Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 45
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 45 Á Íslandi er alltaf gleði-blær yfir sumarkom-unni, eins og alls staðarþar sem mikið er umvetrarríki og skamm- degi. Og jafnframt verður hún ósjálfrátt áminning þess í hugum kristinna manna, að birtan og lífið hafi sigrað kuldann, rökkrið og dauðann. Því barátta ljóss og myrk- urs er eitt af grunnstefjum Bibl- íunnar og strax í upphafsorðum hennar kemur það fram. Í eina tíð var sumardagurinn fyrsti einhver mesta hátíð landsins, og það kemur ekki á óvart ef litið er til baka og rýnt í sögu þjóðarinnar. Heimildir vitna nefnilega um marga kalda og erfiða tíma, s.s. Vetur hinn mikla á 11. öld, Fellivetur á 12. öld, Jökulvetur hinn mikli á 13. öld, Hrossafellisvetur á 14. öld, Snjóvet- ur hinn mikli á 15. öld, Harða vetur á 16. öld, og Lurk, Píningsvetur, Eymdarár, Svellavetur, Frosta- harðindisvetur, Hvítavetur, og Gler- ungsvetur á 17. öld. Nöfnin ein gera það að verkum, að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, í öryggi og þægindum 21. aldarinnar. En baráttan við náttúruöflin og harðneskju lífsins efldi mannkosti, þolgæði, kjark og dugnað lands- manna þá – með hjálp trúarinnar á almættið, sem breiddi líkn og frið yfir hverja raun. Og þannig hélst byggðin í gegnum aldirnar. Að vita hlýrri og betri tíð innan seilingar, eftir faðmlög gormánaðar, ýlis eða frermánaðar, mörsugar, þorra, góu og einmánaðar, varpaði andlegum geislum inn í dimma hugi og endur- nærði lúnar sálir. Þessa tilfinningu er að finna hjá mörgum „gömlu“ skáldanna, og þar hefur sennilega Austfirðingurinn Páll Ólafsson komist lengst í að færa hana í búning orða, þannig að ekki verður betur gert; í ljóðinu Sumarkveðja. Já, sólin hefur gert mikið fyrir þjóðina í gegnum tíðina, vermt hana og glatt og fyllt krafti og búið þann- ig undir komandi vetur. Hvíld- ardagur okkar ber nafn hennar og margar konur íslenskar líka, ýmist að hluta til eða alveg. Og einnig karlmenn. Eflaust mætti líta á upp- haflega tilvist hennar í mannanöfn- unum sem einhvers konar þakklæt- isvott forfeðra okkar og -mæðra. Það er a.m.k. ekki ólíklegri skýring en hvað annað. Og fleira er þessari lífæð tengt órjúfanlegum böndum, m.a. hin fagra sóley, eitt af helstu einkenn- istáknum sumarsins okkar núna, eins og vafalaust fyrrum. Á máli vís- indanna kallast hún reyndar brenni- sóley og á latínu Ranunculus acris; en hitt skilja þó allir. Íslenska nafnið hefur upphaflega verið sóleyg og landnámsmenn komið með það úr Skandinavíu. Á norður-norsku eru enn til soleia og soløy(a), og í sænskum mállýskum solöga og solöy. Og í færeysku sól- eya. Merkingin er „sólarauga“. Í því felst bersýnilega mikil lotning, virð- ing og aðdáun. Sama hefur verið upp á teningnum hér, og kannski enn frekar, eðli málsins samkvæmt. Þetta var holdgervingur sólarinnar. Í skáldamálinu kemur nafnið líka fyrir sem Íslandsheiti, merkir þá „sólareyja“. Leitin að þjóðarblóminu stendur nú yfir, hófst í miðri liðinni viku. Þar á að reyna „að komast að því hvort tilgreina megi blóm sem gæti haft táknrænt gildi og sem þjónaði hlut- verki sem sameiningartákn og mætti nýta í kynningar- og fræðslu- starfi bæði hér á landi og á erlend- um vettvangi“, eins og mbl.is orðaði það, 20. apríl síðastliðinn. Ég sting hér með upp á umræddu blómi, og hygg að fá önnur, ef þá nokkurt, standi henni framar eða séu heppi- legri til að vera merki þessa ísalands og elda, miðað við það sem hér á undan er ritað, nema e.t.v. holtasól- ey, sem hvergi er víst algengari í heiminum en á Íslandi. Því til stuðn- ings má benda á, að hún er á und- anhaldi í Evrópu, vegna þess að álf- an er orðin ræktuð að mestu. Útlendingar sem hingað koma undrast en fagna og hafa orð á þessu, sjáandi gular breiðurnar klæða tún og haga, bolla og gil, og dældir til fjalla – um nánast allt land. Og hana þekkir hvert manns- barn. En nóg um það. Sumardagurinn fyrsti á ákveðinn sess í íslenskri menningarsögu og það væri miður ef hann félli niður og glataðist þar með kynslóðum fram- tíðarinnar. Allt tal um slíkt ætti því að fella, leggja til hliðar, gleyma að eilífu. Sumt er bara þannig, ómet- anlegt. Vonandi berum við gæfu til að skilja það, Íslendingar nútímans, þar sem flest er orðið séð og vegið með augum kapítalismans, á kostn- að andlegra verðmæta. Já, það er gott að vita að sumarið er framundan og að mega upplifa yl þess og birtu, eftir að hafa verið í faðmi myrkurs og kulda í níu mán- uði. Á næstu vikum og mánuðum skulum við njóta hinna ómældu gjafa þess, drekka í okkur ilman trjánna, angan blómanna og söng fuglanna, við undirleik hörpu vors- ins. Og fara svo með gát um landið okkar, bera ómælda virðingu fyrir því, hinni kæru fóstru okkar. Og ekki gleyma að þakka almætt- inu, skapara himins og jarðar, fyrir komu þessa dýrlega tíma. Gleðilegt sumar! Sóley Sumardagurinn fyrsti gekk í hlaðið á fimmtudag- inn var, 22. apríl, hlýr og þægilegur og gaf fyr- irheit um betra veðurfar. Sigurður Ægisson fagn- ar tímamótunum og gerir m.a. að umtalsefni þýðingu hans fyrir landsmenn á öldum áður. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Ljósmynd/Sigurður Ægisson MINNINGAR Hinrik. Þó ég hafi nú þekkt þig stutt finnst mér eins og ég hafi þekkt þig mikið. Ég man þegar ég hitti þig fyrst heima hjá Árna og Siggu. Þá blasti þessi stóri traustlegi maður við mér. Ég var búinn að hlakka mikið til að hitta þig því ég hafði heyrt svo mikið um þig talað. Ég náttúrulega rauk á þig og tók í spaðann á þér þar sem höndin á mér var nánast eins og hönd á barni. Þetta var þétt og gott handtak og greinilegt að hér var á ferðinni traustur maður. Mér var strax ljóst að gott sam- band var á milli ykkar Árna nánast eins og feðga og það var gaman að sjá ykkur vinna í milliveggnum hjá Sólrúnu, þar var sko ekkert verið að slóra neitt við hlutina. Mér finnst það alltaf segja mikið um menn þegar börn hænast að þeim og það var svo sannarlega mál- ið með þig, kallinn minn. Og krökk- unum tíðrætt um afafang. Inga Lind mín skemmti sér stór- vel með þér og Hildi Birtu í Reykja- víkinni, sérstaklega á MacDonald́s Ég var nú búinn að hringja tölu- vert í þig varðandi kajakinn og við mikið búnir að ræða það mál allt saman. Mig langaði bara að segja það að hann Árni hrekkti mig ekki neitt þegar við fórum í fyrsta sinn á bátn- um þínum, ég var frekar valtur eins og þú sagðir. Ég ætlaði nefnilega að bjalla í þig á fimmtudag en kunni ekki við það. Mér fannst ég vera far- inn að vera algjör plága á þér. En svona var þetta nú allt saman, drengur. Ég votta fjölskyldu Hinriks mína dýpstu samúð. Ég veit að það fer vel um þig, kallinn minn, og minningin lifir í hjörtum okkar allra. Ég þakka þér fyrir allt saman. Þinn vinur Bjarni Þór Haraldsson, Egilsstöðum. Heiðursmaður er fallinn frá. Það er erfitt að sjá á eftir góðum dreng sem var svo sannarlega hvers manns hugljúfi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Á snöggu augabragði var Hinrik kallaður burt úr hinu jarðneska lífi til æðri heima. Hinrik var húsvörður í Sólheimum 25 frá 1. júní 1994. Við erum þakklát fyrir stundirnar sem við áttum með honum og munum varðveita minninguna um Hinrik í hjarta okkar. Söknuður og sorg rík- ir nú hjá okkur. Hans er sárt sakn- að. Það voru óteljandi kostir sem gerðu Hinrik einstakan. Hann var alltaf til staðar og alltaf reiðubúinn að leysa hvers manns vanda hvenær sem var. Hinrik var svo traustur og trúr öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einstaklega hjálp- samur og nærgætinn við alla, ekki síst eldra fólkið og börnin. Geðslag Hinriks var með eindæmum gott. Hann var mikið prúðmenni og heill til orðs og æðis. Glaðlyndur og skemmtilegur í besta lagi. Það lék allt í höndum hans og hann gerði vel. Ef upp komu einhverjar hindr- anir sagði hann „Við leysum þetta.“ Hinrik sagði svo oft „Kallið bara í mig ef þið eruð í einhverjum vand- ræðum, ég kem“. Er hægt að hafa HINRIK JÓN MAGNÚSSON ✝ Hinrik JónMagnússon fæddist á Innri-Veðr- ará 12. ágúst 1947. Hann lést 9. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. það betra? Með þess- um örfáu orðum viljum við kveðja Hinrik og biðja algóðan Guð að styrkja þig, Matthildur mín, börnin ykkar og barnabörnin. Guð blessi ykkur öll. Íbúar Sólheimum 25 Reykjavík. Þakklæti er orðið sem mér er efst í huga þegar ég hugsa til hans Hinriks, okkar góða og ljúfa húsvarðar. Ég hef búið hér í Sólheimum 25 síðan blokkin var byggð. Við höfum haft marga góða húsverði en engan sem Hinrik. Af heilum hug vil ég þakka honum fyrir alla hans umhyggju fyrir okkur öllum íbúum þessa húss og húsinu sjálfu. Ég sakna hans mikið og veit að allir í húsinu okkar sakna hans líka. Húsið gat ekki án hans verið en verður nú að vera það. Ég votta hans góðu fjölskyldu innilega samúð. Ég veiti að hún hef- ur misst mikið. Guð styrki hana og blessi. Kristín S. Björnsdóttir. Ég var 16 ára þegar ég kom á heimilið í Hafnarstræti 43 á Flateyri í fyrsta sinn til að heimsækja syst- urdóttur Hinriks. Um nóttina var ég vakinn af þessum stóra manni því komið var kolvitlaust veður og orðið ófært til Ísafjarðar. Við vorum drif- in um borð í togarann Gylli og siglt til Ísafjarðar í vitlausu veðri. Þetta voru mín fyrstu kynni af Hinriki, þar sem hann vakti yfir bláókunn- ugum unglingi fársjóveikum heila nótt. Er þetta lýsandi fyrir Hinrik, sem hugsaði ávallt um fjölskylduna og þá sem henni tengdust. Síðan þá höfum við Hinrik marga hildi háð saman, bæði í leik og í starfi, og alla tíð vakti hann yfir unglingnum sem var fársjóveikur þessa fyrstu nótt sem við kyntumst. Okkar bestu stundir áttum við saman í kajakróðrum úti fyrir ströndum og skipti þá ekki máli hvort brimaði eða ekki, því Hinrik veigraði sér aldrei við að róa í gegn- um brimið. Ég mun ávallt minnast hans þegar valið stendur á milli þess að róa í gegnum brimið eða velja lygnuna. Hann reyndist mér og systurdóttur sinni alla tíð sem stoð og stytta og mun minning hans geymd en ekki gleymd um ókomna tíð. Magnús Már, vinur. Fallinn er nú frá stór og sterkleg- ur víkingur að vestan, vinur minn Hinrik Jón Magnússon. Hans síð- asta verk á föstudaginn langa var að róa kajak sínum eins og hann gerði svo oft enda ævintýramaður og þoldi illa aðgerðarleysi. Eftir róðurinn sótti að honum óvænt þreyta og þegar Hinrik verður þreyttur þá er nú mikið sagt og tími til að leita læknis. Hinrik kvaddi okkur í hönd- um lækna sinna sama dag og er nú haldinn á ný mið þar sem hann á eft- ir að standa sína vakt og upplifa ný ævintýri. Hinrik var sannur Vestfirðingur. Með uppbrettar ermar í köflóttri skyrtu stóð hann eins og drangur í miðju æðarvarpinu á Veðrará í Ön- undarfirði, þar sem hans rætur lágu djúpt, og skimaði eftir tófu eða vargfugli. Varpið varði hann af sinni kunnáttu og útsjónarsemi með Magnúsi syni sínum en þeir feðg- arnir voru sérlega samrýndir og eyddu miklum tíma fyrir vestan í varpinu og einnig í Skagafirði þar sem Magnús býr með sinni fjöl- skyldu. Hinrik reri oft á vaskafatinu (Drangur) hans Magga út í Skaga- fjörð til að sækja sér í soðið og kom ekki að landi fyrr en dagurinn var örugglega búinn. Á meðan hægt var að róa þá var róið og ekkert múður með það. Ég kynntist Hinriki fyrir fimm árum þegar hann og Maggi komu í búðina til mín og keyptu tvo sjó- kajaka. Þetta voru miklir ævintýra- menn og víkingar. Síðan þá hafa þeir feðgar keypt alls kyns útbúnað, skotfæri og fleira sem nýtist þeim í varpinu fyrir vestan. Upp frá því heillaðist ég af þessum nöglum og við Maggi höfum veitt og róið mikið saman bæði hérlendis sem og á Grænlandi. Nýlega kom Hinrik til mín í Sportbúðina og keypti nýjan kajak, stöðugri og betri bát. Ég spurði hann þá hvort hann ætlaði ekki að koma með okkur Magga í kajakferð um A-Grænland í ágúst og svaraði hann: „Það er mjög hugs- anlegt að ég og Gústaf skellum okk- ur með í sumar eða á næsta ári.“ „Það verður a.m.k. tekið á því í sum- ar,“ sagði Hinrik þegar hann kvaddi mig á Krókhálsinum nýlega. Þá var hann að kaupa riffilskot í Winches- terinn sinn og gera sig kláran fyrir vesturferð í varpið. Það verður öðruvísi sumar á Veðrará í ár og kollurnar koma örugglega til með að sakna Hinriks andapabba. Magnús sonur hans tek- ur við með góðra vina hjálp en þess má geta að nýlega eignuðust Maggi og Sonja hraustan dreng, Viktor Darra, og hann á örugglega eftir að aðstoða pabba sinn með systrum sínum á óðalinu hans afa síns í Ön- undarfirði þegar hann fer að hlaupa um grundirnar grænu. Elsku Matta, Maggi, Sigga, Svana og fjölskyldur, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og veit að fjölskylduböndin eiga eftir að styrkjast og sameinast í þeirri sorg sem þið búið nú við. Hinrik kvaddi þennan heim óvænt á sínu 57. ára aldursári. Ég held að flestir séu enn að reyna að átta sig á þeirri sorglegu frétt því þarna fór merkur maður sem var ætíð hraust- ur á sál og líkama og enginn átti von á þessu, hvað síst Hinrik sjálfur. Blessuð sé minning hans. Róbert Schmidt. Þú varst mér meira en bróðir, já, miklu meira en það. Þín sárt er saknað í fjölskyldunni stóru, elsku litli bróðir, já, meiŕen það. Þú varst allaf til taks spurðir aldrei um tíma. Ef eitthvað þurfti að gera, ég þurfti bara að síma og þú komst innan fárra klukkutíma. Stundum var Matta með þér, ekki var hún síðri. Enginn fór frá þér bónleiður til búðar. Þú gekkst þér til húðar að hjálpa náunganum. Engri beiðni neita, hjálp skyldi veita, bara hjálpa, var þitt kjörorð. Þú varst barna- og dýravinur, sem sýndi þinn innri mann. (K. R. M.) Hinrik var „þúsund þjala smiður“, allt lék í höndum hans og var sama hvað hann vann: gerði við klukkur, bíla, vélar, orkeraði fínustu dúllur, saumaði út; öll heimilisstörf; alla sveitavinnu og sjómennsku. Iðinn og afkastamikill frá fæðingu. Stórum hluta af hverri landlegu eyddu þau Matta heima á Hafnarstræti 43. Við erum sem ein stór fjölskylda, einkar samhent fjölskylda og því megum við aldrei, aldrei glata. Þú varst allt- af handheitur og mér kalt og þegar við vorum börn, hlýjaðir þú oft stóru systur. Já, byrjaðir snemma að hlýja mér, elsku bróðir minn, bæði í orðum og athöfnum. Þótt þú værir yngri að árum, hjálpaðir þú mér mikið, allt fram á síðustu stundu. Ég gleymi aldrei og verð ykkur Möttu ævinlega þakklát, þegar ég flutti aftur heim, fátæk með börnin mín þrjú og þið fluttuð í annað hús og selduð mér íbúðina ykkar á hálf- virði, svo við gætum verið nálægt pabba og mömmu. Ætli séu margir, sem hefðu gert það? Börnunum mínum varstu sem faðir, og svo tengdasyni og Óttari og Ólöfu. Að lokum, kærar þakkir fyrir allt í gegnum þykkt og þunnt. Þín elsk- andi systir, Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.