Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Page 16
Útskálaklerkur og fram
faraleiðtogi í hálfa öld
Einn þeirra manna, sem við nútima-
merin stöndum i hvað mestri þakkar-
skuld við, er séra Sigurður Brynjólfs-
son Sivertsen prestur á Útskálum i 50
ár. Frásögn þessi sem hér fer á eftir
varðveitist i handriti Jóns Rektors
Þorkelssonar i Landsbókasafni (nr.
1060,4to!. Grunar mig að eftir handrit-
inu hafi verið prentuð útfararminning
séra Sigurðar er út kom i Reykjavik
1887. En hvað um það þó þetta hafi áð-
ur komið fram, ég vona að menn finni
einhvern fróðleik i þessari grein sem
hér verður birt. Minning þessa mæta
klerks og fræðsluþuls er vel þess virði
að henni sé á lofti haldið.
„Æviágrip.Séra Sigurður Brynjólfs-
son Sivertsen er fæddur á Seli við
Reykjavik 2. nóvember 1808. Faöir
hans var Brynjólfur Sigurðsson
(Sivertsen), lögþingsskrifara Sigurðs-
sonar, dómkirkjuprestur i Reykjavik
1797—1813, siðar prestur að Útskálum
(1826—1837), dáinn 13. júli 1837. Móðir
hans var Steinunn Helgadóttir, fædd á
ökrum i Mýrasýslu 18. april 1770, dáin
27. mai 1857. Hann var hálfbróöir
Helga biskups Thordersens. Hann kom
i Bessastaðaskóla 1822 og útskrifaðist
þaðan 1829, var næstu tvö ár að Út-
skálum hjá foreldrumsinum og kenndi
þar piltum undir skóla. Vigðist 18.
september 1831, á 23. aldursári, með
konunglegu aldursleyfi, til að vera að-
stoðarprestur föður sins, og tók þá að
sér til prestlegrar þjónustu Kirkju-
vogs- og Hvalsnessókn. Vorið 1833
byrjaði hann búskap á konungsjörö-
inni Gufuskálum (I Leiru), kvongaðist
5. júni s.á. jómfrú Helgu Helgadóttur
conrekstors Sigurðssonar frá Mó-
eiðarhvoli, systur sr. borsteins Helga-
sonar I Reykholti. A Gufuskálum bjó
hann i fjögur ár og reri þá til sjávar
um vertið. A þeim árum gerði hann
mikinn kostnað á þessari ábýlisjörð
sinni i jarðabótum, einkum með þvi að
grafa upp grjót og sprengja klettabelti
i túninu, græða út móa og slétta þýfi.
Faðir séra Sigurðar sagði af sér
prestembættinu 1837, sótti hann þá um
Útskálaprestakall, og var honum veitt
þaö 1. marz sama ár, fluttist hann þá
að Útskálum. Jafnskjótt og hann var
þangaö kominn, tók hann með alefli og
376
fylgi að láta vinna að túnasléttun og
hélt þvi starfi fram á hverju ári, um-
skapaði hann þar með túnið algjör-
lega. Hann kostaði og miklu til að
byggja upp jarðarhúsin, sem öll voru
byggð af torfi og grjóti, og halda þeim
við.
Arið 1837, þá er Húss-og bústjórnar-
félagið hófst, varð hann meðlimur
þess. Frá þessu félagi fékk hann 28.
jan. 1860 20 rikisdala verðlaun, sem
viðurkenning fyrir verðleika hans, án
þess að hann sjálfur hefði mælzt til
þess. Var það gert eftir tillögu fulltrúa
félagsins, Guðmundar Brandssonar,
sem mestan þátt mun hafa átt i þvi, að
sótt var til hins Konunglega danska
Landbústjórnarfélags, að honum væri
eitthvað sent sem viðurkenning fyrir
dugnað hans. Fékk hann þá frá þessu
félagi 27. marz 1861 2an silfurbikar fé-
lagsins. Þeim 20 rikisdölum, sem hann
hafði fengið frá Húss og bústjórnarfé-
laginu skipti hann á milli nokkurra
bænda, sem honúm sýndistmesta rækt
leggja við jarðabætur.
Lengi var hann i miklum skuldum
eftir þann kostnað, sem hann hafði
gert i jarðábótum og húsabyggingum,
en eftirhluta árið 1855 komst hann úr
þeim öllum og fór jafnvel á hverju ári
að eiga til góða i kaupstað, en þá fór
hann lika að láta reisa timburhús, og
byggði þá 12 álna langt og 8 álna breitt
iveruhús, sem hann ætlaðist til að vera
skyldi jarðhús i stað hinnar gömlu
torfbaðstofu, sem hann lét þó standa
og byggði upp með nýrri súð.
Arið 1861 lét hann rifa niður i grunn
Útskálakirkju, sem staðið haföi siðan
séra Bjarni Pétursson hafði látið
byggja hana árið 1798. (1 visitaziu
Ölafs prófasts Pálssonar 1863, er
kirkjan var fullgerð, er henni svo lýst,
að varla sé að finna hér á landi svo
fagurt og tignarlegt hús af timbri gert.
Og ennfremur: „Allur frágangur á
kirkjunni og hverju þvi er henni til-
heyrir ber vott um framúrskarandi
höfðingsskap, sem Benef. hefur haft á
að gera þetta Guðshús sem veglegast
að öllu. Er það og áður oftar sýnt með
rausnarlegum gjöfum i ornamentis og
peningum”. Hér um bil sama lýsing á
kirkjunni finnst i visitaziu prófastanna
Sigurður Brynjólfsson Sivertsen
i allri embættistið séra Sigurðar.
Biskup Pétur Pétursson segir um
kirkjuna 7. júni 1875: „Sjálft er húsið I
sama ágætu ástandi, sem seinni
prófasta visitaziur greina, og lýsir öll
umhirðing þess einstöku veglyndi og
alúð Benef. eins og hann ekkert hafi
sparað tii þess að það yrði prýðilegt
Guðshús, hvar fyrir hann verðskuldar
beztu þakkir”).
Til byggingar Útskálakirkju gaf
hann 632 kr. og til uppbyggingar hinna
kirknanna 100 kr. Útskálakirkju gaf
hann og afbragðs fagra altaristöflu og
fleira.
Eftir hans tillögum og undirlagi var
skotið saman peningum til að byggja
barnaskólahús i Gerðum handa öllum
þremur sóknum prestakallsins. Var sú
bygging byrjuð 1871 og kostaði hún
3600 kr., þar af gaf séra Sigurður sjálf-
ur 1200 kr., barnakennsla byrjaði fyrst
veturinn 1872—73. Útvegaði hann
kennara til skólans og stýðri honum
ávallt upp frá þvi.
Arið 1868, þegar séra Sigurður var
kominn á 60. ár og farinn að lýjast, tók
hann sér fyrir aðstoðarprest, til að
gegna prestverkum i Kirkjuvogssókn,
son sinn, Sigurð, prestaskólakandidat,
Sunnudagsblað Tímans