Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 20

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 20
NEFND menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum lýsir stöðunni á íslenska fjölmiðla- markaðinum með eftirfarandi hætti í greinargerð sinni: Hljóðvarp: „Miðað við upplýsingar fyrir árið 2003 er staðan þessi. Ríkisútvarpið rekur sex hljóð- varpsrásir. Þar af taka tvær, Rás 1 og Rás 2, til landsins alls, en fjórar eru reknar sem svæð- isstöðvar. Þá voru reknar á árinu 2003 sautján hljóðvarpsstöðvar í einkaeigu (nú fimmtán). Að því er varðar rekstraraðila einka- rekinna stöðva hefur þróunin orðið sú hin síðari ár að þeim hefur fækkað. Af þeim einka- stöðvum sem starfa rekur Ís- lenska útvarpsfélagið ehf. sjö. Aðrar hljóðvarpsstöðvar skiptast á átta aðila. Markaður fyrir hljóðvarpshlustun í tíma skiptist þannig, að rásir Ríkisútvarpsins hafa samtals 52%, þar sem Rás 1 og Rás 2 gnæfa yfir aðrar stöðv- ar, en einkastöðvar 48%. Af einkareknum stöðvunum hafa stöðvar í eigu Íslenska útvarps- félagsins ehf. 44% af mark- aðinum í heild.“ Sjónvarp: „Ríkisútvarpið rekur eina sjónvarpsstöð. Einkareknar stöðvar eru samtals níu, en þar af eru fimm í eigu Íslenska útvarps- félagsins ehf. Í meginatriðum má segja að sjónvarpsáhorf skiptist á milli þriggja aðila. Skiptingin milli þeirra sem áhorfsupplýs- ingar taka til, miðað við tölur frá því í október 2003, er sú að Rík- issjónvarpið hefur 43%, Skjár 1 21% og sjónvarpsstöðvar í eigu Íslenska útvarpsfélagsins ehf. samtals 37%.“ Dagblöð: „Þrjú dagblöð koma út fimm sinnum í viku eða oftar, þ.e. Fréttablaðið, en 69% landsmanna lesa það daglega. Morgunblaðið lesa 56% og DV [er] með 17%. Ef miðað er við það upplag blað- anna sem dreift er af blaðberum er Fréttablaðið með 85.610 ein- tök (55%), Morgunblaðið er með 52.321 eintak (34%) og DV 18.000 (áætlað) (12%). Þessar tölur eru miðaðar við febrúar 2004.“ Markaðsstaða og eignatengsl Bent er á að Ríkisútvarpið hafi 51,8% af markaði fyrir hljóðvarp og 43% af markaði fyrir sjón- varp. Síðan segir: „Norðurljós hf. eiga Íslenska útvarpsfélagið ehf. sem rekur stöðvar sem hafa 44% af hlustun fyrir hljóðvarp og 37% af áhorfi fyrir sjónvarp. Þá eiga Norðurljós Frétt ehf. sem gefur út Fréttablaðið sem er útbreidd- asta blað landsins með daglegan 69% lestur og DV sem lesið er af 17% landsmanna daglega. Stærsti einstaki hluthafi í Norð- urljósum hf. er Baugur Group hf., sem á 29,9%. Baugur Group hf. er einnig umsvifamikið fyr- irtæki í öðrum atvinnurekstri á Íslandi og hafði t.d. á árinu 2000 um 70% markaðshlutdeild á mat- vörumarkaði í Reykjavík og um 51% á landinu öllu, auk þess sem fyrirtækið hefur mikilla hags- muna að gæta á öðrum sviðum ís- lensks viðskiptalífs. Þá er bent á að Baugur Group hf. á 22,8% í Femin ehf. sem rekur vefina fem- in.is og visir.is. Meðal annarra stærri hluthafa í Norðurljósum hf. eru Grjóti ehf. (11,4%) og Kaldbakur hf. (8%), en Baugur Group hf. er hluthafi í báðum þessum félögum. Einnig er vakin athygli á að Kári Stefánsson á 15% í Norðurljósum hf., en hann er jafnframt forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn af eig- endum.“ Næst fjallar nefndin um Ár- vakur hf. útgáfufélag Morg- unblaðsins og bendir á að félagið reki einnig vefinn mbl.is. „Helstu hluthafar í Árvakri hf. eru Út- gáfufélagið Valtýr ehf. (30,3%), Haraldur Sveinsson (10%), Garð- ar Gíslason (10%), Johnson ehf. (10%). Aðrir eiga minna. Af upp- lýsingum, sem nefndinni hafa borist, verður ekki ráðið að Ár- vakur eigi eignarhluti í öðrum félögum í fjölmiðlarekstri. Þann- ig verður ekki séð að bein eigna- tengsl séu milli Árvakurs hf. eða einstakra hluthafa í Árvakri hf., og annarra íslenskra fjölmiðla- fyrirtækja sem upplýsinga hefur verið aflað um,“ segir í grein- argerðinni. Þessu næst fjallar nefndin um Íslenska sjónvarpsfélagið hf. sem rekur Skjá 1. „Stærstu hluthafar þar eru Fjárfestingarfélagið Brattabrú ehf. (23,28%), Mega ehf. (20,74%) og Fjölmiðlafélagið hf. (11,74%). aðrir eiga minna. Ekki verður séð af upplýsingum sem nefndin hefur aflað að bein eignatengsl sé milli Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. og ann- arra fyrirtækja eða félaga í fjöl- miðlarekstri. Þó er bent á að for- maður stjórnar Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. er jafn- framt formaður stjórnar Fram- tíðarsýnar hf., sem gefur út viku- blöðin Viðskiptablaðið og Fiskifréttir. Þá eru tveir aðrir stjórnarmenn sameiginlegir í þessum félögum. Þótt grein- argerð þessi fjalli ekki um mark- að fyrir vikublöð og tímarit að öðru leyti verður ekki framhjá því litið að þetta er dæmi um ná- in tengsl tveggja sjálfstæðra fé- laga á ólíkum sviðum fjölmiðl- unar. Í því sambandi er bent á að bæði tímaritin sem nefnd voru eru útbreidd og mikilvæg á því sviði sem þau fjalla um.“ Staðan á fjölmiðlamarkaði 20 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ irtæki í öðrum rekstri eignist hlut í fjölmiðlafyrirtæki. Hér mætti eftir atvikum miða við virkan eða ráðandi hlut, allt eftir því hversu strangar reglur vilji væri til að setja, eða eftir atvikum binda þetta við tiltekna prósentu. Er þá ónefndur sá mögu- leiki að banna slík eignatengsl með öllu. Reglur þessar gætu eftir atvikum einnig tekið til samráðs og sam- stilltra aðgerða fjölmiðlafyrirtækja sem eru til þess fallnar að hamla því að fjölbreytni fái þrifist á fjölmiðla- markaði. Tæknileg útfærsla slíkra reglna og aðlögun þeirra að gildandi sam- keppnislögum getur verið flókin og kallar á ítarlega athugun þeirra sjónarmiða sem þarf að gæta að við markaðsgreiningu og mat á stöðu fyrirtækja á fjölmiðlamarkaði, en þau eru um margt önnur en eiga við í hefðbundnum samkeppnisrétti. Jafnframt er þess að geta að þótt tillögur sem lúta að samkeppnislög- um séu settar fram með það einkum í huga að þær verði felldar inn í samkeppnislög er mögulegt að fella þær í sérstakan lagabálk sem taki eingöngu til fjölmiðla. Inn í slíka löggjöf mætti einnig flétta þær til- lögur sem lúta að úthlutun leyfa [...]. Þetta á ekki síst við ef talið yrði heppilegt að setja á fót sérstaka fjölmiðlastofnun, en slíkar reglur mætti þá fella í sérstök heildarlög um fjölmiðlamarkaðinn. Nefndin bendir þó á að með því að fela verk- efnin samkeppnisstofnun fáist betri trygging fyrir því að viðskiptaleg sjónarmið fái það vægi sem nauð- synlegt er að þau hafi þegar fjöl- miðlafyrirtæki eiga í hlut, þótt jafn- framt þurfi að gæta hinna sértæku sjónarmiða sem eiga við um fjöl- miðla,“ segir í greinargerðinni. Mælir með reglum um úthlutun leyfa til reksturs fjölmiðla Nefndin tekur undir þau tilmæli Evrópuráðsins að ein leið til að hafa áhrif á gerð og uppbyggingu fjöl- miðlamarkaðarins sé með reglum um úthlutun leyfa til að reka fjöl- miðla. Telur nefndin að þetta sé sú leið, sem helst beri að skoða en gera þurfi greinarmun á dagblöðum ann- ars vegar og útvarpi/sjónvarpi hins vegar. Útgáfa dagblaða sé ekki háð opinberum leyfum skv. lögum. „Ekki er hér lagt til að farin verði sú leið að gera útgáfu dagblaða leyf- isskylda sem slíka, enda engin hefð fyrir því hér á landi. Á hinn bóginn er vakin á því athygli að þær breyt- ingar á samkeppnislögum, sem hér er lagt til að hugað verði að, tækju jafnframt til dagblaðaútgáfu. Þar með yrði skylt að upplýsa sam- keppnisyfirvöld um eignarhald á fyrirtækjum í dagblaðaútgáfu og breytingar sem kunna að verða á því,“ segir m.a. í greinargerðinni. „Að því er varðar reglur til að takmarka það að sami aðili eigi bæði dagblaðaútgáfur og fyrirtæki í út- varpsrekstri sýnist mega taka á þeirri stöðu með leyfisveitingum til útvarps [...],“ segir ennfremur. Frekari skilyrði sett fyrir útgáfu útvarpsleyfa Nefndin bendir á að útvarps- rekstur er háður leyfum og leggur hún til að ákvæði um leyfisveitingar verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlafyrirtækjum hamli ekki gegn fjölbreytni í fjöl- miðlun. „Nefndin leggur til að skoðað verði rækilega hvort ekki megi setja frekari skilyrði í útvarpslög um út- gáfu útvarpsleyfa sem lúti að eign- arhaldi fyrirtækjanna sem sækja um leyfi og stuðla þar með að fjöl- breytni. Er sérstaklega haft í huga, að leyfi til útvarpsrekstrar eru ávallt tímabundin og hér gæti því, til lengri tíma litið, verið um að ræða stjórntæki sem unnt væri að beita til að stýra uppbyggingu markaðarins þannig að hún sam- ræmdist betur markmiðunum um fjölmiðlafjölbreytni. Nefndin bendir á að tvær mis- munandi aðferðir koma til greina í þessu sambandi. Í fyrsta lagi að setja almennt og matskennt ákvæði í útvarpslög sem geri ráð fyrir að við úthlutun og endurnýjun útvarps- leyfa, sem og áframhaldandi gildi þeirra, séu tengd tiltekin skilyrði sem lúta að eignarhaldi þeirra lög- aðila og einstaklinga sem hafa út- varpsleyfi eða sækja um slíkt leyfi. Í öðru lagi að fara þá leið að setja ná- kvæmari ákvæði sem að þessu lúta, sem taka á tilteknum aðstæðum með skýrari hætti og eftir atvikum banna þær eða setja þeim tilgreind- ar skorður. 1. Nánar fæli fyrri leiðin í sér að sett yrði almennt ákvæði í útvarps- lög með því að bæta við 6. gr. úvl [útvarpslaga] ákvæði sem mælir svo fyrir að leggja beri fyrir útvarps- réttarnefnd að hafa í huga þörfina fyrir fjölbreytni þegar útvarpsleyf- um er úthlutað, bæði varðandi eign- arhald á fjölmiðlafyrirtækjum og dagskrána sjálfa. Í slíku ákvæði mætti nánar leggja fyrir útvarps- réttarnefnd, að hafa í huga fjölda þeirra útvarpsleyfa sem umsækj- andi hefur fyrir, útbreiðslu þeirra útvarpsstöðva sem hann rekur, og síðast en ekki síst hvort aðili eða fyrirtæki honum tengd eru jafn- framt í blaðaútgáfu eða annars kon- ar rekstri óskyldum fjölmiðla- rekstri. Þá verði útvarpsréttarnefnd fengnar heimildir til að fella leyfi úr gildi ef breytingar verða á eignar- haldi að fyrirtækjum sem hafa út- varpsleyfi sem talið er að geti haft í för með sér að markmiðinu um fjöl- breytni yrði ógnað. Ennfremur verði lagt fyrir útvarpsréttarnefnd að meta hvort frekari leyfisúthlut- anir gætu leitt til samþjöppunar á markaði eða hvort tiltekin eigna- tengsl við fyrirtæki í óskyldum rekstri væru til þess fallin að veita ótilhlýðilegan aðgang að dagskrá fjölmiðla, sem gæti haft óæskileg áhrif á fjölbreytni. Miðað yrði við að slík almenn regla fæli það í sér að útvarpsréttarnefnd gæti synjað um leyfi á þessum forsendum. Hér yrði að sjálfsögðu að gæta að almennum málsmeðferðarreglum og ennfrem- ur yrði að gera ráð fyrir að unnt væri að skjóta ákvörðun útvarps- réttarnefndar til æðra stjórnvalds og/eða dómstóla.“ Setja mætti bannákvæði eða hámark á eignatengsl „2. Síðari leiðin fæli í sér að ákvæðin yrðu sértækari og ná- kvæmari og fælu þannig í sér minna svigrúm til mats. Þau gætu m.a. lot- ið að eftirtöldum atriðum: a. Banni við því að aðili í rekstri sem ekki tengist fjölmiðlun gæti átt ráðandi eða virkan eignarhlut í fé- lagi (fyrirtæki) sem sækir um út- varpsleyfi, eða eftir atvikum að setja hámark á slík eignatengsl. Hér undir getur einnig fallið at- vinnurekstur sem hefur viss tengsl við fjölmiðlarekstur, svo sem varð- andi útgáfu á mynd- og tónlistar- efni, dreifingu á kvikmyndum, myndböndum og hljómdiskum. b. Banni við því að fyrirtæki í dagblaðaútgáfu, eða fyrirtæki sem hefur tiltekin eignatengsl við dag- blaðaútgáfu, geti jafnframt fengið leyfi til útvarpsrekstrar. Í stað for- takslauss banns væri hugsanlegt að setja nákvæmari reglur um það hversu náin og mikil slík tengsl mættu vera. Þessi atriði komi til skoðunar bæði þegar sótt er um nýtt leyfi og þegar sótt er um end- urnýjun á gildandi leyfum. c. Banni við því að sami aðili hafi leyfi til að reka bæði sjónvarp og hljóðvarp. Afdráttarlaust bann við þessu er hugsanlegt, en einnig að þetta verði metið þannig að aðili nái ekki umtalsverðri útbreiðslu í báð- um tegundum miðla. Hér mætti skilgreina mörk, t.d. þannig að aðili sem á 20% eða meira í fyrirtæki í sjónvarpsrekstri, sem hefur meira en 30% útbreiðslu, geti ekki fengið leyfi til að reka hljóðvarp (og öfugt). Reglur þessar miði þannig við að sami aðili geti ekki haft umtalsverða markaðshlutdeild í bæði hljóðvarps- og sjónvarpsrekstri. Þessi atriði komi til skoðunar bæði þegar sótt er um nýtt leyfi og þegar sótt er um endurnýjun á gildandi leyfum. d. Takmarka mætti með beinum hætti fjölda leyfa til sama aðila til að útvarpa (hljóðvarpa eða sjón- varpa) á sama svæði. Þetta atriði komi til skoðunar bæði við úthlutun nýrra leyfa og þegar gildandi leyfi renna út og sótt er um endurnýjun þeirra. e. Lagt er til að athugaður verði sá möguleiki að setja strangari regl- ur um framsal leyfa og lúti þær jafnframt að heimildum útvarps- réttarnefndar til að synja um end- urútgáfu leyfis eða fella leyfi úr gildi verði tilteknar breytingar á eignarhaldi fyrirtækis eða félags sem rekur fjölmiðil. Þannig yrði beinlínis tekið fram, að hvers konar framsal leyfis, hvort sem er fyrir kaup, skipti, gjöf, leigu, erfðir, bú- skipti, nauðungarsölu o.s.frv. hefði í för með sér að leyfi félli niður. Sam- bærilegar reglur gildi varðandi breytingar á eignarhaldi fyrirtækja eða félaga sem hafa útvarpsleyfi, m.a. vegna samruna fyrirtækja. Þær gætu m.a. falið í sér að verði breytingar á eignarhaldi og yfirráð- um fyrirtækis eða félags sem hefur útvarpsleyfi falli leyfið eða leyfin einfaldlega úr gildi. Við mat á því hvort þau yrðu endurnýjuð giltu sjónarmiðin sem að framan eru rak- in.“ Kostir og gallar Í samantekt nefndarinnar um þær leiðir sem settar eru fram segir að báðar hafi þær kosti og galla. „Kostir fyrir leiðarinnar [eru þeir] að hún veitir stjórnvöldum svigrúm til mats eftir því sem hagar til á markaði hverju sinni og hvert ein- stakt tilvik er metið út frá sjón- armiðum um að viðhalda fjölbreytni. Á hinn bóginn er ókosturinn sá að nokkur óvissa er um raunverulega réttarstöðu aðila. Kostir síðari leið- arinnar eru þeir að með þeim yrði leitast við að setja tiltölulega skýrar reglur þar sem tilteknar aðstæður koma einfaldlega í veg fyrir úthlut- un leyfa eða eftir atvikum leiða til þess að þau falla niður. Gallinn gæti verið sá að með of ströngum reglum að þessu leyti yrði hamlað gegn eðlilegri þróun á fjölmiðlamarkaði þar sem nauðsynlegan sveigjanleika skorti. Nefndin ræddi nokkuð um það með hvorri leiðinni skyldi mælt, en komst ekki að sameiginlegri niður- stöðu um þetta atriði.“ Markmiðum ekki náð nema reglur yrðu afturvirkar Í umfjöllun sinni bendir nefndin á að í ýmsum löndum hafi verið sett sérstök lög eða lagaákvæði sem kveða með beinum hætti á um tak- markanir varðandi eignarhald á fjölmiðlum. Þetta komi einnig til álita, en á því séu þó vankantar sem nefndin rekur. Á það er bent að í einstökum löndum hafi verið settar beinar reglur um eignarhald eða há- mark á útbreiðslu. „Af þeim sést að slíkar reglur geta lotið að ólíkum at- riðum. Þannig er í sumum löndum að finna reglur sem mæla fyrir um að fyrirtæki megi ekki fara yfir til- tekna hámarksstærð sem miðast við hlutdeild á markaði (útbreiðslu). Með slíkum reglum er hamlað gegn samþjöppuninni sjálfri og eftir at- vikum komið í veg fyrir að hún gangi lengra en heppilegt er talið. Í alþjóðlegri umræðu eru viðmið- anir um 1⁄3 af markaði miðað við út- breiðslu oft nefndar og gildir það jafnt um dagblöð, hljóðvarp og sjón- varp. Þegar hugað er að því hvort slíkar takmarkanir gætu átt við á Íslandi verður að sjálfsögðu að hafa í huga smæð markaðarins, en af því  /0  1      -     2  !/0     0 0 ! 0 0  3 ! +     2 4+  /05 ! +   0 + !  10! / 0  ! 5 6 0 ! !                  &7**80  0 !    9    /0 ! /0  0 + ! */0  *  9 ! 9    /0    !    1   +    1 0  ! 8  + /0  106     /0   1 0!+1 :   ;  #$   # 2  1 + <= 0 > /)</  . / //0= 0 > /) ?     .! @  : ! * -  * >  ; A  0/0 80 + 4 /0  ;B 0 /0  0 @  ; B 0 /0  0 @   ; A  0 9 !&       ! " ’ Samkeppnisyfirvöldum verði með sama hætti fengnar heimildir til að setja skorður við því að fyrirtæki í öðrum rekstri eignist hlut í fjölmiðlafyrirtæki. Hér mætti eftir atvikum miða við virkan eða ráðandi hlut, allt eftir því hversu strangar reglur vilji væri til að setja, eða eftir atvikum binda þetta við tiltekna prósentu. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.