Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Síða 22
Siðastliðinn sunnudag var samhuga þjóð í þessu landi. Allir kepptust um að hylla mesta skáld islendinga og þann mann, sem viðast hefur borið hróður þjóðarinnar, ásamt Snorra Sturiusyni. Þar voru allir á einu bandi — hinar æðstu menningarstofnanir þjóðar- innar og aiþýða manna um daii og strendur landsins. Ef til væri stétt bunustokksmanna í huldum stað, hefði einnig hún tekið undir. Haildór Lax- ness er sem sagt sá, er kom, sá og sigraði. Þó vissulega ekki á auðveldan og fyrirhafnarlitinn hátt, cnda fánýtir sigrar, er þannig vinnast. Vissum við ckkert aftur i tim- ann, gætum við ef til vili haidið, að þjóðfélagið hefði alltaf boriö þannan óskmög sinn, Halldór Laxness, á höndum sér. Raunin er samt önnur. Lengi framan af ævi átti hann gegn þyngri straumi að striða en flestir menn aðrir, og áratugum eftir að hann hafði gerzt óvéfengjan- legt höfuðskáld þjóöarinnar, sátu i virkjum sinum menn, sem illa þoldu, hvernig hann kom við kaunin, þegar sá var gállinn á honum, og voru sizt á þeim bux- unum að hampa honum. Nú eru þeir á hinn bóginn fáir orðnir, er lengur vilja muna, að þeir otuöu eitt sinn að honum spjótum sin- um. Slikt er að sjáifsögðu oft hlut- skipti mikilmenna, þeirra sem ryðja brautir. Um eitt skeið voru forsetar og forsætisráð- herrar i flestum nýfrjálsum rikjum, sem áður höföu verið nýlendur Breta, fyrrverandi fangar og útlagar, likt og slikt hefði verið aðgöngumiði að hin- um veigamestu forystuhlut- vcrkum — handteknir, dæmdir og sviptir frelsi fyrir skoðanir og stefnumið, sem valdhöfunum gazt ekki að. Þannig er glám- skyggni manna, þegar strítt er gegn straumi tímans og hefnzt á þeim, er hafa hærra sjónarmið en gamalgróið valdiö eða heföin. Það er svo sem ekki Halldór Laxness einn stórbrotinna manna, sein orðið hefur að. hcyja harða glimu við þröng- sýni og glámskyggni mcðal okk- ar. Sé farið að fletta blöðum lið- innar tiðar, vill sitthvað koma jyip á diskinn, er leiðir í Ijós, að nokkur liluti þjóðarinnar, að minnsta kosti/hefur ekki tekið fremdarmönnum sinum allt of feginsamlega. Sú var tiðin að Þórbergur Þórðarson var svipt- ur kennslustörfum i tveim skól- um vegna þess, að hann skrifaði á annan veg en geðfellt var þeim, er þar höfðu tögl og hagldir, og ekki mun það vera misminni, að núverandi biskup landsins, Sigurbjörn Einarsson, og Sigurður Þórarinsson jarö- fræðingur sættu árum saman si- endurteknum árásum fyrir rúmum tveim áratugum vegna þess, að voldugu blaöi þókn- uðust mennirnir ekki. i gömlum Iljáipræðishers- sálmi segir: „Jesús kastar öll- um mínum syndum bak við sig”. Árin hafa nú kastað þess- um syndum bak við sig, og uppi á sviðinu standa þeir óum- deildir, er höfðu mátt og megin til þess að bjóöa öllu byrginn og sigra sérhverja andstöðu. Hér og þar er þó fólk, sem má naga sig dálítið i handarbökin. Eink- um ættum við þó öll að leitast við að glöggva okkur á áttunum nú, svo að færri af nýrri kynslóö lendi i villigötum i dómum um nýja afbragðsmenn, sem þjóðin kann að vera svo gæfusöm að ala af sér. J.H. Maurar — Framhald af 347. siöu. nú er mönnum loks farið að skiljast, að happadrýgra muni að kanna og rann- saka, áður en hafizt er handa, og byggja verk á þekkingu og skilnigi á náttUrunni og þvi lifi, sem bærist við brjóst hinnar mikíu, dásamlegu móður, sem við ættum öll aö tigna mest alls. I stuttu máli sagt: Menn verða aö hlusta á, hvað maurarnir segja. Það er sjálfsagt stórum vandasamara að nema mál þeirra heldur en ensku eða kinversku. En kannski væri það affarasælla fyrir mannkynið, þótt heimstungurnar týndust og gleymd- ust, ef það lærði I staðinn ; að skilja mál skordýranna. Þvi að ekki er alltaf einsýnt, hvað mest er i heimi. Lausn 14. krossgátu £ L o n f "R 'o m c y J a r N / R O £ / N ' s a c & n k T F U R R Rú J 0 M R i> X A R / L U R G K L 'A A? F ENÖUKN/EF/ST /F n R A U N A V fy /4 5 pú T R A S S t R A F T R N L < T A N N A U R A n A >£ BRtNCUSUA/JJ T N/k L / Nf KIJ) / / > NN At L A T S A N N P'A n E / M r K U N N I L / N '0 A L I N N K H n t F / N R'AN J> Ýfi N 358 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.