Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 23
adzic telur sig hafa staðið við sinn
hluta samkomulagsins og hefur þess-
um skilaboðum verið rækilega komið
á framfæri af konu hans. Og það
rennir óneitanlega stoðum undir
þessa kenningu að aðspurður hefur
Holbrooke ekki fengist beinlínis til að
hrekja hana. Ekki fer milli mála að
flestir Bosníakar sem máttu þola
mestu þjáningarnar í stríðinu telja
mjög trúverðugt að slíkt griðasam-
komulag hafi verið gert.
Frammistaða SFOR og del Ponte
Þegar herir Atlantshafsbandalags-
ins tóku sér stöðu í Bosníu til að
tryggja að friðurinn samkvæmt
Dayton/París yrði festur í sessi máttu
þeir glíma við afar viðkvæma stöðu.
Allar þrjár meginfylkingar í stríðinu
töldu sig hafa borið minna úr býtum
en þeim bar. Þannig syrgðu Bosníu-
Serbar að Sarajevó hefði í raun fallið
Bosníökum í skaut með því að senda
vopnaða öfgamenn inn í serbnesk
hverfi borgarinnar og hrekja þá yfir
til Republika Srpska. Algengt var að
til minni háttar skotbardaga kæmi yf-
ir fyrrum átakalínu og öryggi her-
manna og borgara var lítið. Kannski
þarf ekki að undra að herliðið hafi
ekki sett það á oddinn þá að hand-
sama eftirlýsta stríðsglæpamenn.
Fáir hafa verið jafn yfirlýsinga-
glaðir í þessum efnum og Carla del
Ponte, yfirsaksóknari stríðsglæpa-
dómstólsins i Haag (ICTY). Hún hef-
ur óspart gagnrýnt Atlantshafs-
bandalagið, einkum Bandaríkja-
menn, Breta og Frakka, og sakað um
linkind. Aðrir telja að del Ponte sé full
yfirlýsingaglöð og ekki sé til inni-
stæða fyrir öllum hennar staðhæfing-
um. Hún lýsir reglulega yfir hvar Ka-
radzic og Mladic sé að finna og einnig
hvar þeim hafi sést bregða fyrir. Svo
rammt hefur að þessu kveðið að sleg-
ið hefur í brýnu milli ICTY og SFOR
bakvið tjöldin vegna þessa.
Undirritaður hefur til að mynda
sjaldan séð hinn annars skapgóða og
hægláta Robertson lávarð jafn ergi-
legan og á blaðamannafundi hér í
Sarajevó þegar hann var inntur eftir
ummælum del Ponte. Robertson var
þá að kveðja sem framkvæmdastjóri
NATO og var spurður hvort honum
þætti eðlilegt að Karadzic hefði ekki
enn verið handsamaður. Þá hafa yf-
irlýsingar bandarískra embættis-
manna og vakið athygli nýskeð en það
er ljóst að þeir eru orðnir þreyttir á
gagnrýninni frá del Ponte.
RS og alþjóðlegar skuldbindingar
Fulltrúar alþjóðasamfélagsins hér
í Bosníu hafa enn í mörgu að snúast
þótt liðinn sé tæpur áratugur frá því
að stríðinu lauk. Hyggja þarf að efl-
ingu réttarríkisins og þar skiptir lög-
regluaðgerð ESB (EUPM) miklu.
Framundan er sú vinna að stórefla
getu lögreglu til að takast á við skipu-
lagða glæpastarfsemi og mansal, svo
dæmi séu nefnd. Enn er verið að
hreinsa til í gerspilltu dómskerfi. Með
einhverjum hætti verður að freista
þess að koma efnahagskerfinu í gang,
en þrátt fyrir að andvirði liðlega 10
milljarða evra hafi runnið hingað eftir
stríð er verg þjóðarframleiðsla ennþá
lægri en fyrir stríð. Og í haust eru svo
enn einar kosningarnar.
Fulltrúar NATO/SFOR og æðsti
yfirmaður alþjóðasamfélagsins hér í
Bosníu og Hersegóvínu, Ashdown lá-
varður (fyrrum leiðtogi frjálslyndra í
Bretlandi), hafa bent á að stjórnvöld í
Republika Srpska hafi gengist undir
kvaðir sem leggi ábyrgðina á að góma
Karadzic á þeirra herðar. Lögregla í
Republika Srpska hefur hins vegar
lítið látið að sér kveða í þessum efn-
um. Þó má segja að hún hafi í fyrsta
sinn sýnt einhverja getu og vilja til að
fást við eftirlýsta stríðsglæpamenn
um miðjan apríl þegar einn maður lá í
valnum eftir aðgerð í Visegrad þar
sem reynt var að handsama tvo ætt-
ingja hans. Talsmenn alþjóðasam-
félagsins telja hins vegar að takist
ekki að koma Karadzic á bak við lás
og slá muni Bosnía aldrei eiga sam-
leið með öðrum frjálsum ríkjum í
Evrópusambandinu og Atlantshafs-
bandalaginu. Vandinn við þessa að-
ferðafræði er hins vegar sá að svo
virðist sem leiðtogar þjóðernissinn-
aðra Bosníu-Serba muni fyrr standa
einangraðir frammi fyrir alþjóðasam-
félaginu en að koma upp um leynistað
Karadzic. Í þeirra huga er það póli-
tískt sjálfsmorð að taka þátt í því að
framselja þennan eftirlýstasta stríðs-
glæpamann Balkanskaga. Þeir horfa
til Serbíu þar sem samstarf við ICTY
leiddi til ósigurs umbótaafla í síðustu
kosningum. Og í haust eru kosningar
í Bosníu. SDS mun vísast hyggjast
nýta sér frekari aðgerðir til að hand-
sama Karadzic sér til framdráttar
heldur en hitt. Við þessar aðstæður
verður fróðlegt að fylgjast með fram-
göngu SFOR á þessu síðasta ári her-
liðsins í Bosníu, en um næstu áramót
er stefnt að því að Evrópusambandið
taki við hlutverki SFOR og að alþjóð-
legur herafli verði þá um sex þúsund
manns, eða einn tíundi af því sem var
eftir að stríðinu lauk.
Höfundur er forstöðumaður kynning-
armála og prótokolls hjá lögreglu-
aðgerð ESB í Bosníu og Hersegóvínu,
EUPM (European Union Police Miss-
ion). Hann starfar þar á vegum
Íslensku friðargæslunnar. Þær skoðanir
sem fram kunna að koma í þessari
grein eru höfundar.
Samkeppni
um nafn á hóteli í
Eimskipafélagshúsinu
Heimsferðir auglýsa eftir tillögum um nafn á hóteli í
húsi Eimskipafélagsins í Pósthússtræti 2. Húsinu verð-
ur breytt í glæsilegt 4 stjörnu hótel og óskað er eftir
tillögum um nafn sem hæfir slíku hóteli um leið og
það þarf að vera auðvelt til notkunar til kynningar á
erlendum mörkuðum.
Vinsamlegast sendið tillögur til Heimsferða, merktar:
Nafnasamkeppni - hótel
Heimsferðir
Skógarhlíð 18
105 Reykjavík
eða á tölvupóstfang: hotel@heimsferdir.is
Vinningshafi vinnur ferð í leiguflugi Heimsferða
að upphæð kr. 100.000.
Ef margir eru með tillögu að því nafni sem valið er,
er dregið úr nöfnum þátttakenda.
Vinsamlegast skilið tillögum fyrir 5. maí.