Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 12
Elin Jónsdóttir fæddist I Reykjavik 1918. Þriggja ára fluttist hún meö foreldrum sinum aö Langholtsparti i Flóa. Eftir nokkurra mánaöa búskap þar eystra missti faöir hennar heiisuna og varö að dvelja tæpt ár á Landakots- spitala. Þá þekktust ekki sjúkratryggingar eöa atvinnu- leysisbætur. Eina lausnin varö þvi sú, aö leysa upp heimiliö. Er faöir hennar náöi heilsu aftur, fluttist fjölskyldan aö Korpúlfsstööum i Mosfellssveit, en bjó þar aöeins um tveggja ára skeið. Þá veiktist móöir Elinar af þeim sjúk- dómi sem varö henni aö aldurtila. Skömmu seinna kvntist faöir hennar aftur og byggöi hýbfli i Sogamyrinni. Elin ætlar nú að segja frá þessu landnámi föður hennar, ásamt ýmsu sem drifið hefur á daga hennar fram á þennan dag. Ef til vill hefur einhver gaman af að skyggnast inn i lif og starf þessara frumbýlinga i Sogamýrinni á árunum 1925- —30. — Þegar faðir þinn kvænist aftur og byggir nýbýli, helgaði hann sig þá eingöngu sveitabúskap? — Flestir sem bjuggu þarna innfrá unnu meira eða Hún fæddist í Reykjavík, ólst upp í Flóanum, og á Korpúlfsstöðum og á nýbýli í Sogamýrinni. Fluttist norður í land og saumaði fyrir Eyfirðinga, bjó um hríð í Reykjavík, sótti sér eiginmann iFljótin, bjó um hríð á Siglufirði og í Haganesvík, og er nú sezt að í Kópavoginum — Elín Jónsdóttir hefur mörgu kynnzt í íslenzku lífi á miklum breytingatímum. Hún þekkir bæði fátækt og lifvænleg efni, en leiðin i þann áfanga hefur kallað á þrek og úrræði. Hún kann frá ýmsu að segja í þessu viðtali við Kristínu Guðna- dóttur. Saumaskapur lífsins og búningar í Brekkukotsannál minna meö búskapnum, eftir ástæðum. Faðir minn var einn af þeim, sem fékk erfðafestuland i Sogamýrinni. Þetta land var þar sem nú er Skeifan. Mig minnir, að hvert svæði væri 4—5 hektarar. Byggingarnar voru i stil, sambyggt ibúðar- hús, fjós og hlaða. Efni voru af skornum skammti og þvi reynt aö komast af með eins litla ibúð og framast var unnt. Um svipað leyti keypti faðir minn „Gamla-Ford” og var eitthvaömeðhann i vinnu, en hann kom einnig i góðar þarf- ir við búskapinn. Býlið hlaut nafnið Fagridalur, eftir æsku- stöðvum föður mins á Héraði. Þarna bjuggum við um þaö vil 6 ár. Fyrstu árin var ekkert rafmagn og engir strætis- vagnar. — Hvernig var þá samgöngum háttað? — Þá var farið fótgangandi eða á reiðhjóli, ef menn voru svo efnaöir að eiga það. Þetta var fyrir daga Mjólkursam- sölunnar, og var mjólkin flutt i bæinn á hestvagni heim til kaupandans. Þetta 2—4 pottar á heimili. A sumrin voru krakkar undir fermingaraldri látnir annast þessa flutninga, og er ég hrædd um, aö það yrði erfitt i dag að komast meö hestvagn gegnum miðbæinn. — Hvernig var barnafræðslu háttað? — Kennslu var komið á fót fyrir yngri börnin i litlu leigu- herbergi I Sogamýrinni en eldri börnin gengu niður i Miö- bæjarbarnaskóla. Um 1930 komu strætisvarnarnir og Audyurbæjarbarnaskólinn tók til starfa. Þá varð mikil breyting til batnaðar. Þannig gekk ég i skóla i tvö ár, 12 og 13ára. Þá var ekki um meira nám að ræöa i bili. Þegar ég var 16 ára gömul, fluttumst við i bæinn. Fór ég þá i fyrsta bekk Ingimarsskólans sem kallaöur var, en heimilisástæö- urnar leyfðu ekki lengra nám. — Var ekki atvinnuleysi á þessum árum? — Atvinna var mjög stopul, sérstaklega yfir vetrarmán- uðina. Þá kom atvinnubótavinnan til sögunnar. Send voru heim prentuð kort, sem voru ávisun á vinnu, viku til hálfan mánuð, eftir fjölskyldustærð. Stundum var löng bið eftir korti, þá varð oft þröngt i búi og ekkert hægt að veita sér fram yfir brýnustu nauðsynjar. Skorti kynnlist ég ekki af eigin raun, en ég varð hans vör hjá félögum minum, og ég sá hósmuni borna út á götuna vegna vangoldinnar húsa- leigu. Erfiðleikar atvinnuleysiáranna urðu þess valdandi, að ég varð strax sem unglingur ákveðin i þvi að búa i sveit, og einnig mun það hafa styrkt mig i þeirri trú, að heppilegra væri að læra eitthvert starf. Og raunar hafði ég alltaf lifaö I þeirri von að úr rættist meö frekara nám, en endirinn varð nú sá, að éj| lærði að sniða og sauma. — Hvers vegna valdir þú saumaskap? — Ég hafði áhuga fyrir saumaskap, og þá var ekki um svo margt að ræða, sem hægt var að læra hér heima. Þá þurfti að sigla til útlanda til að læra handavinnukennslu. — Hvernig var saumanámi háttaö i þá daga? — Saumaskapur var ekki orðin viðurkennd iðngrein, og þá var ekki spurt um próf, og engin samtök á þessu sviði. Ef maður var svo heppinn að fá vinnu á saumastofu varð aö vinna þarkauplaust i sex mánuði og fara auk þess i sérnám til aö læra sniðingu. Eftir það var hægt að starfa sem saumakona. — Hvernig voru svo atvinnumöguleikarnir að námi loknu? — Þeir voru ekki miklir. Saumakonur tóku frekar lær- linga kauplaust. þá var eftirsóknarvert meðal ungra kvenna að komast á saumastofur, njóta tilsagnar og fá æf- ingu áður en þær stofnuðu eigið heimili. Þá var að taka 372 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.