Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Engar áhyggjur, Jóhannes minn, við málum relluna bara í felulitum. Námskeið um líf eftir dauðann Dauðinn snertir okkur öll Sr. Þórhallur Heimis-son heldur nám-skeiðið Er líf eftir dauðann? – Biblían, dauð- inn og eilíft líf, í Grens- áskirkju nk miðvikudag, 28. apríl, 5.maí og 12.maí og stendur milli 20.00 og 22.00 öll kvöldin. Nám- skeiðið er á vegum Leik- mannaskóla Þjóðkirkjunn- ar. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Þórhall. Hvernig byggir þú nám- skeiðið upp? „Eins og heiti nám- skeiðsins bendir til, þá fjallar það um hugmyndir Biblíunnar um dauðann og lífið eftir dauðann. Nú hefur Biblían orðið til á mjög löngum tíma og sam- anstendur af margskonar textum frá ólíkum tímum. Þar er að finna ljóð, þjóðsögur, annála, dæmisög- ur, sendibréf, spámannlegar sýn- ir og sagnaritun svo fátt eitt sé nefnt. Og hún er höfuðrit tveggja heimstrúarbragða, gyðingdóms og kristinnar trúar. Einnig hefur hún haft mikil áhrif á íslam og kóran múslíma. Til að átta sig á Biblíunni og frásagnarmáta henn- ar fer fyrsta kvöldið á námskeið- inu í að skoða tilurð og sögu Bibl- íunnar, hvernig hún varð til og af hverju, hverjir það voru sem skrifuðu texta hennar og af hvaða tilefni. Við reynum líka að komast að því hvert sannleiksgildi Bibli- unnar sé, rannsökum heimilda- gildi hinna ólíku bóka hennar og berum það saman við aðra texta frá fornöld. Annað kvöldið ein- beitum við okkur að hugmyndum Biblíunnar um dauðann sam- kvæmt Gamla testamenntinu og hvernig þær þróuðust og breytt- ust frá hinum elstu frásögnum og fram undir fæðingu Jesú. Gamla testamentið spannar ein þúsund ár og það verður því mikil þróun í hugmyndum þess um dauðann í gegnum aldirnar. Þriðja kvöldið er síðan helgað kenningum og vitnisburði Nýja testamentisins um dauðann og hvað það er sem bíður okkar eftir dauðann. Þá einbeitum við okkur að sjálfsögðu sérstaklega að Jesú Kristi og þýðingu hans fyrir spurninguna um lífið eftir dauðann. Einnig reynum við að átta okkur á þeim hugmyndum sem voru uppi í Ísr- ael kringum fæðingu Jesú en ekki eru skráðar í Gamla testament- inu. Auk þessa berum við saman kenningar Biblíunnar og sögu við hugmyndir annarra trúarbragða um lífið eftir dauðann t.d. end- urholdgun, sálnaflakk, spíritisma o.s.frv.“ Hvernig ætlarðu að nálgast námsefnið? „Það geri ég með því að kynna efnið í stuttum fyrirlestrum og bjóða síðan upp á spurningar og samtal . Allir þátttakendur fá í hendur lesefni til hliðsjónar sem ég hef sett saman sérstaklega í tilefni námskeiðsins. Þar er fjallað almennt um gyðingdóm og kristna trú. Svo er heldur aldr- ei að vita fyrirfram hvaða spurningar það eru sem vakna hjá þátttakenndum og hvert stefnan er tekin frá því. Framvinda námskeiðsins ræðst þannig af þeim sem taka þátt, þótt ég leggi upp með ákveðinn ramma. En spurningin um hvað Biblían segir um dauðann og ei- lífðina er samt alltaf höfð í fyr- irrúmi.“ Er þetta ekki mögulega heldur viðkvæmt viðfangsefni á fjöl- mennu námskeiði? „Nei alls ekki. Þetta eru spurn- ingar sem brenna á mörgum eins og við vitum, kannski okkur öll- um einhvern tíman um ævina. Dauðinn snertir okkur öll ein- hvern tímann. Og öll viljum við vita hvert lífið stefnir, hver til- gangur lífsins sé og hvort ein- hvers framhalds sé að vænta eftir þessa tilveru okkar. Á þessu nám- skeiði er kjörið tækifæri bæði til að kynnast Biblíunni og hug- myndum hennar um þessar grundvallar spurningar tilver- unnar og um leið að ræða málin í góðum hópi fólks. Það þarf eng- inn að vitna um sína trú eða reynslu frekar en hver vill. Mark- mið námskeiðsins er ekki endi- lega að fá alla til að samþykkja mína túlkun heldur að vekja til umhugsunar um dýpstu spurn- ingar tilverunnar, spurningar sem snerta okkur öll. Lesefnið kveikir síðan vonandi áhuga á frekari rannsóknum og vanga- veltum.“ Hefurðu haldið slík námskeið áður? „Já, ég hef haldið þetta sama námskeið eða svipað áður á veg- um Hafnarfjarðarkirkju. Það tókst með ágætum. Þá lagði ég reyndar höfuðáherslu á að bera saman kristnar kenningar um dauðann og eilífðina og kenningar annarra trúarbragða. Að þessu sinni mun ég aftur á móti einbeita mér að Biblíunni og þar með hug- myndum gyðingdóms og kristinnar trúar. En margskonar aðrar kenningar verða líka skoðaðar í ljósi þessa.“ Er þetta námskeið ætlað einhverjum fremur en öðrum? „Nei, það er ætlað öllum sem áhuga hafa á þessum sígildu spurningum um takmark og til- gang lífsins . Það er ekki krafist neinnar fyrirfram þekkingar á Biblíunni svo dæmi sé tekið né ákveðinna trúarskoðana. Enginn þarf að tjá sig frekar en hann vill.“ Sr. Þórhallur Heimisson  Sr. Þórhallur Heimisson er fæddur 30.07.61. Lauk kandi- datsprófi í guðfræði frá HÍ 1988. Sótti framhaldsnám í trúar- bragðafræði við Árósaháskóla og Uppsalaháskóla. Vígðist prestur til Langholtskirkju 1989, stundaði preststörf í Svíþjóð með náminu og var kosinn til Hafn- arfjarðarkirkju 1996 þar sem hann hefur þjónað síðan. Kennir einnig fagið við KHÍ. Eiginkona hans er sr. Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur á Landspít- alanum og eiga þau þrjú börn Hlín 11 ára, Rakel 13 ára og Dóru Erlu 16 ára. Margskonar aðrar kenn- ingar verða líka skoðaðar BÍLARAFAuðbrekku 20 • S. 564 0400 • Taka loft utan frá - enginn súrefnisskortur. • Afgasið fer út - engin mengun. • Fáanlegar með og án blásturs. • Sérlega hljóðlátar. • Með bestu nýtingu á eldsneyti. • Truma-verksmiðjan er 50 ára. • Mikil reynsla. • Öryggi samþykkt af þýskum yfirvöldum og CE-merkt. • Margar gerðir. • Með eða án blásturs. • Sjálfvirkar með thermostati. Gasmiðstöðvar Fyrir báta • fellihýsi • hjólhýsi húsbíla • sumarbústaði o.fl. frá Fáið sendan bækling Þilofnar án blásturs. Fyrir sumarbústaði með blæstri. Hægt að leiða hitann í mörg herbergi með börkum og á veröndina á kvöldin. Með blæstri. Hægt að staðsetja fyrir utan sumarhús og taka hitann inn með börkum. FYRIR nokkrum dögum var stað- fest með reglugerð ný kennsluskrá Hólaskóla fyrir BS nám í fiskeldis- fræðum og BA nám í ferðamálafræð- um og þar með staðfest staða hans sem stofnunar á háskólastigi. Að kvöldi síðasta vetrardags bauð svo skólinn til kynningar á nýju merki eða lógói stofnunarinnar, sem hannað er af Guðmundi Oddi Magn- ússyni, grafískum hönnuði og pró- fessor við Listaháskóla Íslands. Skúli Skúlason sagði, að frá því í fyrrahaust hefði Guðmundur Oddur unnið að gerð merkisins, og fyrr í vetur hefði hann komið og lagt fram hugmyndir sínar og tillögur, sem ræddar höfðu verið, en nú væri kom- in hin endanlega gerð merkisins, sem heimamönnum litist mjög vel á, og gaf hann síðan listamanninum orðið. Guðmundur Oddur ræddi tilurð og sögu merkja og tákna í sögu þjóð- arinnar, allt frá því að flattur þorsk- ur og fálki voru einu merkin sem þekktust hérlendis og til dagsins í dag. Benti hann á að þrátt fyrir ýms- ar stefnur í gerð merkja, og kenn- ingar um gildi þeirra, væri nú aftur í auknum mæli leitað til baka til hinna sígildu rómantísku forma, og sagði Guðmundur að í sínum huga hefði aðeins þetta eina merki komið til greina. Hið nýja merki Hólaskóla er að grunninum til tekið úr Guðbrand- arbiblíu, en það er skreytt upp- hafs-H, en sagt er að Guðbrandur sjálfur hafi skorið út mót sumra staf- anna og rósahnúta þeirra sem hin gömlu handrit voru skreytt með og notuð voru í hinu forna Hólaprenti, þó enginn viti með neinni vissu hverjir þeir stafir voru sem Guð- brandur hannaði. Þá skýrði Guðmundur liti merk- isins, en þar eru í grunni áberandi jarðlitir, rauðbrúnt og grænt, og sagðist listamaðurinn hafa tengt þá við ríkjandi liti dómkirkjunnar á Hólum, en síðan lyftir hinn gamli, flúraði biblíustafur sér gylltur frá dökkum grunninum. Skúli Skúlason þakkaði Guðmundi Oddi fyrir frábærlega unnið verk, og sagði að nú ræki hver stórviðburður annan, þar sem skólinn hefði nú öðl- ast lögformlegan sess sem skóli á há- skólastigi, og því væri það enn ánægjulegra að kynna þetta merki á mikilvægum tímamótum stofnunar- innar. Hin akademíska staða Hólaskóla staðfest LÖGREGLAN á Akureyri hafði hendur í hári þriggja drengja, sem gripnir voru við að brjóta rúður í Brekkuskóla um fimmleytið í gærmorgun. Lögregla fékk tilkynningu um að verið væri að brjóta rúður í skólanum og kom á daginn að þrír drengir voru þar staddir við þá iðju. Drengirnir reyndu að hlaupa undan lögreglu en tveir þeirra náðust og voru fluttir á lögreglustöð og að því búnu sóttir af foreldrum sín- um. Ekki er ljóst hversu margar rúður drengirnir brutu en tjónið er umtalsvert. Nú standa yfir gagngerar end- urbætur á skólanum og voru rúðurnar brotnar í þeim hluta skólans sem verið er að end- urnýja. Gripnir við rúðubrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.