Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Einstakir legsteinar Ekki er það auðvelt að setja á blað minn- ingar um vin sinn, af ýmsu er að taka en erfitt úr að velja, góð- ur drengur er geng- inn, já, góður drengur í bestu merk- ingu þess orðs. Það var mín reynsla af Einari bæði í samstarfi hjá Tilraunastöð S.Í.S. þar sem við unnum saman um fimm ára skeið, og eins var með ár- in öll sem síðan eru liðin, því það varð ekki slit á vinskapnum þótt breyting yrði á atvinnu, heldur var tekinn upp sá siður að hittast ýmist á heimilum eða farið út að borða, og vorum við þá sex saman. Yfir góð- um mat hafði Einar gaman af að segja frá, því víða hafði hann farið, t.d. í þágu starfs síns hjá S.Í.S. og margar sögur kunni hann. Hann sagði frá af nákvæmni, hann tók svo vel eftir því sem á vegi hans varð, að hann átti auðvelt með að gefa lif- andi myndir af því sem hann sagði frá. Það hefur verið okkur Nönnu mikils virði á liðnum árum að eiga margar góðar stundir með þeim hjónum ásamt Rósmundi og Vil- borgu. Þeim stundum er vel varið þá vinir hittast og verður seint að fullu þakkað, en hér eru færðar fram þakkir fyrir liðnar samverustundir fyrir hlýhug sem varir. Það sem mér kemur fyrst í hug er reynt skal að lýsa Einari er geð- prýði, jafnlyndi og nákvæmni við störf og ég hefi oft sagt að hann var í eðli sínu vísindamaður, það lá svo vel fyrir honum að vinna skipulega og athyglin var skörp. Lífið birtist í ýmsum myndum, þó sterkur virðist líkaminn í byrjun verður oft ýmislegt til þess að draga úr þreki. Þessu fékk Einar að kynnast, maginn var honum löngum erfiður og heyrnin gaf sig, mér fannst samt aðdáunarvert hvað hann lét slíkt ekki draga úr sér kjarkinn, hann gekk að verkum sínum eins og með þurfti. EINAR M. JÓHANNSSON ✝ Einar M. Jó-hannsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 13. apríl síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Árbæj- arkirkju 23. apríl. Það var ánægjulegt að tala við þau hjónin eins og svo oft áður, er við hittumst á heimili þeirra miðvikudaginn 7. apríl, og nú var Ein- ar búinn að fá nýju heyrnartækin sem lengi hafði verið beðið eftir og honum leið vel því nú gat hann betur fylgst með heldur en verið hafði um hríð. Það er sorglegt til þess að vita hvað þeir sem háðir eru hjálpar- tækjum, t.d. heyrnar- tækjum, þurfa oft að bíða lengi eftir tækjunum þar sem þau breyta svo miklu fyrir viðkomandi og eru þeim svo nauðsynleg í öllum samskipt- um. Og við rifjuðum upp ýmislegt frá fyrri tíð og létum hugann reika um nánustu framtíð, en þar fór öðruvísi en okkur óraði fyrir. Það var því mikið áfall nokkrum dögum seinna að heyra í símanum Sigríði segja að Einar væri látinn, já „skjótt skipast veður í lofti“. En allt hefur sinn tíma og ekki okkar að ráða því. Við Nanna þökkum liðnar sam- verustundir og biðjum Guð að blessa Sigríði, Margréti, Jóhann og fjölskyldur þeirra. Kristján. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, við hittum þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Það er með miklum trega að ég sest niður og skrifa þessi orð um Einar M. Jóhannsson til að minnast hans og sakna. Við höfum verið svo lánsöm að njóta hans vináttu í um það bil 40 ár. Þau hjónin Sigríður og Einar hafa í gegnum árin verið okkur tryggir vinir, sem er ekki hægt að þakka sem skyldi. Við biðjum góðan Guð að varð- veita hans góðu sál. Elsku Sigríður og fjölskylda, Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Vilborg, Rósmundur og fjölskylda. „Ætli það verði nokkuð,“ sagði hann afi minn og brosti á sinn hlýja og kankvísa hátt þegar ég minntist á stórafmælið sem í vændum var hjá honum í sumar. Og nú er afi dáinn og ég get því miður ekki verið viðstödd til að kveðja hann. Ég minnist þess úr æsku þegar það var mikið tilhlökkunarefni að fá að gista hjá ömmu og afa í Karfa- vogi. Að hræra í búðing hjá ömmu, Trixið í morgunmatinn, spila, fela hlut og kíkja í bílskúrinn hjá afa. Þetta eru allt ljúfar minningar sem ég á frá þessum árum. Svo átti afi svona Citroën-bíl sem hægt var að hækka og lækka og þótti okkur krökkunum mikið sport að fara í bíl- inn með afa. JÓN BJÖRN BENJAMÍNSSON ✝ Jón Björn Benja-mínsson fæddist á Súðavík 29. júlí 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 14. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 23. apríl. Amma og afi áttu heima rétt hjá mennta- skólanum sem ég sótti og var það alveg ómiss- andi að kíkja reglulega til þeirra í hádeginu í mat og spjall. Þannig fylgdust þau með lífinu og tilverunni hjá okkur barnabörnunum, hvöttu okkur áfram í náminu og glöddust með þegar vel gekk. Afi missti mikið þeg- ar amma dó fyrir tæp- um 15 árum og þá tal- aði hann um að hann ætti nú sjálfsagt ekki mikið eftir sjálfur. En lífið brosti við honum á nýjan leik þegar hann flutti í íbúð í Sunnuhlíð og kynntist þar henni Fríðu sem einnig var búin að missa sinn lífsförunaut. Þau tóku virkan þátt í félagsstarfinu, ferðuðust mikið og áttu virkilega góð ár. Við fjölskyldan þökkum elsku afa fyrir allar ljúfu stundirnar í gegnum árin og biðjum fyrir kærar kveðjur heim. Bryndís. Nú er elsku afi búinn að kveðja þennan heim. Hann mun skilja eftir sig stórt skarð í hjarta mínu. En all- ar góðu minningarnar um hann mun ég geyma, eins og ég hef gert með ömmu Gyðu sem kvaddi okkur alltof snemma árið 1989. Ég vil þakka fyr- ir öll árin sem ég átti með þeim hjón- um í Karfavoginum, þar var alltaf tekið á móti manni opnum örmum. Elsku afi, þín er sárt saknað, en ég veit að þér líður betur núna og ert kominn í góðar hendur. Kærar kveðjur. Valdís, Samúel og Sara. Lokið er löngum degi og anna- sömum þar sem hver stund var not- uð meðan heilsa leyfði og stætt var enda fyrir stórri fjölskyldu að sjá og heimili þar sem ættingjar og vinir húsráðenda voru tíðir gestir og fyr- irgreiðsla og elskusemi við þá slík að seint gleymist þeim sem nutu. Þar mæddi þó meira á húsfreyju vegna starfa húsbóndans en samhent voru þau hjón bæði í veitulli gestrisni. Sú saga verður hér ekki rakin, aðeins kveðja send við leiðarlok frá systk- inum, sem um langt árabil nutu gest- risni þeirra hjóna, Gyðu Sigrúnar Jónsdóttur og Jóns Björns Benja- mínssonar húsasmíðameistara, fyrst á heimili þeirra á Akureyri og síðar í Reykjavík. Fjarri heimahögum, er við vorum í skóla eða starfi, áttum við þess ekki kost að hverfa heim í fríum þar sem fjárhagur var af skornum skammti og samgöngur um landið erfiðari en nú og torsóttara að fara milli staða. Þá var notalegt að vita af stað sem okkur systkinunum stóð opinn og ætíð síðan er við þurft- um á að halda. Við minnumst með miklu þakklæti velgerðar þeirra hjóna og hversu artarleg þau ætíð voru í okkar garð. Gyða var fóst- urdóttir Jóhönnu Guðmundsdóttur, föðursystur okkar, og manns henn- ar, Jónasar Björnssonar. Hún reyndist okkur ætíð sem besta syst- ir. Hún dó 18. okt. 1989. Nokkrum árum síðar fluttist Jón Björn í þjón- ustuíbúð að Kópavogsbraut 1 a í Kópavogi þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Þar naut hann þess að vera í félagsskap aldraðra, söng þar í kór og hafði yndi af að blanda geði við fólk. Við leiðarlok, þegar Jón Björn Benjamínsson er kvaddur, er okkur systkinum efst í huga þakklæti fyrir tryggð og vináttu. Börnum hans og afkomendum vottum við innlega samúð. Blessuð sé minning Jóns Björns Benjamínssonar. Sjöfn, Sigurjón, Ásgeir og Gunnar Páll. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.