Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 7
„Bravó!” hrópaðiSnúlli vinur. ,,Það er ekkert kjökurhljóö i jaröarfarar- stemmningunni.” Ritstjórinn drakk kaffið þegjandi og fór sér hægt. Gæi glaumgosi hélt áfram: „Þaö hljóp á snæriö fyrir óperusöng- mærinni frægu.— „Ha”! sagði ritstjórinn. „Jæja, tölum um það seinna, Arnljótur minn.” „Það hljóp á snærið fyrir óperusöng mærinni frægu. Elisu Adamson. Hún kvæntist — „Ha?” sagöi ritstórinn. „Nei, haltu bara áfram, Arnljótur minn.” „Hún kvæntist kjarnorkuvisinda- manninum Samúel Davidson. Skötu- hjúin ætla i brúökaupsferð til Azóreyja.” „Það er nú svo,” sagði ritstjórinn lagt. Hærra sagði hann: „Og þetta heitir Brosandi land?” Gæi glaumgosi varö uppveðraður: „Ég var aö hlusta með ööru eyranu á gamalmennaþátt i útvarpinu. Heyri ég þá sungið eitthvert gamalt kvæöi, sem byrjar svona: Brosandi land!” „En sniðugt,” sagði Blóð-Maria og hló. „Og svo kemur bara svolitiö grin um hasshundinn,” sagði Gæi glaumgosi og gekk frá blöðum sinum. Sigurgeir ritstjári hló ekki. Hann var nýlega tekinn viö ritstjórn Heimilisgleðinnar og ekki farinn að venjast skopskyni samverkafólksins. Hingað til hafði hann starfað við dag- blað, ritaö bæði um heit og köld strið og lengi verið þreyttur. Allt i einu var farið aö kalla þreytuna stress. Þá tók hann viðbragð og sagði upp starfinu. Það var eitthvað grunsamlegt við þreytú, sem ekki var hægt að tala um á islenzku. Nú var ekki um annað að ræða en kynnast þessu nýja hlutverki af trúmennsku. „Má ég sjá nöfnin? Ég ætla að brenna þeim samvizkusam- lega”, sagöi hann. Snúlli vinur rétti honum miða. „Gjörðu svo vel. Þarna er Ein sorg- bitin. Hún heitir þvi hversdagslega nafni Sigrfður Jónsdóttir, Fjalldala- vegi 57.” „Hva-hvað?” Ritstjórinn greip mið- ann, leit á hann, skotraði augunum út um gluggann, spuröi ekki eftir fleiri nöfnum, leit á úriö sitt: „Hamingjan hjálpi mér. Ég þarf aö hitta mann klukkan hálf fimm”. Þar með fór hann og gley.mdi tikinni. „Sigga litla veit þó, að ég er ritstjóri blaösins,” tautaði hann, um leið og hann settibilinn i gang.,,Nei, hvað ætli hún fylgist með þvi. Ég hef ekki komið til Astu siðan i vor. Og nafnið mitt kemur ekki á sinn stað i Heimilisgleð- inni fyrr en i næsta blaði.” Hann ók þangað heim, án þess að gera sér ljóst, hvað hann ætlaði að segja við systur sina eða frænku, aðra hvora eða báðar. En þegar hann stöðvaði bilinn á móts við húsið, áttaði hann sig á þvi, að hann hafði gleymt tikinni. Þá var ekki um annað að gera en snúa við. Og upp úr þvi fór hann beina leið heim, meö tikina i aftur- sætinu. A heimleiðinni hugsaði hann sitt ráð: Hún Sigga litla hennar Astu var þá ekki litið mömmubarn lengur. Þegar mamma hennar var i vinnunni, átti Sigga rósamálssamtöl við pilt, sem var að misþyrma litla hjartanu hennar að gamni sinu. Og svo átti hún engan að til að segja neitt, en skrifaði gárungum, er hafa peninga upp úr þvi að skopast að saklausum flónum, sem eru á þessu ömurlega æviskeiði, þegar manneskjan er hvorki barn né fullorö- in. Þá liggur hún svo vel við höggi. Aldrei skyldi þetta bréf i blaðið koma. Heppni, að hann komst að þessu. Nogur timi að stöðva það undir einhverju yfirskini. Það átti ekki að byrja að setja fyrr en á morgun. Svo fór hann að hugsa um málfar stútfýls- ins, Gæja glaumgosa. Liklega varð hann aö láta rithátt samverka- mannanna eiga sig. Lærdómsmenn voru farnir að aðhyllast þá kenningu viðvikjandi málfari, að þaö værieigin- lega ekkert rangt, aöeins mismunandi rétt. Og vildi Gæi glaumgosi fremur tala um mæruren meyjar, þá gat ver- ið, að hann fengi stuðning á æðri stöð- um. Sjálfur hafði Sigurgeir ritstjóri verið tvo vetur á Hvanneyri, og siöan ekki söguna meir. Þegar hann kom heim, sat Tóta litla dóttir hans flötum beinum framan við ibúöardyrnar og hallaði sér upp að vegg, kafrjóð i framan. Hún var sex ára. „Pabbi.” kallaði hún fegin. „Ég er aö biða eftir mömmu. Hvenær kemur mamma?” „Eftir fimm eins og vant er.” Hann opnaði með lykli og fór að sinna barninu. Telpan var veik. Hann hringdi til móður hennar. Hringdi til læknis. Tóta.litla var mikið veik i tvo daga. Hann var sjálfur heima, en móðir hennar sinnti starfi sinu á skrifstof- unni. Þá fór telpunni að skána, og þau fengu gamla konu til aö vera hjá henni. Þeir höfðu haft hraðar hendur viö Heimilisgleðina þessa daga, enda verkinu vanir. Blaöiö var þegar komið i prentun. „Ein sorgbiíin” hafði fengið að miðla fréttasoltnum lesendum hjartslætti sinum og andvökum. Innan skamms mundi hún fá heilræöin heim- send. Æ, Sigga litla hennar Astu! Hún hafi verið eina eftirlætið hans, þar til Tóta fæddist. En smám saman fór Tóta að skyggja á hana. Hún var þó barnið hans og barnið konunnar hans. En Sigga var samt til. Einkum minningarnar um litlu Siggu. Nú ætl- aði hann að tala við hana. Tala við hana, áður en blaöið kæmi til hennar. En þaö gerði hann ekki. Konan hans tók sömu umgangsveiki og telpan. Hún lá á aðra viku. Og þá var um nóg að hugsa. En þegar heimiliö fór að kom- ast i réttar skorður, lagði hann af staö upp að Fjalldalavegi 57. Hann vissi, að Sigga var um þetta leyti að koma heim úr skólanum. Rauð, há stigvél bentu til þess. Hann hringdi. Beið. Hringdi aftur. Sigga kom fram, rjóð út að eyrum og dálitið flóttaleg, en brosandi þó: „Frændi. Nei, ert það þú, frændi? Hann gekk inn óboðinn. Þar sat ungur loðinkjammi á legubekknum. Hann sýndi minni fælni en stelpan. „Sæll vert þú, Astarbrandur minn,” sagði ritstjórinn. „Ég ætla að biöa þar til systir min kemur heim”. Pilturinn, sem raunar hét Jón, og ritstjórinn þekkti mætavel, tók glað- lega undir kveðjuna og nafngiftina: „Sigga er svo gestrisin. Hún bauö mér inn. Ég hirti hana dauöþreytta meö þunga tösku niðri á torgi og ók henrn heim.. — „Nei, Sigga min, ég sagöi þér, aö ég mætti ekki biða eftir kaffi. Enda geri ég ekki greiöa I ábata- skyni”. Hann reis á fætur og kastaöi á þau kveðju. Sigga litla hennar Astu stóö blóörjóð frammi fyrir frænda sinum. Þau skildu hvort annað. „En þú sem lætur ráðleggja mér, að —. En ég vissi ekki, að þú værir orðinn ritstjóri”. „Frænka min litla! Ég hafði ekki ráðrúm til að hindra, að þetta birtist. Það gerðu veikindin. Blessað barn, Attu ekki móður? Attu ekki vinstúlku? Ef það er þá nauðsynlegt aö tala um alla hluti. Vertu helzt sjálf ráðgjafi þinn og trúnaöarvinur. Ég ætla ekki að biða eftir mömmu þinni. Ég kom bara til að segja þér það, að ég þekki þenn- an snáða, og sá ykkur bregða fyrir i gærkvöldi. Þetta er dóni, reykir hass og er óknyttaormur, þó að þú hafir kannske enn ekki séð hann fullan. Fyrirgeföu mér, frænka litla. Og fyrir- geföu fullorðna fólkinu, ef þú getur” Sunnudagsblað Timans 343

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.