Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 22

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 22
22 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nótt eina í byrjun aprílvöknuðu íbúar smábæj-arins Pale í Bosníu ogHersegóvínu upp viðdrunur frá herþyrlum og skömmu síðar kvað við sprenging við embættisbústað bæjarprestsins. Þarna voru á ferðinni hermenn frá SFOR (Stabilization Force) í aðgerð til að hafa hendur í hári stríðsglæpa- mannsins Radovans Karadzic. Kar- adzic var forseti hins sjálfskipaða frí- ríkis Serba (Republika Srpska) innan Bosníu og Hersegóvínu á stríðsárun- um 1992 til 1995. Hann er eftirlýstur af alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag, meðal annars vegna aðildar hans að umsátrinu um Sarajevó og þjóðarmorðsins í Srebrenica. Þetta var þriðja opinbera tilraun hermanna Atlantshafsbandalagsins til að kló- festa sakborninginn á þessu ári, en þeir gripu eina ferðina enn í tómt. Sjálfsagt hefðu fáir Bosníu-Serbar kippt sér verulega upp við hamagang- inn, hefði presturinn og sonur hans ekki særst lífshættulega í aðgerðinni. Mönnum ber ekki saman um hvernig það gerðist að mennirnir tveir lágu milli heims og helju eftir aðgerðina. SFOR hefur lýst yfir að þeir hafi ekki særst skotsárum en lík- lega hafi þeir hlotið sár sín þegar sér- sveitarmenn sprengdu upp dyr emb- ættisbústaðar rétttrúnaðarprestsins um miðja nótt. Bosníu-Serbum þykir hins vegar þessi skýring lítt trúleg og því er haldið fram í fjölmiðlum að mennirnir hafi verið barðir nánast til ólífis med byssuskeftum í þeirri von að tækist að knýja fram upplýsingar um dvalarstað Karadzic. Hefur meðal annars æðsti yfirmaður rétttrúnaðar- kirkjunnar í Bosníu og Hersegóvínu lýst þessu yfir í fjölmiðlum. Öfugsnúið almenningsálit Aðgerð SFOR hefur valdið mikilli reiði meðal Bosníu-Serba og bæj- arbúar söfnuðust saman í Pale daginn eftir og héldu ræður þar sem aðgerð- in var fordæmd. Þar komu saman nokkrir af æðstu embættismönnum Republika Srpska og almenningur hélt myndum af Karadzic á lofti og mótmælaspjöldum. Vegna þess hve mikill hiti hefur verið í fólki hefur ver- ið brýnt fyrir undirrituðum og sam- starfsmönnum á vegum alþjóðasam- félagsins að fara með gát og sneiða hjá Pale og nágrannabyggðum. Utanaðkomandi kann að þykja þessi viðbrögð nokkuð öfugsnúin þar sem hermennirnir voru við skyldu- störf og hugðust koma fyrir dóm manni sem talinn er bera hvað mesta ábyrgð á þeim hörmungum í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar er allt að 250.000 íbúar Bosníu og Hersegóv- ínu týndu lífi og upp undir tvær millj- ónir manna voru hraktar frá heim- ilum sínum. Bosníu-Serbar líta málið allt öðrum augum; margir þeirra telja Karadzic frelsishetju sem varið hafi Serba fyrir yfirgangi múslima og Króata á ögurstundu. Afstaða rétttrúnaðarkirkjunnar Einn þeirra er presturinn sem særðist lífshættulega. Hann hafði lýst yfir stuðningi sínum við Karadzic í blaðaviðtali tveimur dögum fyrir að- gerðina. Er hann talinn framarlega í stuðningshópi Karadzic sem nýtur verndar margra landa sinna og reiðir sig einnig á fjárframlög þeirra. Hefur verið áberandi hversu beinskeyttir kirkjunnar menn, það er rétttrúnað- arkirkjunnar, hafa verið í stuðningi sínum við Karadzic. Í Bosníu hafa trúarbragðaerjur oftar en ekki átt þátt í að magna ófrið meðal hinna ýmsu þjóðarbrota. Þó ber einnig að geta að um tveggja alda skeið ríkti almennur friður að kalla milli trúarbragða í Sarajevó. Eftir stríð hefur verið reynt að efla skilning á réttmæti annarra trúarbragða og á vegum sameiginlegs ráðs helstu trúarbragða í Bosníu og Hersegóvínu þar sem leiðtogar múslima, rétttrún- aðarmanna, kaþólskra og gyðinga hafa meðal annars átt sæti. Eftir að- gerðina í Pale bar hins vegar til tíð- inda að erkibiskup rétttrúnaðarkirkj- unnar sagði sig úr ráðinu sökum þess að hinir trúarleiðtogarnir hefðu skirrst við að fordæma atburðinn. Viðbrögð Bosníu-Serba og SDS Radovan Karadzic var einn stofn- enda og leiðtogi Serbneska þjóðern- isflokksins, SDS. Eftir að stríðinu lauk mæltu sumir fulltrúar alþjóða- samfélagsins með því að flokkurinn yrði bannaður. Þessi leið var ekki far- in, heldur var reynt að koma á lýð- ræði í Bosníu og Hersegóvínu sem allra fyrst. Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu kepptist við að halda kosningar svo til árlega og alþjóða- samfélagið studdi við bakið á nýjum lýðræðisflokkum sem komust til valda. Hægar gekk að efla öryggi borgara, ekki síst flóttamanna sem höfðu hug á að snúa heim, og erfið- lega gekk að fá hjól efnahagslífsins til að snúast aftur. Hefur þar verið að mestu um að kenna gríðarlegri spill- ingu sem augljóslega hefur gegnsýrt allt stjórnmálalíf í landinu í kjölfar stríðsins. Því má ekki gleyma að margir háttsettir foringjar högnuðust óhemju vel í stríðinu og ekki síst eftir það, þar sem þeir komust yfir risastór ríkisfyrirtæki á yfirráðasvæðum sín- um. Almenningur þreyttist á þessu ástandi og horfði vanmegnugur upp á stjórnmálamenn sem áður höfðu til- heyrt stríðandi fylkingum snúa bök- um saman til að skipta upp fjarskipta- fyrirtækjum, vatns- og rafmagnsveitum og þar fram eftir götunum. Það fór svo að í kosning- unum haustið 2002 komust allir helstu þjóðernisflokkarnir til valda að nýju, sjö árum eftir að stríðinu lauk. Var þar um að kenna almennum leiða almennings vegna svikinna loforða sem og leiddi til óhemju dræmrar kosningaþátttöku. Gamli flokkurinn hans Karadzic hefur þannig tögl og hagldir í Republika Srpska þar sem Bosníu-Serbar eru svo gott sem ein- ráðir enda hafa fáir flóttamenn af öðr- um þjóðarbrotum treyst sér til að snúa aftur á þær slóðir þar sem enn er unnið hörðum höndum að því að finna fjöldagrafir þeirra sem myrtir voru. Leiðtogar SDS eru varir um sig í yfirlýsingum um Karadzic sjálfan en eru ósparir á gagnrýnina á SFOR og í raun allt alþjóðasamfélagið. Hvað það síðarnefnda varðar má reyndar segja sömu sögu af öllum helstu stjórn- málamönnum landsins, einnig á með- al Bosníaka (múslima) og Bosníu- Króata. Hins vegar fer ekkert á milli mála að Karadzic nýtur enn stuðn- ings hollvina sinna í SDS. Alþjóða- samfélagið hefur reynt að brjóta nið- ur stuðningshring Karadzic með því að frysta bankainnstæður þekktra SDS-manna og banna þeim að ferðast til Evrópusambandslanda og Banda- ríkjanna. Þá bætist enn við svartan lista yfir þá menn sem bannað er að gegna opinberum embættum. Þessi aðferð hefur hins vegar ekki skilað til- ætluðum árangri, en hefur orðið til að torvelda samskiptin við Bosníu- Serba. Hefur þetta og dregið dilk á eftir sér í efnahagslegu tilliti þar sem uppbygging hefur verið mun hægari í Republika Srpska en annars staðar í landinu. Má segja að almenningur megi óbeint þola lakari lífskjör í Republika Srpska en í mörgum öðr- um hlutum Bosníu og Hersegóvínu vegna stefnu þjóðernissinnaðra Bosníu-Serba. Hvar eru Karadzic og Mladic? Fáum sögum fer af Mladic en hann er af flestum þeirra er orð leggja í belg talinn búa í einu af betri úthverf- um Belgrad. Stjórnvöld þar hafa hins vegar staðfastlega neitað þessu. Mladic er ekki eins mikið til umræðu og Karadzic. Þó má færa rök fyrir því að ábyrgð hans á hryllilegum stríðs- glæpum í Bosníu sé síst minni og kannski jafnvel meiri. Þó umkringdu hermenn SFOR hús móður Mladic á síðasta ári skömmu eftir að hún lést. Hafði SFOR verið gefin vísbending um að Mladic hygð- ist vera viðstaddur útför hennar. Hermennirnir gripu í tómt. Það kann mönnum kannski ekki að þykja svo kyndugt þar sem hús móðurinnar stendur í úthverfi Sarajevó, steinsnar frá aðalstöðvum SFOR við Butmir- hervöll. SFOR sendi svo Mladic afmælis- kveðju í mars þegar hermenn hengdu upp veggspjöld í Pale sem sýndu skreytt handjárn og skilaboð um að hann væri ekki gleymdur. Miklar sögusagnir eru hins vegar á kreiki um Karadzic. Staðhæft er að hann sé miklu meira á ferli en Mladic og að reglulega sjáist til hans öðru hvor megin við landamærin að Svart- fjallalandi. Þetta landsvæði er gríð- arlega erfitt yfirferðar. Það er mjög strjálbýlt og því fátt um umferðar- vegi. Þetta er mikið fjalllendi, skógi vaxið og nánast ógjörningur er að hafa yfirgripsmikið eftirlit með landa- mærunum. Þessar sögusagnir og misheppnað- ar leitaraðgerðir SFOR í Pale hafa orðið til þess að ýta undir goðsögnina um Karadzic þess efnis að hann sé hugrakkur klækjarefur sem hafi ráð undir rifi hverju og geri sér það að leik að snúa á SFOR. Aðrir benda hins vegar á að það sé í sjálfu sér mik- il refsing að þurfa að fara huldu höfði ár eftir ár og mega sífellt eiga von á því að vera gómaður af hermönnum. Dayton-samkomulagið og hulin grið Athygli hlýtur að vekja að nánast ekkert hefur heyrst frá Karadzic ár- um saman. Á dögunum kvaddi eig- inkona hans sér hins vegar hljóðs og kvartaði undan ágangi hermanna við heimili þeirra hjóna í Pale. Sagði hún alþjóðasamfélagið svíkja þau grið sem Karadzic hefðu verið gefin fyrir að samþykkja að binda enda á borg- arastríðið með Dayton-samkomulag- inu. Hún hefur ekki verið ein um að staðhæfa að Bandaríkjamenn, með Richard Holbrooke í fararbroddi, hafi lofað Karadzic og Mladic griðum drægju þeir sig algerlega í hlé úr sviðsljósinu og létu af öllum formleg- um embættum. Holbrooke var aðal- sáttasemjari Bandaríkjanna í lok Bosníustríðsins og er honum eignað- ur verulegur hlutur í þeim árangri að stöðva stríðið. Þessi umræða er mjög áberandi í fjölmiðlum hér í Bosníu. Þar er meðal annars staðhæft að Karadzic hafi bú- ið óáreittur í felustað sínum skammt frá Pale allt til ársins 1998 þegar fyrst var í alvöru farið að reyna að hafa hendur í hári illræmdustu stríðs- glæpamannanna. Augljóst er að Kar- Leitin að alræmdasta stríðsglæpamanni Evrópu Sláandi götuskilti með mynd sem minnir á hryllinginn í Srebrenica blasir við vegfarendum í Bosníu. Myndin er frá uppgreftri fjöldagrafar. Illa hefur gengið að hafa hendur í hári Radovans Karadzic, sem er eftirlýstur stríðsglæpamaður og m.a. sakaður um aðild að umsátrinu um Sarajevo og þjóðarmorðin í Srebrenica. Karadzic, sem var forseti hins sjálfskipaða fríríkis Serba (Republika Srpska) innan Bosníu og Hersegóvínu á stríðsárunum 1992 til 1995, er hins vegar litinn öllu jákvæðari augum af Bosníu-Serbum sem margir hverjir telja hann frelsishetju. Jón Óskar Sólnes fjallar um málið. Ljósmynd/Jón Óskar Sólnes Við rannsóknina á þjóðarmorðunum í Srebrenica var áhersla lögð á að bera kennsl á fórnarlömbin og voru líkamsleifar þeirra geymdar í merktum tjöldum. Reuters Sérsveit lögreglumanna við bústað bæjarprestsins Pale eftir að hermenn SFOR gripu í tómt við leit sína að Radovan Karadzic. Presturinn og sonur hans særðust í aðgerð hermannanna. Reuters Radovan Karadzic árið 1995. Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári hans. Ljósmynd/Jón Óskar Sólnes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.