Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 18
Gamla Flensborgarhúsiö og skólahúsiö 1906. I gömlu Flensborg fyrir sjötíu árum Við aðalpróf þetta vor, 1896, náði ég allsæmilegri einkunn, tæp- lega við betra að búast. Ég var allt frá fyrsta prófi mjög ofarlega í ibskknum og hélt það út. (Daginn, sem skólauppsöign fór fram, labb- aði ég að venju einn mína leið beim með tösfku mína og fátækleg áhöld. Ég var víst glaður. en þó noikkuð hnugginn. Ég saknaði ekki bókanna, kennslunnar, heldur fé- laganna, leikjanna, glaumsins oig gleðinnar. Það, sem nú tók við, var allt annars efnis. Það var ekki laust við, að ég væri þá þegar far- inn að telja dagana til næsta vetr- ar. En hans var lanigt að bíða. Og sumarið leið með hirðingu bústofnsins á heimilinu, vörzlu túns og engja, sem hvort tveggja var að mestu óvarið eða lítt af görðum eða girðimgum. Þá var hið erlenda efni í girðingar ekki tek- ið að flytjast til laftdsins. Hér (kom því ekki annað til en vörzlugarður, annað tveggja af grjóti eða mýra- eða valllendishnausum. Löiggildur var sá vörzlugarður einn talinn, 354 sem tók meðalmanni í öxl. Al- mennir vörzlugarðar gerðust varla svo háir né öflugir, að þeir stæðu fyrir virkilegum túnárum, en svo voru þær sjkepnur nefndar, sem emginn garður né önnur girðimg stóð fyrir. Ágangur á ábýlisjörð móður minnar var mjög mikill, tún o>g engi lágu lítt varin fyrir hrossum og sauðfé þeirra, sem suðurhluta Hafnarfjarðar byggðu og áttu eitt- hvað af gripum. Það mátti því heita. að vaka þyrfti sífellt yfir túni og engjum, einkum í gróand- anum, og lenti þetta mikið á mér. Hundar okkar lágu ævinlega úti, vor og sumar, oig sögðu oft til, ef stórgripir nálguðust. En það igerðu þeir á stundum of seint. Oft hlaut ég votan fót og kalda hönd í þessu basli, en svo sem segir í gömlum málshætti, þá var ekki öðru að ýta en tryppinu hvíta. Við allt þetta stríð setti að mér einhvern óhug varðandi okkar bú- skap. Flest hjú voru farin, þar eð búið bar þau ekki. Þetta vissi og fann móðir mín bezt, og á næstu árum sagði hún lausri jörðinni, og við fluttumst að sjónum. 'Svo leið þetta sumar, svo sem aðrar árstíðir. Og skólatíminn nálg- aðist óðum. Það var komið fyrir mér eins oig sagt hefur verið um ísraelsmenn, þegar þeir voru á flóttanum frá Egyptalandi forðum daga: 'Nokkrir þeirra vildu snúa aftur til kjötkatlanna í Egiptó, og mig var farið að langa 1 skólann — ekki samt svo mjög til bóka og náms, þótt ég ætti mjög gott með að læra þá. Það voru krakk- arnir, leikirnir, fjölmennið og fé- lagsskapurinn, sem dró mig til sín á þeim árum. Og lái mér hver sem vill. Éig kom úr fámenni og Msinni og frá lífsbaráttu, sem ég fann, að mér, og ekki síður móður minni, var um meen. Þegar ég hafði svo verið í kaup- staðnum í tuttugu ár, hættur leikj- um og barnabrekum og búinn að fá allmikil kynni af lífinu, fannst mér ég ekki lengur girnast kaup- staðarlíf né fjölmenni. Þá vaknaði til fulls, svo sem af þyrnirósar- svefni, sú löngun, sem mér var víst í íblóð borin, þótt fengið hefði sér blund um sinn: Þrá eftir dýrum og samlífi með þeim, því að alla tíð tel ég, að ég hafi dýravinur verið. Ég sagði því upp vel laun- uðu starfi mínu í Reykjavík hjá ágætum húsbændum, tók jörð í fjarlægu héraði til ábúðar og hóf sveitabúskap. Sveitabóndi lifði ég og starfaði í tuttugu og fimm ár. Þegar hingað er komið, má ef til vill segja, að ég hafi enn hlaup- ið nokkuð út undan mér. Ég mun því reyna að taka mig nokkuð á og hverfa á ný á hugargöngu minni til Flenaborgar. Næstu tvo vetur mína í barna- skóla var ég í hinum æðri bekk, en þar lauk göngu þeirra barna, sem skólann sóttu á þeim árum. Frá skólanum höfðu þá horfið þeir Fáll J. Hjaltalín, sem vorið 1897 fékk veitingu fyrir Fjallaþingum, seinna prestur að Svalbarði og síð- ar veitt prófastsembætti í Norður- Þingeyjarprófastsdæmi, og Bjarni Jónsson, sem fyrr var igetið. Við kennslustörfum þeirra tók nýr kennari, Kristján Sigfússon frá Varðgjá í Eyjafirði. Kristján mun hafa verið talinn ágætur kennári. Sunnudagsblað Tímans FRÁSÖGN ÓLAFS ÞORVALDSSONAR ÞINGVARÐAR — SÍÐARI HLUTI

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.