Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Qupperneq 19
Hann bar mikla persónu og var prúður alvörumaður. Hann var með hærri mönnum, vel 'á sig kominn og að öllu hinn gervileg- asti og drengilegasti. Aldrei vissi ég, hve gamall Kristján var, en síð- ar gat ég mér til, að hann befði verið á fertugsaldri, þeigar ég var nemandi hans. Þessu getur þó ein- hverju skakkað. Grun hef ég um, að Kristján hafi ekki rneð öllu gengið heill til slkógar. Mér sýnd- ist ávallt á fótum hans og gangi, að þar væri eitthvað að. Eitt var víst, að ávallt gebk hann á islenzk- um sauðskinnsskóm, hinn eini af kennurum skólanna, sem var þann- ig 'búinn til fótanna. Ég varð til þess að útvega honum þessi sauð- skinn, því að móðir mín igat selt honum þau. Kristján hlaut strax vináttu og virðingu allra barnanna í skólanum. Ég held, að heyrt hefði mátt saumnál detta á gólfið, ef slíkt hefði gerzt í tíma hjá hon- um í mínum bekk. Ekki löngu eft- ir slkólaveru mína frétti ég lát Kristjáns, þess ágæta manns. Þá tvo vetur, sem ég var í öðrum bekk, hélt ég yfirleitt öðru sæti. Stúlku þeirri, sem í upphafi náði fyrsta sæti, varð ekki úr því þok- að. er var þó sannarlega reynt. Þegar kennaraskólinn var stofn- aður í Flensborg 1892, voru, oftast tvisvar í viku, kallaðir sex til tíu krakkar úr efri bekk barnaskól- ans. þó ekki ávallt hinir sömu, í kennslustofur kennaraskólans, svo að kennaraefnin gætu æft sig að kenna. Krakkar þeir, sem urðu fvrir þessu, voru af þeim. sem eftir sátu, kallaðir ruglingar. Fyrir kom einnig, að nemendur kennaraskól- ans komu í kennslustofur barn- anna og gripu í að kenna þar eða horfðu og hlustuðu á kennarana kenna. Ég gat þess hér að framan. að ég hefði yfirleitt haldið öðru sæti á prófum, þá tvo vetur, sem ég var í hinum hærri bekk. Þó brást þetta við næsta próf á undan burt- fararprófi. Þá féll ég niður í þriðja sæti, og fannst nokkuð súrt í brot- ið. Morgun þann, sem burtfarar- prófið skyldi hefjast, gekk mamma með mér lítinn spöl á leið. Þegar ég kvaddi hana, segir hún: „Nú heiti ég á þig, að ef þú nærð aftur þínu fyrra sæti, þá skal Sunnudagsblað Tímans ég gefa þér tuttugu og fimm aura“. Að þessu myndi nú einhver brosa í dag. Satt er það, að tuttugu og fimm aurar voru ekki mikið fé, en þó voru auðvitað á þeim árum miklu meira virði heldur en nú. Þess utan var þetta silfur, er stóð ávallt fyrir sínu, en ekki verðlaus málmblanda, sem enginn vill eiga. En hvað sem um áheitið var, þá náði ég mjög vel mínu fyrra sæti. En því skal ég trúa ykkur fyrir, að igrátið gat ég með stúlku þeirri, sem vélk þá fyrir mér og náði ekki einu sinni þriðja sæti, sem hún hafði þó haldið lengst af veturinn. Þetta var mikil vinstúlka min og góð. og fann ég siárt til með henni. Við höfðum setið hlið við hlið all- an veturinn, og svo lauk okkar samveru á þennan leiða veg. Þeg- ar tekið er tillit til þeirrar reglu, sem þá var fylgt við aðalpróf skólans, gat þetta ekki öðru visi farið. Þetta vissi vinstúlka mín jafnvel og ég, og við vorum jafn- góðir vinir eftir sem áður, meðan leiðir ekki skildu. Flest þessara félaga minna og leiksystikina í barnaskóla hafa nú gengið veg allrar veraldar — geng- ið mig af sér, ef svo mætti segja. En mörg þeirra lifa þó enn í minn- ingunni. Örfá þeirra veit ég þó lif- andi enn, þar á meðal aðra stúlik- una, sem ég var settur hjá fyrsta veturinn, sem ég kom í skólann. Einnig man ég vel ýmsa pilta og stúlkur, sem voru í gagnfræða- og kennaraskólanum þá vetur, sem ég var í barnaskólanum, og kom eitt og annað til, að þetta .fólk varð mér minnisstætt. Ég minnist Ólafs Metúsalems- sonar frá Burstarfelli í Vopnafirði sem hins mesta prúðmennis í allri framkomu, en einkum þó sem hins langmesta og pi;úðasta glímu- manns, sem minn fyrsta vetur sótti skólann i Flensborg. Ég sá Ólaf aldrei falla fyrir neinum, en lagði á hinn bóginn alla, sem hann glimdi við, og það fagurlega og umbrotalaust. Þá voru það þeir Guðmundur Davíðsson frá Gilá í Vatnsdal og Stefán Hannesson, Skaftfellingur að ég ætla, síðar bóndi og Ikennari í Suður-Hvammi í Mýrdal austur. Guðmundur var um allmörg ár umsjónar- eða þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, en síð- ar urðum við Guðmundur sam- starfsmenn við alþingi. Þeir Guð- mundur og Stefán fóru, þegar dag tók að lengja og veður var gott og bjart, mjög oft ýmsar göngu- ferðir upp og austur frá Hafnar- firði, og sóttu þeir til helztu út- sýnisstaða þar. Ekki virtust þeir setja fyrir sig, þótt kalt væri eða nokkuð svalt, aðeins skyggni væri gott. Oft varð Ásfjall þeirra aðal- útsýnisstaður, og þótt ekki geti það til fjalla talizt, er það þó lang- hæsta holt eða fell í nágrenni Hafnarfjarðar. Á norðuröxl fells- ins hefur frá ómunatíð staðið stór og myndarleg varða. Þessi vel hiaðna grjótvarða vísaði á eitt af fengsælustu fiskimiðum þeirra Innnesjamanna á norðanverðu Sviði í Faxaflóa, og var það mið nefnt Ásvörðuslóð. Vestan undir Ásfjalli er bærinn Ás, og átti ég þar heima þá. Fyrir kom, að menn þessir komu heim til okkar, einlk- um til að spyrja um eitt og ann- að, svo sem um nöfn á fellum og hæðum þar í grennd, þar eð báð- ir voru menn þessir úr fjarlægum héruðum og því bláókunnugir þessu umhverfi, en vildu fræðast. Voru þeir sannarlega aufúsugestir, þá sjaldan þeir litu heim. Ég held, að báðir hafi þeir verið á kennara- skólanum. Marga fleiri pilta held- ur en hér eru nefndir, man ég vel. Ekki get ég skilið svo við þess- ar minningar mínar um skólaver- una í Flensborg, að ekki sé minnzt á húsið sjálft, þetta fagra og til- komumikla hús, sem átti svo mikla og merka sögu. Húsið fékk það útlit, sem það bar til síns enda- dægurs, árið 1884, þegar hinir stóru kvistir voru settir á vestur- og austur-þakhæð þess. Þannig þekkti ég það, þar til það var ekki lengur til. Löngu eftir að ég var ekki lengur daglegur gestur þar, varð mér oft hugsað til þess, hve mikið þetta hús féikk rúmað inri- an sinna veggja. Þar voru þrjár skóladeildir starfandi. Á efri hæð- inni bjó skólastjórinn, Jón Þórar- insson, með fjölskyldu sinni, sem var um tíu manns, þar með talið þjónustufólk. Auk þess voru þar oft allmargir gestir. Á neðri hæð- inni var skólinn eða skólarnir. Kennslustofur allra skólanna voru 355

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.