Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu Sýnum í dag sérlega glæsilega 108 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Fallegt útsýni til suðurs. Sérinngangur. Sérgarður til suðurs með hellulagðri verönd. Jaddis steinskífa á gólfum. Allar innréttingar eru úr ljósum öli. Í eldhúsi eru mjög vönduð tæki, m.a. gaseldavél og tvöfaldur amerískur ísskápur með klakavél. Stór og björt stofa, þvottahús og lítil geymsla innan íbúðar, einnig sérgeymsla í kjallara. Hiti í stéttum við inngang og malbikuð bílastæði. Sérlega vönduð eign í alla staði. Áhvílandi húsbréf til 40 ára 9,1 millj. Verð 17,8 millj. Opið hús - Gvendargeisli 84 SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Við erum öflugir í atvinnuhúsnæði www.husid.is 533 4300 Salómon Jónsson - löggiltur fasteignasali Dalbrekka Kóp. - 400 fm Til sölu: Verslunar- og lagerrými með skrifstofum, gólfflötur 235 fm, milligólf 115 fm + 50 fm, eða sam- tals 400 fm. Innkeyrsluhurð 6 m á breidd og 5 m á hæð. Stæði upphit- uð. V. aðeins 23,5 millj. (Björgvin) Fiskislóð Rvík - 700 fm Til sölu: Glæsilegt og vandað at- vinnu- og þjónustuhúsnæði á 2 hæðum, samtals 700 fm. Auðveld kaup, lítil útborgun! Hugsanleg skipti koma einnig til greina. (Björgvin) Hvaleyrarbraut Hf. - x4 bil - 1100 fm Til sölu: Mjög vel staðsett inn- keyrslu- og þjónustuhúsnæði, ná- lægt höfninni í Hafnarfirði. Stálgrind á steyptan kjallara. Hægt er að skipta húsnæðinu í 4 sjálfstæðar einingar, 270 fm hvor. Hagstætt verð og kjör. Hafnarstræti - Miðbærinn - 743 fm Til sölu eða leigu: Frábærlega stað- sett húsnæði. Samþykktar teikningar fyrir veitingastað. Húsnæðið er kjall- ari, 2 hæðir og rishæð, samtals 743,3 fm. Mjög mikið endurnýjað. Húsið skilast tæplega tilbúið undir tréverk. Hér er tækifæri fyrir athafna- fólk. V. 59,0 millj. (Björgvin) Skúlagata Rvík - 130 fm Til leigu: Glæsilegt skrifstofu- og þjónusturými á jarðhæð, um 130 fm (brúttó), við sjóinn með glæsilegu út- sýni til Esjunnar, 3 skrifstofur og op- ið vinnurými. Hagstæð leiga, laust nú þegar. (Björgvin) Borgartún Rvík - 490 - 813 fm Til sölu eða leigu: Mjög gott skrif- stofuhúsnæði í nýlegu húsnæði. Sterkur linoleum-dúkur, 3-4 skrif- stofur, 2-3 fundarherb., eldhús, sal- erni, kerfisloft, opið vinnurými. Auð- velt að skipta í smærri einingar. Laust. (Björgvin) www. husid.is Atvinnuhúsnæðisdeildin veitir þér framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf, hvort sem þú ert að leigja, selja eða kaupa atvinnuhúsnæði. Við erum reynslumiklir á okkar sviði og vinnum ávallt í fyllsta trúnaði. Hafðu endilega samband, Björgvin, Bjarni og Óskar. Opið hús Hringbraut 57 90 fm, 3ja herb. íbúð í þríbýli Til sýnis og sölu mjög falleg 90 fm, 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þríbýlisparhúsi auk 22 fm bílskúrs og fyrir framan hann er sérbílastæði. Íbúðin snýr að mestu í suður. Verð 14,3 millj. Guðrún verður með heitt á könnunni og tekur vel á móti þér og þínum í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 17.00. Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. FÉLAGARNIR Einar Jónsson og Róbert Hlynur Baldursson ákváðu fyrr á árinu að víkka sjóndeildar- hringinn með því að fara til útlanda að vinna. Þeir fengu starf í gróður- húsi í Hollandi í gegnum Eures eða EES-vinnumiðlunina, en hún er bandalag opinberra vinnumiðlana á Evrópska efnahagssvæðinu. Einar og Róbert segja að þegar út kom hafi þeir gert sér grein fyrir því að það sem þeim hafði verið sagt um vinnu- aðstöðu hjá hollenska vinnuveitand- anum stóðst ekki. Róbert segir þá félaga, sem eru tví- tugir Húsvíkingar, hafa farið utan 4. mars og átt að byrja að vinna 8. mars. Þeim hafi þó ekki litist á blikuna þeg- ar út kom og snúið aftur heim til Ís- lands 13. mars eftir nokkurra daga ferðalag. „Við rötuðum inn á þessa atvinnu- miðlun sem bauð upp á þetta starf í Hollandi. Starfslýsingin hljómaði ágætlega. Við áttum að vera að rækta pottaplöntur og sjá um þær í gróð- urhúsum. En þegar við komum út þá var þetta langt frá því að vera í sam- ræmi við lýsingar. Þegar við mættum á staðinn voru aðstæður hreint út sagt hryllilegar,“ segir hann. Starfs- fólki var gert að gista í gámum, sem á voru gluggar og hurðir. Sex manns deildu gámi en að sögn Róberts var aðeins einn lykill sem allir urðu að nota. Þá hafi hver lyklanna að gám- unum gengið að hinum gámunum líka. Skápapláss hafi verið lítið og að- eins ólæstar geymslur fyrir farangur. „Í gámnum var svo einn lítill raf- magnsofn sem gerði lítið gagn og enn minna þar sem hurðin að vistarver- unum var óþétt. Við áttum svo að gista í 3 kojum með illa förnum plast- dýnum,“ segir Róbert. Vinnutapið vegur þungt Hann segir baðaðstöðuna sem starfsfólki var boðin hafa verið útat- aða skít og drullu. „Klósettið hafði ekki verið þrifið í nokkur ár að því er virtist og sturtan ekki heldur. Fyrir ofan sturtuna var svo myndarleg risamygla, fjör að sturta sig þar!“ segir Róbert. Hann segir eldhúsið hafa verið síst skárra. Að sögn Róberts leist þeim fé- lögum ekkert á blikuna og ákváðu að hætta við allt saman og koma sér heim. Hann segir förina hafa verið mikil vonbrigði og þótt þeir hafi ekki varið miklu fé í ferðina sjálfa, í kring- um 60–70 þúsund hvor, þá vegi vinnu- tapið þyngra. Þeir útskrifuðust báðir úr framhaldsskóla um síðustu áramót og ætluðu þá strax að reyna að kom- ast til útlanda í vinnu fram á vor. Ró- bert segir að þeim hafi verið bent á að tala við Eures, en Vinnumálastofnun er tengill við evrópska netið fyrir Ís- lands hönd. Erfitt hafi reynst að út- vega þeim vinnu strax um áramót, þar sem flestir vilji fá fólk í vinnu á vorin. Þeir hafi því ákveðið að taka starfinu í Hollandi sem byrjaði snemma í mars. „Það vildi ekki eitt einasta fyrirtæki sem við töluðum við ráða mann í svo stuttan tíma,“ segir Róbert um millitímabilið frá því þeir útskrifuðust í desember og þar til þeir komust til Hollands. Þrír mán- uðir hefðu þannig verið launalausir. Vilja í mál við vinnumiðlun og vinnuveitanda Róbert og Einar eru afar vonsvikn- ir yfir því hvernig fór. „Nú er staðan sú að við viljum að sjálfsögðu fara í mál við bæði vinnumiðlunina og garð- yrkjufyrirtækið. Það sem við viljum fá er endurgreiðsla ferðakostnaðar sem og skaðabætur fyrir alla þá vinnu sem við frestuðum fyrir þetta,“ segir Róbert. Jón S. Karlsson ráðgjafi hjá EES- vinnumiðlun í Hafnarfirði segist ekki vita til þess að aðrir hafi lent í því sama og Róbert og Einar. „Þetta er eina dæmið sem ég veit um. Það hef- ur verið settur upp sameiginlegur gæðastaðall þar sem sett eru fram skilyrði um lágmarkslaun og aðbúnað eins og þau eru í viðkomandi landi. Ef grunur leikur á að óprúttnir vinnu- veitendur séu að nýta sér þetta sam- eiginlega vinnumiðlunarkerfi þá fá þeir ekki lengur að auglýsa störf í upplýsingakerfi Eures. Jón segir þó- nokkra Íslendinga hafa starfað við uppskeru- eða landbúnaðarstörf í Danmörku, hliðstæð þeim sem bjóð- ist í Hollandi, en þar hafi ekki komið upp vandamál af þessari stærðar- gráðu. Fóru til Hollands á vegum Eures til að vinna við garðyrkju Aðbúnaðurinn fyrir neðan allar hellur Sami lykill gekk að öllum gámum sem starfsfólkið bjó í. Vaskurinn í eldhúsinu sem Róbert og Einar notuðu. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.