Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Page 17
Björk Ben: Borgin mín Nú er borgin aö vakna af blundi, gömlu húsin i miöbænum geispa letilega. En Hallgrimsturninn hljóölátur og viröulegur horfir yfir borgina þvi hann vakir um eilifð. Tvö ungmenni tölta niður Laugaveginn, hátiðlega ástfangin, og reyna af öllum mætti, að mjakast inn i hvort annað, þau trúa á, að þannig geti þau, áreiöanlega, tekið við trufluðum heimi og takmarkað vonzku hans. Astfangin. blóm, við malbikaöan vegkantinn opna krónur sinar, hrista af sér döggina og breiða út blöð sin, til að laða að sér feitu, iéttfleygu fiskiflugurnar, þegar þeim þóknast að vakna. Farartækin pústa geðvond, þegar geispandi eigendur skipa þeim af stað. En starrinn er i fullu fjöri i þakrennunni eða i götuvitanum að vefja sér hreiður. Astarlifið á tjörninni er i töfra-skrúða, þar geta allir synt sundfatalausir allan liðlangan daginn, án verulegrar hneykslunar, meira að segja látiö færa sér lint brauð i munninn. Nú er allt skyndilega vaknað, og allir hefja störf sin, með gifurlegum hraða og gný, allir hlaupa lafmóðir um strætin eöa aka á ólöglegum hraða. En ungbarnið, sem hvilir i móðurkviði, hefur enga hugmynd um öll þessi læti og veit ekkert hvað biður þess frekar en kakan i ofninum, sem biður eftir fullkominni bökun og hefur enga hugmynd um, aö það á auðvitað að borða hana upp til agna. Og ef hún fellur, fær hún áreiðanlega að mygla og harðna i skáp hjá upppússaðri rauðsokka- frú. € VID GLUGGANN R A N N S ÓK N Á HEGÐUNHÆNSNA A vegum landbúnaðarhá- skólans sænska fer nú fram rannsókn á háttum og hljóðum hænsna og markmiðið með þessum rannsóknum er að finna nothæfan mælikvarða á liöan þeirra og þrif. Hænsni, sem vel fer um, og hafa allt, er til þess þarf, að þau þrifist, haga sér sem sé öðru visi og klaka á annan hátt, en þau, sem illa fer um. Það er ung stúlka Inger Bystedt, sem annast þessar rannsóknir, og hún telur sig þegar geta greint á milli sextán hljóð — og hátternistilbrigða hjá hænsnum. Markmiðið er að geta i framtiöinni farið i hænsnabúin og gert þar athuganir af þessu tagi og dregiö af niðurstöðum þeirra viðhlitandi ályktanir um, hvort svo er að hænsnunum búið sem skyldi og hagkvæmast er. Þessu likum aðferðum er talið, að beita megi á fleiri sViðum: Kanna liðan bú- fénaðar og hvers konar alifugla með athugunum á hegðun þeirra og leiða þannig i ljós, hvort fóðrun þeirra eða að- búnaði er ábótavant. Þessar rannsóknir eru svo til nýjar af nálinni, og beindist at- hyglin sérstaklega að hænsnum vegna þess, að þar er auð- veldast um þvilikar athuganir. Annars hafa áður verið gerðir básar og jötur eftir athugunum, sem farið hefur fram á hátterni nautgripa. Sunnudagsblaö Tímans 353

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.