Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 11
Auga maurs er harla óliklegt mannlegu auga aö allri gerð. Litarskyni og fjarlægöarskyni er mjög ábótavant, en allar
hreyfingar greinir slikt auga mjög vel.
óskylt maurunum og þeirra lifi. Fleiri
skordýr hafa vafalaust sin tákn, og sé
ein gáta ráðin, kann að mega ganga á
lagið. Það er vel hugsanlegt, að þá
komi að þvi, að skordýr, sem valda
skemmdum á gróðri, megi tæla burt
frá þeim svæðum, sem vernda á, meö
eftirlikingum af efnaboðum þeirra
sjálfra. Þeim eru gerð boð um að
koma á einhvern stað, þar sem þau
valda ekki tjóni, og þau hlýða þvi boði!
Sunnudagsblað Tímans
A hljóðan og kyrrlátan hátt, án notk-
unar nokkurra eiturefna, væri náð þvi
marki, sem mennirnir keppa núaðmeð
alls konar eiturúðun og dreifidufti.
Sums staðar eru menn raunar farnir
að þreifa fyrir sér með þetta. Þá eru
send efnaboð, sem kvendýrin gefa frá ,
sér þegar þau eru áköfust að hæna að
sér maka til þess að auka kyn sitt.
Karldýrin standast ekki þefinn. Þau
láta ginnast, streyma að i stórum
flokkum.
Menn hafa hingað til oftast beitt
hrottalegum aðferðum i samskiptum
sinum við náttúruna, án skilnings á
eðli hennar og þeim afleiðingum, er
verk þeirra hafa. Þeir hafa ausið eitri
sinu á báðar hendur i fullkominni
blindni og eru farnir að hitta sjálfa sig
fyrir. En þeirri hefnd fylgir sú gifta, að
Framhald á 358. siðu.
347