Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Síða 9
Maurar „tala” saman: Til vinstri bakhluti maurs, sem sendir frá sér efnaboö — til hægri höfuö annars,
sem nemur þau meö loönum fálmurunum.
Rauöu skógarmaurarnir hafa hjá
sér gistimaura, likt og menn kjöltu-
rakka. Gistimaurarnir elta skógar-
maurana naér þvi eins og hundar hús-
bændur sina.
Ránmaurar, eldrauðir á lit, eru til i
Sviþjóð, og þeir fara iðulega vikinga-
ferðir á nálægar slóðir. Þeir höggva
strandhögg og nema nesnám hjá svo-
nefndum manmaurum, ræna púpum
þeirra og bera þær heim til sin. Og allt
er þetta með ráöum gert. Þeir eru að
afla sér ambátta og þræla. Manið
klekst út i búi ránmauranna, og þegar
það er komið á legg, er það látið
mjólka blaðlýs og stunda önnur störf
í þágu herra sinna og húsbænda.
Hlutskipti manmauranna er ekki með
öllu óáþekkt kjörum svarta fólksins i
Suður-Afriku og Ródesiu.
Þegar haustar og kólnar i veðri, ger-
isteitthvað svipað i mauraþúfunum og
þegar bensinleiðsla i bil lokast. Allt
stöðvast þar, sem það er komið. Maur-
arnir leggjast á magann, og þannig
hvila þeir i kuldadvala. Kannski
gaddar allt i mauraþúfunni, svo að allt
verður einn klakastokkur. En maur-
ana sakar ekki. Þegar vorar og þeli fer
úr jörð, vakna maurarnir aftur til lifs-
ins, og brátt er tekið þar til i samfélagi
þeirra, er frá var horfið um haustið.
Þetta er harla lausleg og yfirborðs-
kennd lýsing á örfáum dráttum i lifi og
háttum maura. Eins og gefur að skilja,
hafa maurarnir sin tákn, sitt mál, þvi
að annað vaéri óhugsandi i svona
flóknu og þrautskipuðu samfélagi. Og
nú er svo komið, að menn geta „hlust-
að” á maurana, Hópur visindamanna i
Lundi og Gautaborg er nú að læra mál,
sem aörir kunna ekki — mál maur-
anna.
Samtal maura fer meðal annars
Sunnudagsblað Tímans
fram með efnaboðum, sem þeir senda
sin á milli. Fyrst um sinn leggja vis-
irdamennirnir einkum stund á að
kanna leyndardóma þess, hvernig
maurar tjá sig, þegar þeir reiðast. Og
sennilega verður niðurstaðan sú, að
það séu ekki neinar fyrirbænir, sem
þeir hafa uppi um mannskepnuna,
þennan dauðans jarðvöðul og ver-
aldarsóða, er eys eitri allt i kringum
sig.
Annars er þessi visindagrein nefnd
ferómonefnafræði, en ferómon er heiti
efna, sem maurarnir nota til þess að
gera sig skiljanlega. Einn þessara vis-
indamanna erdýrafræðingur i háskól-
anum i Lundi, Jan Löfquist. Hann
elur maurana i rannsóknarstofu .
Gunnar Bergström, efnafræðingur i
háskólanum i Gautaborg, vinnur að
efnagreiningu, og þriðji maðurinn i
hópnúm, Ingvar Jónsson rannsóknar-
verkfræðingur i tækniháskólanum i
Lundi (nafnið er undarlega islenzku-
legt, þótt það geti hæglega verið
sænskt), hefur búið til tæki, er gerir
kleift að meta viðbrögð maura við efn-
um, sem þeir nota i samskiptum sin-
um, af furðulegri nákvæmni. Þrátt
fyrir nákvæmar rannsóknir, sem
stundaðar eru af mikilli natni og hug-
kvæmni, gera þessir menn sér ekki
vonir um að geta nokkurn tima skiliö
tjáningu mauranna til hlitar. „Mál”
þeirra, ef það nafn á við, er háþróað og
blæbrigðarikt og tæpast verður nokk-
urn tima á annarra færi en maura að
þekkja merkingu þess til fuilnustu. En
það mark hafa þessir menn sett sér að
komast að raun um, hvernig efnaboð
frá einum maur orkar á annan. Þessi
boð geta þeir að vissu marki þýtt á
sina klingjandi sænsku: Þeir eru þeg-
ar farnir aö skilja örlitið i mauramáli.
í lfkama hrossamaura og skógar-
maura eru niu stórir þefkirtlar og
fjöldi smaérri kirtla. f þessum kirtlum
eru efni, sem mynda samstæðu , er
likja má við orðaforða. Nú sendir
maur efnaboð úr einhverjum kirtla
sinna, og þá veita aðrir maurar þeim
viðtöku á ekki ólikan hátt og hljóö frá
útvarpsstöð nær til viðtækjanna i stof-
ummanna. Þeir nema efnaboðin með
fálmurunum. A þeim eru um
þrjátiu þúsund örgrönn hár, og af þvi
má draga þá ályktun, að þar sé næm
skynjunin og auðvelt að greina milli
margs konar blæbrigöa efnaboðanna.
Visindamennirnir sænsku hafa beint
langmestri athygli að einum efnakirtl-
anna i likama mauranna, þvi aö ein-
hvers staðar verður að byrja, þegar
þreifa skal sig áfram i sliku völundar-
húsi,sem þarna er byrjað að kanna.
Þessi kirtill er eins konar blaðra, um
Öllum er kunnugt, að samfélög mauranna eru
merkileg fyrirbæri. Nú fyrst hafa menn þó ráð-
izt i að nema „mál” þeirra. Takist það, opnast
ný svið og nýir möguleikar, sem geta komið að
miklu gagni í skiptum manna við náttúruna.