Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 35 Heimili fyrir þig - þinn hagur er okkar metnaður sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 FLÚÐASEL 92 - STÓRGLÆSILEG 4RA Opið hús í dag Sérlega vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Vandaðar sérsmíð- aðar innréttingar og fallegt eikar- parket á gólfum. Þrjú rúmgóð her- bergi og stórar bjartar stofur. Íbúðin var nýlega sýnd í Innlit - útlit og er laus fljótlega. Verð 13,4 millj. Opið hús í dag frá kl. 16.00-18.00. Sólveig og Hilmir taka vel á móti fólki. SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA MARKLAND 6 - OPIÐ HÚS Í DAG Góð 85,8 fm 3ja-4ra herbergja íbúð með fallegu útsýni. Björt og vel skipulög íbúð á þessum vin- sæla stað. Góðar svalir í suð- vestur. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 14-16. Telma, sölumaður Eignavals, tekur vel á móti ykkur. Bjallan er merkt: Opið hús. Áhvíl. 2,8 millj. Verð 13,5 millj. (3836) WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali FURUGRUND 30 - OPIÐ HÚS Í DAG Góð 61,7 fm 2ja herb. íbúð í Furugrund á 1. hæð m/rúmgóð- um suð-vestur svölum. Eldhúsið er snyrtilegt með ljósri innrétt- ingu og flísum á gólfi. Baðher- bergið er flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa, nýlega endur- nýjað. Hús og sameign eru í góðu ástandi. Stutt er í skóla, leikskóla og alla þjónustu. Góð eign á þessu vinsæla stað. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18. Telma, sölumaður Eignavals, tekur vel á móti ykkur. Bjallan er merkt: Opið hús. Verð 10,4 millj. (3844) Sólvallagata Nýkomið í sölu 227 fm ein- býlishús sem er kjallari og tvær hæðir auk 35 fm bíl- skúrs. Á aðalhæð er forstofa, hol, samliggjandi parketlagðar stofur og eldhús með falleg- um lökkuðum hvítum innrétt- ingum og góðri borðaðstöðu. Uppi eru 3 svefnherbergi, hol og baðherbergi með hornbaðkari og í kjallara eru forstofa, tvö herbergi, salerni og þvottaherbergi með sturtu og gufubaði. Ræktuð lóð með timburverönd og heitum potti. Hiti í stétt og innkeyrslu. Verð 36,0 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. SKÚTUVOGUR 2 - RVK - TIL LEIGU SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Glæsilegt og vandað nýtt lyftuhús (2. hæð) og 3. hæð (útsýnisturn). Tilvalin eign fyrir t.d. lögfræðing, verkfr., stofnanir, læknastofur o.fl. o.fl. Góð aðkoma og næg bílastæði. Einstök staðsetning og auglýsingagildi. Afh. strax. Ath. að 1. hæðin, jarðhæð, er öll leigð (Expert og Europris). Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár NJÁLSGATA 86 - 3JA HÆÐ - LAUS FLJÓTLEGA Góð 2ja herb. íbúð á 3ju hæð. Íbúðin skiptist í stofu, svefn- herbergi, eldhús og salerni. Nýtt pergo-parket er á íbúðinni og rafmagn yfirfarið. Góð íbúð í hjarta Reykjavíkur. Áhv. eru 4,9 millj. Verð 9,4 millj. Stella tekur á móti ykkur í dag á milli kl. 15.00 og 17.00 Ósannindi eða fleipur Í viðtali við Bjarna F. Einarsson í Morgunblaðinu 30. mars sl., þar sem hann ræðir ma. um dómnefnd sem fjallaði um umsækjendur um starf í fornleifafræði við Háskóla Íslands, ásakar hann mig, sem átti sæti í dómnefndinni, um að hafa farið með rangt mál fyrir héraðs- dómi og annaðhvort sagt ósatt eða ályktað um mál án þess að hafa kynnt mér þau. Morgunblaðið tekur þessar ásakanir upp undir fyrirsögninni: „Fór með rangt mál fyrir dómi“. Ég get ekki látið hjá líða að svara þessum alvar- legu ásökunum. Í viðtalinu segir ma.: „Bjarni segir Helga Þorláksson prófessor í sagnfræði og einn dómnefndarmanna hafa haldið því fram fyrir dómi að Bjarni hafi ekki aldursgreint hið meinta blóthús og þar af leiðandi geti hann ekki tengt það við til- tekið kuml. Hann segir að hér hafi Helgi farið með rangt mál og að í gögnum sem hann lagði fram komi fram að sýni voru geislakolsald- ursgreind í tvígang. Annaðhvort hafi Helgi ekki kynnt sér nið- urstöðurnar eða sagt ósatt fyrir dómi“. Kuml og jarðhýsi Fyrir dómi sagði ég ekkert um það að Bjarni hefði ekki aldursgreint umrætt blóthús sem hann þykist hafa fundið á Hólmi. Ég var beð- inn um að gera grein fyrir því sem við dómnefndarmenn teldum að- finnsluvert við ályktanir hans um jarðhýsi eða „gróphús“ sem hann gróf upp á Hólmi og tengdi sér- staklega við kuml á staðnum. Kuml er sem kunnugt er heiðinn leg- staður. Bjarni fann merki um að menn hefðu farið með eld og skilið eftir bein í jarðhýsinu og setti það í samband við kumlið og sá fyrir sér átveislur eða blótveislur. Ætluð tengsl við kumlið virðast hafa vald- ið þessum ályktunum hans um blót. Þess vegna voru möguleg tengsl kumls og jarðhýsis afar mikilvæg fyrir allar ályktanir hans. Ég lagði út af því sem segir í dóm- nefndarálitinu um þetta en það er svona: Úrskurður um afstöðu jarðhýs- isins í tíma til kumlsins gæti varp- að ljósi á þessar minjar. Er það samtíma, eldra, yngra? Þetta kem- ur hvergi fram. Þá er galli að af- staða kumls og jarðhýsis til bæj- arstæðis er hvergi sýnd á korti. Ég er ekki fornleifafræðingur en geri mér far um að færa mér í nyt niðurstöður fornleifafræðinga að hætti miðaldasagnfræðinga. Ég styðst við ályktanir fornleifafræð- inganna í nefndinni um það að í þessu sambandi ráði ekki úrslitum þótt Bjarni hafi látið tímasetja sýni úr jarðhýsinu með geislakolsgrein- ingu (C 14). Þau segja að geisla- kolsgreining sem hann lét gera segi ekki meira um aldur en það sem almennt er vitað, að jarðhýsi eins og Bjarni fann eru frá elstu tíð Íslandsbyggðar. Greiningin nægir Bjarna ekki til að álykta neitt um afstæðan aldur kumls og jarðhýsis. Það sem Bjarni þurfti á að halda var aldursgreining sem sýndi að jarðhýsið hefði verið sam- tíma hinu heiðna kumli. Fyrir ályktanir hans skiptir td. miklu að jarðhýsið hafi ekki verið eldra en kumlið og verið fallið úr notkun þegar kumlið var gert. Bjarni sýn- ir ekki afstöðu kumlsins til jarð- hýsisins, né þeirra beggja til bæj- arins á staðnum, hvorki á korti né út frá jarðlögum, en slík afstaða hefði getað varpað ljósi á tengsl minjanna. Undirstöður Bjarna eru því ótraustar eftir þeim gögnum að dæma sem hann lagði fram. Hann hefur ekki nein blóthús á Norð- urlöndum til samanburðar, ekkert samanburðarefni og er vant að sjá á hverju ályktanir hans um blóthús geta byggst. Fundur jarðhýsisins gefur ekki tilefni til að álykta ann- að en að þarna hafi verið íveruhús fólks sem neytti matar, skildi eftir bein og fór með eld. Ásakanir Ásaknir Bjarna eru alvarlegar, eins og kemur fram að ofan. Fyrir dómi vék ég fyrst að hinu heiðna kumli en síðan er haft eftir mér í beinu framhaldi: „Hann [Bjarni] veit hins veg- ar ekki frá hvaða tíma jarðhýsið er eða gróp- hýsið, þannig að það kann að vera eldra og það kann að vera yngra, … og kannski var búið að leggja það af þegar kumlið var gert …“. Eins og fram kemur að ofan nægir geislakolsgreiningin Bjarna ekki til að skera úr um af- stæðan aldur kumls og jarðhýsis og ásakanir hans standast því ekki. En þótt staðfesta mætti að kumlið hefði verið til þegar jarðhýsið var í notkun, er alveg óljóst hvernig það á að sýna að jarðhýsið hafi verið blóthús. Bjarni segir ennfremur um mig: „Fyrir utan það þá gerir hann afar lítið úr þeirri þekkingu fornleifa- fræðinga að aldursgreina út frá gripum og horfir fram hjá því að ég get aldursgreint húsið með jarðlögunum sem er algeng vinnu- aðferð á Íslandi“. Um þetta sagði ég ekki neitt fyrir héraðsdómnum en í dómnefndarálitinu kemur fram að Bjarni sýnir ekki nein tengsl jarðlaga á teikningum. Um fólk úr enskumælandi háskólum Bjarni víkur að öðru atriði í viðtal- inu, hann segir að við dómnefnd- armenn höfum öll hlotið menntun okkar „í enskumælandi háskólum þó svo að þrír af fjórum umsækj- endum hafi hlotið menntun á Norðurlöndum“, eins og það er orðað í viðtalinu. Ég hef aldrei lok- ið neinu námi við háskóla meðal enskumælandi þjóða en vann að doktorsritgerð í Noregi um nokk- urra ára skeið. John Hines dóm- nefndarmaður hlaut þjálfun sína í fornleifafræði í Noregi, tók mörg sumur þátt í uppgrefti þar sem ungur maður og talar norsku ágætlega. Hann fylgist vel með í norrænni fornleifafræði og hefur birt greinar um þau efni í norræn- um fræðitímaritum. Þess má geta að hann er prófessor í forn- leifafræði við háskólann í Cardiff, ritstjóri tímaritsins Mediaeval Archaeology og er forseti Víkinga- félagsins svonefnda. Gögn liggja fyrir um það að reynt var að fá fræðimann frá Svíþjóð til setu í dómnefndinni en niðurstaðan var sú að ekki fyndist neinn hæfur fræðimaður þarlendur sem jafn- framt gæti lesið nútímaíslensku sér að gagni. John Hines gerir það hins vegar. Um vinfengi Þá segir Bjarni í viðtalinu að tvö okkar dómnefndarmanna hafi auk þess verið í vinfengi við þann sem fékk starfið. Um ætlaða vináttu við hann má nefna að John Hines hef- ur lýst því að sér vitanlega hafi hann aðeins hitt hann einu sinni, áður en kom til dómnefndarstarfa, og þá talað mjög stuttlega við hann. Bjarna hefði hann hins vegar kannast við frá þingi um forn- leifafræði í Noregi. Sjálfur fullyrði ég að ég þekkti Bjarna betur en þann sem hlaut starfið, við áttum td. allnáið samstarf þegar ég sat í þjóðminjaráði og Bjarni var ráðinn til starfa á Þjóðminjasafni. Ég er sammála Bjarna um að dómnefndir skulu meta menn á faglegum grunni, út frá fræðilegum for- sendum en ekki á grunni kunn- ingsskapar eða vináttu. Athugasemd vegna viðtals við Bjarna F. Einarsson Eftir Helga Þorláksson ’Ég get ekki látið hjálíða að svara þessum alvarlegu ásökunum.‘ Helgi Þorláksson Höfundur er sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.