Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSNESKI píanóleikarinn Igor Kamenz heldur tónleika í Tíbrá í Salnum í kvöld kl. 20. Þegar blaða- maður hitti Kamenz að máli í Saln- um var hann nýlentur eftir langt ferðalag, en lét það ekki aftra sér frá því að taka lagið og spjalla síð- an. Aðspurður segir Kamenz tón- leikana hér í kvöld eiga sér langan aðdraganda, því liðin séu rúm tvö ár síðan það var fyrst nefnt að hann kæmi hingað til lands að spila. „Það er mér sérstök ánægja að koma fram hér í Salnum því mig hefur lengi dreymt um að spila í Skandinavíu, þannig að með þess- um tónleikum má segja að gamall draumur minn sé að rætast,“ segir Kamenz og brosir. Að sögn Kamenz má rekja heim- sókn hans nú til Íslands til þess að Helgi Jónsson, sem er að læra tón- vísindi í Freiburg, var að vinna í plötubúð í Freiburg sem umboðs- maður Kamenz leggur oft leið sína í. Helgi þekkti Kamenz af upp- tökum auk þess sem hann hafði heyrt hann spila á tónleikum og nefndi það við umboðsmanninn hvort ekki væri tilvalið fyrir Ka- menz að koma hingað. Sú hugmynd þótti afar góð, en hins vegar tók það tvö ár þar til hægt var að finna tíma sem hentaði Kamenz enda er hann upptekinn við tónleikahald víðs vegar um heim. Á efnisskrá tónleika kvöldsins eru fjögur verk eftir þrjú tónskáld: Sónata nr. 7 í D-dúr Op. 10, nr. 3 og Sónata nr. 14 í cís-moll Op. 27, nr. 2, sem margir þekkja betur sem Tunglskinssónötuna, eftir Ludwig van Beethoven, Tvö ljóð (Poèmes) Op. 32 eftir Alexander N. Scriabin og Sónata í h-moll eftir Franz Liszt. Leikur Tunglskinssónötuna í fyrsta sinn í átta ár Spurður um verkefnaval kvölds- ins segist Kamenz hafa mikla unun af því að spila verkin, auk þess sem þau séu skemmtilega ólík. „Raunar vill svo einstaklega skemmtilega til að í kvöld er ég að leika Tungl- skinssónötuna aftur eftir nokkurt hlé því ég hef ekki leikið hana op- inberlega síðan 1996. Um nokkurra ára skeið langaði mig hreinlega ekki til að leika hana en núna kallar hún aftur á mig. Sónatan er nátt- úrlega sérlega erfið, ekki síst sök- um hins hæga inngangskafla sem er mjög viðkvæmur.“ Að sögn Kamenz er h-moll són- ata Liszt algjört þungavigtarverk tónbókmenntanna. „Sjá má verkið sem afrakstur tveggja tímabila, þ.e. þess klassíska og nútímans. Oft er það svo að tónskáld sem uppi eru á miklum umbrotatímum, þar sem gamli tíminn er að renna sitt skeið og sá nýi að taka við, skrifa algjör tímamótaverk. Þannig má segja að Liszt toppi sinn tíma og opni að sama skapi leiðina fyrir aðra menn í framtíðinni. Þessi hálftíma langa sónata er algjört tímamótaverk m.a. sökum þess að í henni eru engin kaflaskipti, líkt og einkennt hafði allar sónötur fram að þeim tíma. Sónata Liszt er bara ein sam- fella, eitt symfónískt ljóð, þótt vissulega skiptist á hraðir og hægir kaflar.“ Okkar hlutverk er að vera í þjónustu tónskáldanna Igor Kamenz er fæddur í Chab- arowsk í Síberíu árið 1968. Hann hóf ungur tónlistarnám og lærði ekki aðeins á píanó heldur einnig á fiðlu auk þess að nema hlómsveit- arstjórn. Aðeins tólf ára gamall var hann farinn að stjórna hljóm- sveitum víða í Sovétríkjunum sál- ugu og kom m.a. fram sem gesta- stjórnandi með Útvarpshljóm- sveitinni í Moskvu og í Bolshoi. Kamenz segist framan af ævinni mun oftar hafa komið fram sem hljómsveitarstjórnandi en sem ein- leikari á píanó, en að þetta hafi snúist við eftir að hann flutti til Þýskalands árið 1978. Í dag komi hann þó jöfnum höndum fram sem einleikari og hljómsveitarstjóri. Aðspurður hvort honum líki bet- ur segir Kamenz það erfitt að meta. „Ég geri hvort tveggja með ánægju því allt þjónar þetta tónlistinni. En raunar verð ég að segja að mér finnst þetta tvennt hjálpast að, þannig græðir stjórnandinn í mér á píanóleikaranum í mér og öfugt. Því allt snýst þetta jú um að flytja fólki tónlist.“ Inntur eftir því hvernig hann nálgist þau verk sem hann æfi seg- ist Kamenz líta svo á að tónskáldin skrifi á mjög svo ófullkomin hátt það sem þau eigi raunverulega við. „Hlutverk okkar hljóðfæraleikara og stjórnenda er að þjóna tónskáld- unum og komast að því hvað leynist á bak við nóturnar. Eitt sinn var einmitt haft eftir Gustav Mahler að í partítúrnum stæði allt - nema það mikilvægasta. Því það er ekki hægt að skrifa það. Okkur hlutverk er hins vegar að vera í þjónustu tón- skáldanna og gefa áhorfendum hlutdeild í þeim tilfinningum og því hugarástandi sem leynist að baki nótnaskriftinni. Þess vegna er tón- listin alltaf síný vegna þess að tón- listarmenn spila hver á sinn hátt og þó allir fari þeir nákvæmlega eftir því sem stendur skrifað á blaðinu þá hljómar það samt gjörólíkt,“ segir Igor Kamenz að lokum. Allt snýst þetta um að flytja fólki tónlist Morgunblaðið/Sverrir Rússneski píanóleikarinn Igor Kamenz leikur á Tíbrár-tónleikum í Salnum. silja@mbl.is EF HÆGT væri að segja að El- ísabet Jökulsdóttir hefði krufið þjóðarsjálfið í síðasta leikriti sínu sem sett var á svið þá er núna komið að krufningu nærtækara sjálfs. Einleikurinn er form sem stendur augljóslega hjarta Elísa- betar nærri, enda á leikræn ein- ræða margt skylt með þeim nú- tímaljóðum sem afhjúpa skáldið og ýta því í allri sinni nekt fremst á brún leiksviðsins þar sem almenn- ingur getur grannskoðað innviði þess að vild. Steinunn Knútsdóttir leikstýrði síðasta leikverki Elísa- betar sem kom fyrir sjónir lands- manna, Íslands þúsund tár í Nem- endaleikhúsinu, og heldur um stjórnvölinn hér jafnframt því að velja hvað hún vill leggja áherslu á úr textanum. Ætlunin er að sýna verkið jafnt hér heima fyrir enskumælandi heimamenn og útlenda ferðamenn og að halda með það í farteskinu í víking á erlenda grund. Þar af leiðir að höfundur kaus að skrifa verkið á ensku. Orðaforði höfund- ar og leikni í því máli er mun tak- markaðri en í móðurmálinu sem orsakar einföldun orðræðunnar. Þessi staðreynd hefur bæði kosti og galla – helsti kosturinn er að það er eins og hér sé kjarni máls- ins alltaf til umræðu, eins skýr og einfaldur og helst verður kosið en jafnframt nær ómögulegt að festa hendur á honum og negla hann niður. Vitundarstreymið fer ein- hvern veginn fyrir ofan og neðan órætt innra líf aðalpersónunnar, sem ekki er hægt að tjá í orðum. Í stað þess er veröld líðanarinnar túlkuð í leik. Þó að persónur leik- ritsins sem hér er til umræðu séu þrjár, þá eru þær allar leiknar af einni og sömu leikkonunni, aðal- persónan – Blind and kind-woman – með öllum líkamanum en auka- persónurnar tvær – Funeral-wom- an og Universe-woman – með höndum hennar. Þær eru þannig séð viðhengi, bæði sjónrænt og rökrænt. Það mætti kannski líkja þessum tveimur ósjálfstæðu verum við engilinn og púkann sem gjarn- an fylgja vissum teiknimyndaper- sónum og tákna þá góða og slæma þætti í sálarlífi þeirra. Þessir fulltrúar góðra og slæmra þátta sjálfsins eru engin tilviljun, verkið er gegnsýrt af vondri samvisku sem persónan þjáist af sem ein- staklingur – eins og tilvísanir um samband við giftan mann ýja að – eða sem hluti af heild – og er þá rætt um umhverfisspjöll og þjóð- armorð. Aðalpersónan er blind fyr- ir aðstæðum sem bera hana of- urliði og of góð til að geta spyrnt við fótum. Afleiðingin er, svo vísað sé í kvikmyndaskáldið Fassbinder, að óttinn étur sálina eða í þessu tilfelli að persónan étur sjálfa sig – eyðir sjálfri sér – þegar hún ræður ekki við þær aðstæður sem ístöðu- leysi hennar hefur komið henni í. Sjálfseyðingarhvötin er hér afleið- ing þess að hafa hvorki stjórn á sjálfum sér né umhverfi sínu sem orsakast af því að geta ekki varað sig á því sem ógnar sjálfinu og að kunna ekki að setja öðrum mörk sjálfum sér til bjargar. Þó að textinn minni helst á vit- undarstreymi þá er flæðið allt annað en stjórnlaust. Þáttaskilin eru skýr og eins og höfundur bendir á er hægt að marka í verk- inu skiptingu í tólf kafla. End- urtekin stef í textanum og end- urteknar gjörðir leikkonunnar tengja mismunandi þætti sýning- arinnar saman. Það er endað á byrjuninni eða kannski byrjað á endanum, a.m.k. er komið aftur að umræðuefni upphafsins í endan- um. Ef til vill gengur sýningin í endalausa hringi á meðan persón- an bíður eftir að eitthvað gerist og rjúfi þá innri einangrun sem er túlkuð svo eftirminnilega á svið- inu. Steinunn Knútsdóttir leik- stjóri hefur hér haft nægt tilefni til að velta fyrir sér þeim mögu- leikum sem leikritið gefur og móta form sýningarinnar með leikrænni útfærslu á textanum og þeirri sjónrænu sýn sem hann blés henni í brjóst. Henni til aðstoðar er fáliðaður her útvalinna sem skilar einstak- lega vönduðu verki. Svo fyrst sé vikið að búnaði leikkonunnar í sýn- ingunni kemur helst upp í hugann búningur Filippíu Elísdóttur sem vísar m.a. í fótabúnað dauðu norn- arinnar í kvikmyndinni um Galdra- karlinn í Oz og mjaðmaauka Marie Antoinette auk áhrifamikillar förð- unar. Einnig má nefna viðamikla hárkollu úr smiðju Jóns Atla og Kristínar Thors. Ytri búnaður sýn- ingarinnar er hannaður af Árna Páli Jóhannessyni, en honum til aðstoðar við brellur eru Eggert Ketilsson og Harrý Jóhannsson. Hilmar Örn Hilmarsson sér um að hanna hljóðmynd sýningarinnar og styðst m.a. við píanóstef Uglu Hauksdóttur. Allt er þetta fyrsta flokks og fellur eins og flís við rass við heildarsýn leikstjórans. Pálína Jónsdóttir sýndi hve henni er tamt að samhæfa leik- túlkun sína við stílfærðar hreyf- ingar í aðalhlutverkinu í Fröken Júlíu Strindbergs í leikstjórn Rún- ars Guðbrandssonar um árið. Hér mætir hún tvíefld til leiks eftir nokkurt hlé og sýnir að hún hefur notað tímann vel. Hún túlkar þessa þríeinu persónu Elísabetar framúrskarandi vel enda varla annað hægt en að fylla eftirminni- lega upp í þá undraveröld sem henni er búin á sviðinu. Raddbeit- ingin er afar fjölbreytt – skannar allt frá djöfulsetnu stúlkunni í kvikmyndinni Exorcist til feimn- islegra ræðuhalda. Eini hængurinn á frammistöðu Pálínu er að á stundum er erfitt að greina texta Elísabetar af munni hennar þar sem hann verður að láta undan fyrir fossnið og ómi hljóðfæraslátt- ar. Kannski er þetta með ráðum gert og þá táknrænt fyrir rödd einstaklingsins sem er kæfð af um- hverfishávaða nútímans. Það væri ekki úr vegi í verki þar sem sjálfs- eyðing aðalpersónunnar er tengd landeyðingu, stríðshörmungum og öðrum óþokkaskap. Sjálfseyðing LEIKLIST Sjónlist í Iðnó Höfundur: Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir. Leik- myndarhönnuður: Árni Páll Jóhannesson. Búningahönnuður: Filippía I. Elísdóttir. Hljóðhönnuður: Hilmar Örn Hilmarsson. Hönnuður myndbandsbrota: Elísabet Rónaldsdóttir. Tónskáld: Ugla Hauks- dóttir. Leikari: Pálína Jónsdóttir. Miðviku- dagur 21. apríl, síðasti vetrardagur. THE SECRET FACE Morgunblaðið/Jim Smart Hér mætir Pálína Jónsdóttir tvíefld til leiks eftir nokkurt hlé og sýnir að hún hefur notað tímann vel, segir Sveinn Haraldsson meðal annars. Sveinn Haraldsson Náðhúsið 2004 er eftir Gústaf S. Berg. Í frétta- tilkynningu segir að bókin sé stopp- full af fánýtum fróðleik, fim- maurabröndurum, heilabrotum og dægradvöl af ýmsu tagi. „Ef þig vantar að vita hver séu skrýtnustu götuheitin á Íslandi, hvað hundur Hitlers hafi heitið eða hvernig best sé að þekkja hreina mey eða svein þarftu ekki að leita lengra. Hér eru kynstur svara við spurningum sem þér hefur aldrei dottið í hug að spyrja,“ segir ennfremur. Ritstjórn Eddu útgáfu var höfund- inum innan handar við samningu bók- arinnar og hjálpaði honum að gera hugarfóstur hans að veruleika og bætti fjölmörgu inn frá sínu brjósti – allt þó í sönnum Gústaf S.-anda. Útgefandi er Vaka-Helgafell. 152 bls. Bókar- og kápuhönnun: Björg Vilhjálmsdóttir. Prentuð í Dan- mörku. Verð: 990 kr. Samtíningur Strandanornir eft- ir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur er komin út í kilju. Óboðinn gestur birtist óvænt í ár- legri veislu Kol- fríðar fyrir fram- liðna ættingja og vini – ófrýnileg skotta sem skelfir bæði hana og barnabörnin þrjú, Úrsúlu, Messíönu og Valentínus. Til að kveða óværuna niður þarf fjölskyldan að fara alla leið norður á Galdrastrandir á vit for- tíðarinnar og sú ferð verður ekki tíð- indalaus. Kristín Helga Gunnarsdóttirer hef- ur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. völdu gestir Borg- arbókasafnsins bók hennar Í Mána- ljósi bestu íslensku barnabók ársins 2001. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 206 síður, prentuð í Dan- mörku. Teikningar og kápumynd eru eftir Halldór Baldursson. Verð: 1.599 krónur. Kilja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.