þið eigið
eftir að koma ykkur saman.
Snúlli vinur.”
„Þú ert met,” sagði Blóð-Maria.
„En láttu okkur nú heyra draumana,
Gagga plötusnúður.”
Gagga plötusnúður var auðvitað
enginn plötusnúður. Hún var innrituð i
lögfræði, hringmerkt efnilegum
fasteignasala og nýkomin úr
Mallorkaferð. Hún las:
„Kæra Gagga plötusnúður!
Ég er voða spennt fyrir drauma-
ráðningunum þinum. Ég þekki krakka
i Menntó, sem segja, aö ráðningarnar
þinar rætist eins og skot. Mig dreymdi
voða skrýtinn draum, mig dreymdi aö
gæi, sem ég þekki, gæfi mér gleraugu.
Svo tók hann þau aftur og gaf þau
annarri stelpu og svo annarri. Hvað
merkir þetta? Hvernig er skriftin?
Snúlli vinur”.
Draumaskvisa.
Ég svara svona:
Kæra Draumaskvisa.
Gleraugu merkja sjónhverfingar.
Þú skalt ekki taka alvarlega það, sem
þessi strákur segir. Þin Gagga plötu-
snúður”
„En sniðugt!” æpti Blóð-Maria. „En
kannski afstýrir þú trúlofun”.
„Alltaf nóg af trúlofunum," anzaði
plötusnúðurinn.
Gæi glaumgosi stúd. fil. með kven-
legt lokkasafn, tók að ræskja sig og
fletta blöðum. Hann þótti efnilegasti
skopiðjumaður stútfýlunnar og
helgaði sig nú list sinni eingöngu.
Hann hóf lesturinn:
„íþróttafréttir eru þó nokkuð
krassandi nú til dags, mundi ég segja.
Ameriski hnefaleikameistarinn
Lyndon O. Key lék á móti Asiu-
meistaranum Sei-Sei-Nei. Og 0. Key
danglaði svo rækilega i mótstöðumann
sinn, að hann geispaði golunni ^ar á
stundinni. Jarðarförin fór fram meö
pomp og pragt, og skvisur margar
vötnuðu mdsum. Alkunnugt er, að Sei-
Sei-Nei hafði sexapíl, þó smávaxinn
væri.”
342
Sunnudagsblaö Tímans