Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 29 Leikminjasafni Íslandsbarst nýlega góð gjöf fráGuðrúnu Guðmunds-dóttur, ekkju Klemenzar Jónssonar leikara og leikstjóra. Gjöfin er safn Klemenzar sem inni- heldur leikstjórnarhandrit, skrár og myndir frá ferli hans. Klemenz, sem fæddur var árið 1920 og lést árið 2002 er einna best þekktur fyrir fyrstu uppfærslurnar hér- lendis á barnaleikritunum Dýr- unum í Hálsaskógi og Kardi- mommubærum eftir Thorbjörn Egner, en hann var einnig leiklist- arstjóri Útvarps frá 1975 til 1981 auk þess að sinna kjara- og stétt- armálum leikara af miklum dugn- aði og vera formaður Félags ís- lenskra leikara á árunum 1967–1975. Klemenz hirti vel um leikstjórn- arhandrit sín, batt þau inn hvert og eitt og tölusetti, og eru þau meg- inuppistaðan í safninu sem Leik- minjasafninu var fært. „Leikstjórn- arhandrit, það er að segja vinnuhandrit leikstjóra þar sem færðar eru inn stöður og ýmsar upplýsingar tengdar uppsetningu, eru oft mjög góðar heimildir um vinnu leikstjórans og hvernig sýn- ingin hefur verið sett upp. Klem- enz hélt þessum handritum til haga alveg frá upphafi, en það er því miður ekki nógu algengt að leik- stjórar séu svona passasamir,“ seg- ir Jón Viðar Jónsson, for- stöðumaður Leikminjasafns Íslands í samtali við Morgunblaðið. Skjalið undirritað af bæjarfógetanum Bastían Í safni Klemenzar eru jafnframt ýmis önnur handrit, s.s. að sam- settum leiknum dagskrám um söguleg efni sem Klemenz vann fyrir útvarp á síðari árum og tals- vert af myndefni, einkum kveðjur og kort frá Thorbirni Egner. „Þessar sýningar á verkum Thor- björns Egner, sem Klemenz setti upp um og uppúr 1960, slógu ræki- lega í gegn, og hann og Thorbjörn Egner urðu miklir vinir í kjölfarið. Egner kom m.a. hingað til lands að sjá leikritin, var mjög hrifinn af sýningunum og sendi Klemenzi mörg kort og kveðjur, sem við höf- um fengið hluta af,“ segir Jón Við- ar um leikritin, sem enn lifa góðu lífi í vitund Íslendinga. „Þess má kannski geta til gamans, að meðal gagnanna sem við eiguðumst er innrammað skjal, þar sem Klemenz er gerður að heiðursborgara í Kardimommubæ. Undir skjalið rita bæjarfógetinn Bastían og Tobbi í turninum og aðrir góðborgarar í Kardimommubæ. Klemenz hélt mikið upp á þetta og það var hon- um greinilega dýrmætt.“ Glötuð gögn án safns Leikminjasafnið hefur eflst mjög að undanförnu að sögn Jóns Viðars og hefur því borist mikið af fjöl- breyttu og skemmtilegu efni. „Það berst til okkar eftir ýmsum leiðum, við höfum til dæmis fengið nokkur einkasöfn frá afkomendum for- ystufólks í íslensku leikhúsi. Hing- að kom til dæmis mjög gott safn frá Brynjólfi Jóhannessyni, sem var auk leikarastarfsins einn af for- kólfum Leikfélags Reykjavíkur í áratugi og hélt miklu til haga. Einnig höfum við safn Soffíu Guð- laugsdóttur, sem var burðar- leikkona fram undir 1950, sem og gögn frá Alfreð Andréssyni, Indriða Waage og yngra fólki eins og Gísla Halldórssyni, Helgu Bach- mann og Helga Skúlasyni. Það er misjafnt hvort fólk heldur utan um sín gögn, en þetta fólk gerði það og það er gríðarlegur fengur að fá þetta. Þá er rétt að nefna að fjöl- margir, sem eiga bæði gripi og stærri söfn, hafa gefið okkur fyr- irheit um að koma þeim til okkar í fyllingu tímans. Það líður vart sá dagur að maður frétti ekki af ein- hverju eða einhverju skoli ekki hingað inn.“ Jón Viðar segir jafnframt ljóst, að mikið af þessum gögnum hefði farið forgörðum ef ekki hefði komið til Leikminjasafnið, sem var stofn- að í fyrra. „Aðdragandinn að því var sá að það voru stofnuð samtök um safnið fyrir þremur árum, sem allt leikhúslífið stóð að. Þau samtök störfuðu í tvö ár og voru lögð niður í fyrra og safnið stofnað upp úr því. Þetta er nú orðin sjálfseign- arstofnun, sem safnar og skráir reglubundið, stendur fyrir sýn- ingum og heldur uppi fræðslu, t.d. á heimasíðu sinni.“ Hann segir gögnin sem safnið hefur í sinni vörslu vera bæði fjöl- breytt og umfangsmikið, þar megi til dæmis finna um 4.000 ljós- myndir. „Þá eigum við á fimmta hundrað leikhandrita, gögn frá leikhópum á borð við Grímu og Al- þýðuleikhúsið og ekki síst stórt safn búninga- og sviðsmyndateikn- inga og jafnvel sviðslíkön frá okkur helstu leikmyndahönnuðum,“ segir Jón Viðar og nefnir Lárus Ingólfs- son, Gunnar R. Bjarnason, Magnús Pálsson og Steinþór Sigurðsson. „Þetta eru dæmi um gögn sem annars myndu vafalítið hafa glat- ast, því það eru engin önnur söfn sem taka við þessu.“ Skortir sýningaraðstöðu Aðstaða Leikminjasafnsins er í Reykjavíkurakademíunni, sem er til húsa í JL-húsinu við Hring- braut. Þar er þó einungis skrifstofa og geymsla, en aðstaða til sýn- ingahalds er enn takmörkuð. „Sam- tök um leikminjasafn héldu tvær stórar sýningar, fyrst árið 2002 um leikrit og leikhúsafskipti Halldórs Laxness og í fyrra um Sigurð Guð- mundsson málara. Það sem háir okkur er skortur á fastri sýning- araðstöðu, en meðan svo er munum við halda stakar sýningar eins og þessar á ýmsum stöðum. En við er- um alltaf að leita að húsnæði og treystum því að bæði stjórnvöld og aðrir góðir menn muni hjálpa okk- ur til að finna það, því það skiptir auðvitað miklu máli að safnið sé sýnilegt hversdagslega,“ segir Jón Viðar Jónsson að lokum. „Við erum hér með ómetanleg menning- arverðmæti sem við höfum hvorki ráð á því að týna né stinga undir stól.“ Guðrún Guðmundsdóttir, ekkja Klemenzar Jónssonar, afhendir Leikminjasafni Íslands gögn eiginmanns síns Gerður að heiðursborg- ara í Kardimommubæ ingamaria@mbl.is Guðrún Guðmundsdóttir afhendir Jóni Viðari Jónssyni, forstöðumanni Leikminjasafns Íslands, leikstjórnarhandrit Klemenzar Jónssonar. Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Þá verða einnig boðin upp verk eftir Ólaf Elíasson, Georg Guðna, Helga Þorgils, Pétur Gaut, Braga Ásgeirsson og Kristján Davíðsson. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið í kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16, í dag kl. 12.00 – 17.00. Sími 551 0400 Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Gott tækifæri Laugavegur Spennandi veitingastaður, bar, með leyfi fyrir áfengisveitingar í garði til sölu eða leigu. Uppl. í s. 698 9786 eða 699 4631. Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfanga- stöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Tryggðu þér síðustu sætin í maí Sólar- tilboð í maí frá kr. 29.950 með Heimsferðum Mallorca Verð frá kr. 37.995 26. maí - 19 sæti 2. júní - 27 sæti M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, Playamar. Netverð. Benidorm Verð frá kr. 29.995 19. maí - 21 sæti M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Netverð. Rimini Verð frá kr. 39.995 20. maí - 11 sæti 27. maí - 23 sæti M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, vikuferð, stökktutilboð. Netverð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.995 19. maí - 17 sæti 26. maí - uppselt Flugsæti til Costa del Sol 19. maí Barcelona Verð frá kr. 29.950 20. maí - 23 sæti 27. maí - 21 sæti Flugsæti með sköttum. Portúgal Verð frá kr. 29.990 26. maí - 11 sæti 2. júní - 21 sæti 9. júní - uppselt Flugsæti með sköttum. SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.