Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
M
arg
fald
a›u punktana flína
Punkta›u fla› hjá flér!
Vanda›ar flísvörur
frá Catmandoo
Ver› mi›a› vi›
1000 punkta:
2.000 kr.
Smásöluver›: 4.990 kr.
Ver›gildi punkta: x3
H
ám
ark
1000
punktar á hvert tilbo›
MÍKRÓFLÍSGALLI
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
1
7
2
ÞINGMENN suðurkjördæmis
mættu á fund vegamálastjóra á mið-
vikudag og ræddu nýja skýrslu
Línuhönnunar og breskra sérfræð-
inga um jarðgangagerð til Vest-
mannaeyja. Á fundinn mættu þing-
mennirnir Guðjón Hjörleifsson og
Drífa Hjartardóttir Sjálfstæðis-
flokki, Guðni Ágústsson, Framsókn-
arflokki, Magnús Þór Hafsteinsson,
Frjálslynda flokki og Björgvin G.
Sigurðsson, Samfylkingu. Fyrir
hönd Vegagerðarinnar mættu Jón
Rögnvaldsson vegamálastjóri,
Gunnar Gunnarsson aðstoðarvega-
málastjóri og Hreinn Haraldsson
sérfræðingur Vegagerðarinnar í
jarðgangamálum sem kynnti skýrsl-
una.
„Hreinn [Haraldsson] taldi að
næsta skref væri að setja af stað
vinnuhóp þar sem málið verði skoð-
að frá upphafi til enda,“ sagði Guð-
jón í samtali við Morgunblaðið, og
sagðist vonast til að samgönguráð-
herra myndi skipa slíkan hóp fljót-
lega. Fara þyrfti yfir ýmis atriði í
þeim hópi, t.d. hvað varðar öryggis-
mál og aðkomu ríkis að kostnaði við
göngin, ef af yrði. Guðjón sem er
áhugamaður um gerð ganganna,
segir að ekki þyrfti að koma til
breytinga á samgönguáætlun vegna
þeirra, eins og félag áhugamanna
um göngin hefur bent á. Til greina
kemur að rekstrarfélag, svipað og
Spölur sem rekur Hvalfjarðargöng-
in, reki göngin. „Við erum að tala
um að fá sömu tölu inn í hugsanlegt
rekstrarfélag ganganna og ríkið er
að borga í dag í rekstur Herjólfs.“
Guðjón segir að skýrslan sem far-
ið var yfir á fundinum með forsvars-
mönnum Vegagerðarinnar sýni að
göng til Vestmannaeyja séu tækni-
lega framkvæmanleg. „Það væri
mjög gott að setja af stað vinnuhóp
til að fara í gegnum þetta,“ segir
Guðjón. „Það er búið að skila góðum
niðurstöðum um annað sem kemur
til greina í samgöngumálum Vest-
mannaeyinga. Nú þarf að fara af
stað vinna til að kanna hvort að
þetta sé raunhæft. Það er lykilatriði
að þetta sé inni í umræðunni og
langbest að vinna þetta tímanlega
og faglega.“
Vilja vinnu-
hóp um
gangagerð
til Eyja
„VIÐ mældum þykkt húðfellinga
sem er oft betri mælikvarði á
hversu feit börnin eru. Við klípu-
mælum börnin á fjórum stöðum á
líkamanum á nákvæmlega sama
hátt og hin löndin hafa gert. Þá
fáum við þykkt húðfellinganna eða
fitulagi í millimetrum og við fund-
um að íslensku krakkarnir eru ein-
faldlega 25% feitari. Það er mikið.
Við teljum okkur alveg hafa sann-
anir fyrir því núna eftir þessa
stóru rannsókn að íslensk börn eru
meðal þyngstu barna í Evrópu.
Það er engin spurning og þetta
gæti orðið geigvænlegt heilbrigð-
isvandamál í framtíðinni,“ segir
Erlingur Jóhannsson, dósent og
verkefnisstjóri rannsóknarinnar
„Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga“
sem kynnt var á íþróttaþingi ÍSÍ í
gær. Erlinur segir kyrrsetuþætti
taka æ meira af tíma krakka og
t.d. sýni rannsóknin að 38,4%
drengja í 10. bekk séu fjóra tíma
eða meira í tölvuleikjum á hverjum
degi og nærri 26% stúlkna í 10.
bekk horfi á sjónvarp í meira en
fjórar klukkustundir á dag.
Erlingur segir að til þess að
sporna við því heilbrigðisvanda-
máli sem ofþyngd er þurfi að
breyta lífstíl fólks sem snýr að
mörgum þáttum í lífi
fólks og til að sporna
gegn þessari þróun
þarf að breyta hreyfi-
mynstri fólks og
breyta lífstílnum í
gegnum hreyfingu.
Það þarf að taka á
þessu vandamáli á öll-
um sviðum þjóð-
félagsins.“
Íslensk börn hafa
meira þrek
„Menn hafa haft
áhyggjur af offitu og
hreyfingarleysi þjóð-
arinnar almennt og
við hér á Íþróttafræðisetri Kenn-
araháskólans, kynntum okkur
mjög stóra alþjóðlega rannsókn
sem hefur verið gerð víðs vegar í
Evrópu. Þar hafa verið fram-
kvæmdar mjög margar mælingar
á þessu sviði og við aðlöguðum þá
rannsókn okkar hugmyndum.
Þarna erum við komin með mjög
góða þverfaglega rannsókn þar
sem við getum tengt saman holda-
far, líkamlegt ástand, hreyfingu,
félagslega þætti, matarvenjur og
blóðbreytur og fjölda annarra
þátta sem ekki hefur verið mögu-
leiki á að gera áður.“
Erlingur segir að
þrátt fyrir allt hafi ís-
lensku börnin reynst í
betra líkamlegu
ástandi að því er varð-
ar þrek. „Einn munur
á okkar úrtaki miðað
við hin löndin er að
við erum með sveit-
irnar en þau eru ein-
göngu með stórborg-
irnar. Við teljum að
börnin úti á landi hafi
meira þrek.“
Erlingur bendir á
að það sé hættuleg
þróun að íslensk börn
séu að þyngjast því rannsóknir
hafi sýnt 70–80% af þeim börnum
sem séu of feit eða of þung við 15
ára aldur séu það líka við þrítugs-,
fertugs- og sextugsaldurinn. Þann-
ig að það virðist eins og það verði
ekki aftur snúið. Hann segir að
fullyrðingin einu sinni feitur alltaf
feitur sé því miður því sem næst
sönn miðað við langtímarannsóknir
í löndunum í kringum okkur.
Erlingur segir á hinn bóginn at-
hyglisvert að mataræði barnanna
virðist vera að lagast og sé nær
ráðleggingum Lýðheilsustöðvar.
„Það eru hollari eða betri kaloríur
sem börnin eru að borða. Ávaxta-
og grænmetisneysla hefur greini-
lega aukist hjá níu ára börnum
miðað við það sem var fyrir tíu ár-
um og það hefur einnig dregið
verulega úr neyslu feit- og sæt-
metis hjá níu og 15 ára börnum.“
Vægi kyrrsetu
verður sífellt meira
Spurður hver sé skýringin á því
að þrátt fyrir betra mataræði og
aukna þátttöku í íþróttum séu
börnin að þyngjast segir Erlingur
að þar komi kyrrsetuþættirnir inn
í myndina. „Rannsóknin sýnir að
nærri 26% stúlkna í 10. bekk horfa
á sjónvarp, myndbönd eða DVD í
meira en fjórar klukkustundir á
dag. Það er mjög hátt hlutfall.
Fimmtán ára strákar eru meira í
tölvuleikjum og 38,4% drengja í
10. bekk eru fjóra tíma eða meira í
tölvuleikjum á hverjum degi. Þetta
er svakalega hátt hlutfall. Þannig
að vægi kyrrsetunnar í lífi þessara
krakka er alltaf að verða meira og
meira. Tölvuleikir, sjónvarp,
myndbönd, DVD er greinilega að
taka mikið af tíma krakkanna sem
hér áður hefði kannski farið í
hreyfingu,“ segir Erlingur.
„Gæti orðið geigvænlegt
heilbrigðisvandamál“
Erlingur Jóhannsson
Fjórði hver drengur í 10. bekk er fjóra tíma eða meira í tölvuleikjum á dag
Ingvar sagði að verkið hefði geng-
ið mjög vel og væri töluvert á und-
an áætlun.
Uppsetning ketilsins
mikið afrek
Þegar farið var að rífa niður
verksmiðjuna kom í ljós gamall
gufuketill. Hringrásarmenn fengu
áhuga á að komast að sögu ketils-
ins þegar þeir sáu hvað hann var
gamall.
Í ljós kom að hann var fenginn
úr breskum togara sem strandaði
við Arnarnes í norðanverðum
Dýrafirði 23. janúar 1934. Togar-
inn hét Cape Sable og var frá
Hull.
Það voru starfsmenn fiskimjöls-
verksmiðjunnar á Patreksfirði sem
fóru norður í Dýrafjörð til að losa
ketilinn úr togaranum og koma
honum heim. Ketillinn var þéttur í
þeim tilgangi að hann flyti, þannig
að hægt yrði að draga hann til
Patreksfjarðar. Það var bátur frá
Vatneyrarútgerðinni sem dró ket-
ilinn. En ekki er sopið kálið þó í
ausuna sé komið, því að nú þurfti
að koma honum á sinn stað.
Festingar með kraftblokkum
voru grafnar niður á eyrinni og
síðan var þræddur togvír í blokk-
irnar frá bátnum í ketilinn, þar
sem hann flaut við bryggju, og svo
var báturinn látinn draga ketilinn
á sinn stað.
„Þetta hefur verið ofsalegt afrek
sem mennirnir hafa unnið þarna.
Þetta er stærðarinnar stykki og
vegur 60 tonn. Það er 5 metrar á
hæð og 5 metra breitt. Þetta er
allt hnoðað og boltað saman. Ef
ætti að gera þetta í dag þá yrði
trúlega að fá mjög öflugan krana
úr Reykjavík,“ sagði Ingvar kraft-
lyftingamaður, og kallar hann nú
ekki allt ömmu sína.
Með færanlega
brotajárnspressu
Hringrás ehf. er endurvinnslu-
fyrirtæki sem unnið hefur úr
brotajárni og selt á erlendan
markað í yfir fimm áratugi.
Það má segja að þetta sé fær-
anleg endurvinnslustöð og eru tvö
lið í gangi sem eru að vinna að
ýmsum verkefnum víðsvegar um
landið. En starfið felst í því að
búta niður brotajárn sem til hefur
fallið síðustu áratugi. Aðalega er
farið út á land að sumrinu, og er
þá oftast verið að vinna hreins-
unarátök fyrir sveitarfélög.
„Við erum með færanlega brota-
járnspressu á staðnum sem gerir
það að verkum að það er hægt að
senda brotajárnið beint í verk-
smiðju á spáni og er það þá tilbúið
beint í ofnana,“ sagði Ingvar.
Ýmislegt fleira er á döfinni hjá
þeim félögum. „Við vorum í fyrra á
Hornafirði, Djúpavogi og Ólafsvík,
og í fyrrahaust á Húsavík, Keldu-
kerfi og Kópasker,“ sagði Þór
Hauksson en Þór hefur starfað hjá
fyrirtækinu í mörg ár, hann á
reyndar 35 ára starfsafmæli í júní
í sumar.
„Við erum sex í fyrirtækinu sem
erum fastir í að fara út á land en
svo koma fleiri starfsmenn að í
styttri tíma, þetta er uppgripatími
fyrir okkur og hann byrjaði reynd-
ar mjög snemma í ár og við erum
við mjög sáttir með það. Það er
mikil vinna á bakvið þetta allt. Það
sem bíður okkar þegar þessu verk-
efni lýkur er að taka skip sem er
búið að landa upp á Akranesi, það
er að vísu bara smádallur 150-200
tonn, við klippum hann niður og
skerum. Það er búið að taka hann
upp og er verið að olíuhreinsa
hann.
Vonandi fer líka að bresta á að
rífa niður 8 olíutanka sem eru inni
í Hvalfirði og búið er að leggja.
Svo er annar flokkur sem fer á
Austurland, Reyðarfjörð, Nes-
kaupstað og Eskifjörð,“ sagði
Ingvar að lokum.
Vel hefur gengið að rífa gamla mjölverksmiðju og loðnutanka á Patreksfirði
Fundu gufu-
ketil úr strönd-
uðum togara
Morgunblaðið/Birna Mjöll
Ingvar Ingvarsson, starfsmaður Hringrásar, segir að uppsetning gufuket-
ilsins á sínum tíma hafi verið mikið afrek, en hann vegur um 60 tonn.
STARFSMENN Hringrásar, sem undanfarnar fjórar vikur hafa verið að rífa
niður gamla mjölverksmiðju og loðnutanka á Patreksfirði sem henni fylgdu,
telja að gufuketill sem var í verksmiðjunni sé merkilegur og að uppsetning
hans á sínum tíma hafi verið mikið afrek. Að sögn Ingvars Ingvarssonar, hjá
Hringrás, er niðurrif tankanna og verksmiðjunnar eitt af stærstu verkum
þeirra Hringrásarmanna.