Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Risaeðlugrín © DARGAUD Risaeðlugrín © DARGAUD ? HEYRÐU DÍNÓ, ER EKKI BETRA AÐ HAFA VATNIÐ UNDIR BÁTNUM EF MAÐUR ÆTLAR AÐ SIGLA? HUNDSKASTU Í BURTU! HVER GAF ÞÉR EIGINLEGA LEYFI TIL ÞESS AÐ HORFA Á MIG Í BAÐI?!! DÓNI!! ??? HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ NÁLASTUNGU? NÁLA... HVAÐ? ? VITIÐ ÞIÐ EKKI HVAÐ NÁLASTUNGA ER? ÞAÐ ER NÁTTÚRULEG AÐFERÐ TIL ÞESS AÐ LÉTTA Á SÁRSAUKA SEM FELST Í ÞVÍ AÐ STINGA NÁLUM Í ÁKVEÐINN HLUTA LÍKAMANS HA? STINGA TIL AÐ LÉTTA SÁRSAUKA? ERTU AÐ GERA GRÍN AÐ MÉR? NEI, ALLS EKKI! ÉG GET LOFAÐ ÞÉR AÐ ÞETTA VIRKAR. ÁRANGURINN ER HREINT ÓTRÚLEGUR JÆJA, ÆTLI MAÐUR REYNI ÞETTA EKKI. EF ÞAÐ LÆTUR STARFSFÓLKINU LÍÐA BETUR KOMDU! VIÐ SKULUM REYNA ÞETTA, EN ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ HAFIR EKKI LOGIÐ AÐ MÉR! NÆSTA MORGUN HEY ÞÚ!! ÉG VARAÐI ÞIG VIÐ! NÚNA SKALTU FÁ AÐ FINNA FYRIR ÞVÍ HVAÐ ÞAÐ KOSTAR AÐ GERA LÖGGU AÐ ATLÆGI JÁ EN ÉG SAGÐI NÁLASTUNGA EN EKKI BÝFLUGNASTUNGA!! ÆÆ HÆTTU ÞESSU RUGLI! ÞÚ FERÐ BEINA LEIÐ Í STEININN!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TALSVERT er síðan Toshiki Toma hóf afskipti af íslenskum þjóðmálum. Í fyrstu var hann svo neikvæður í garð Frónverja, að undrum sætti. Eftir að hafa kynnst þeim bet- ur, eða verið leið- réttur, komst hann nær jörð- inni. Skrif hans um móttöku út- lendinga er æskja viðtöku, eru óvið- eigandi og ósanngjörn. Hann virðist vera með það á heilanum að Íslend- ingar séu innflytjendum erfiðir og því eiginlega rasistar. Sýnishorn úr grein hans: Minnkum fordóma, auk- um samskiptin. Þar segir á einum stað: Útlendingar geta síðan misskil- ið ákveðna hegðun Íslendinga sem fordómafulla, þó ásetningur hegðun- arinnar sé ekki slíkur. Til dæmis þegar Íslendingar byrja að syngja í boði lög, sem allir Íslendingar þekkja, mun útlendingum sem þekkja ekki lögin, líða eins og þeir séu útilokaðir. Þetta getur verið til- litsleysi en kannski fullmikið að flokka það sem fordóma eða mismun- un. Þannig er einhver framkoma manna á einskonar gráu svæði milli saklauss tillitsleysis og fordóma. Til- vitnun lýkur. Eftir þessu að dæma megum við ekki vera þjóðlegir ef út- lendingar eru nærri. Trúlega hafa Ís- lendingar tekið við of mörgum inn- flytjendum á of skömmum tíma. Það er engum greiði gerður, síst um- komulausum innflytjendum, að of- bjóða getu þjóðarinnar til að leiða fólkið sómasamlega inn í samfélagið. Á Íslandi býr ein af fámennustu þjóð- um heims og því getur of mikill og óskipulagður straumur fólks frá ólík- um menningarheimum verið vara- samur. Á hinum Norðurlöndunum og Frakklandi, Þýskalandi og síðast en ekki síst, Hollandi, hafa innflytjenda- málin farið úr böndum og loga þar víða illvígar erjur og milliríkjadeilur. Í Hollandi búa nú margar þjóðir í mörgum gettóum. Það tók Albani nokkrar aldir að ná Kosovó af Serb- um, en á innan við 50 árum eru Hol- lendingar að verða minnihluti í eigin landi. Ef við skipuleggjum móttöku ákveðins fjölda útlendinga er mögu- legt að aðlaga fólkið þjóð vorri og menningu. Maður sem ofgerir sér, missir heilsuna. Þjóð sem ekki sér fótum sínum forráð, glatar máli sínu, öðrum einkennum og menningu. Fyrrverandi Japana, Toshiki Toma, sem kemur frá um 90 milljóna þjóð, er vorkunn að vera svo fjarri skiln- ingi á högum okkar smáu þjóðar. Honum er þó óþarft að vera for- dómafullur og vanþakklátur í hennar garð. Þrátt fyrir óánægju hans með þjóð vora, hafa fjölmiðlar tekið hon- um vel og almenningur umborið hann af kurteisi. Undirskriftasöfnun að undirlagi hans og kvenna af er- lendum uppruna, gegn frumvarpi ís- lensks ráðherra, hlýtur þó að vekja fólk til umhugsunar. Lög eru mis- jöfn; sum hafa reynst vel og önnur illa. Aðalatriðið er að þjóðin kaus lög- gjafarþing og aðeins forseti Íslands getur fært þjóðinni vald milli kosn- inga. Mótmæli eiga þó rétt á sér þeg- ar um pólitískt ofríki og misrétti er að ræða eða aðför að hagsmunum þjóðarinnar. Það er rasistaháttur fólginn í því að væna Íslendinga um fordóma í garð útlendinga. Þjóð mín hefur tekið á móti fjölmörgum hóp- um sem flúið hafa hörmungar heima- slóða. Það hefur hún gert af góðvild og rausnarskap. Heilræðadálkur Toshiki Toma í tíu liðum fyrir Íslend- inga, þann 18.3. í Mbl. væri í lagi ef annar slíkur fylgdi fyrir útlendinga. Íslendingar vilja að innflytjendur samlagist þjóðinni, aðrir eru óvel- komnir. Íslenska þjóðin er of fámenn fyrir útlend gettó. Reglur má setja til höfuðs lítilmennum er níðast á er- lendum sambýliskonum, svo hótun- armáttur þeirra ónýtist og öryggi kvennanna sé tryggt. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Útlendingar eru ekki vandamál Frá Alberti Jensen: AÐ undanförnu hafa nokkrar um- ræður orðið um fæðingarorlofssjóð, bæði vegna fjárhagslegrar stöðu hans og vegna væntanlegra breyt- inga á lögum um sjóðinn. Það var ljóst frá stofnun sjóðsins að mikil ásókn yrði í fé úr honum bæði vegna þess um hve háar upp- hæðir væri að tefla og eins hve auð- velt yrði að nálgast þær, enda fór svo að það stefndi í að sjóðurinn yrði ekki fær um að standa undir skuld- bindingum sínum.Það eru flestallir sammála um það að sjóðurinn er mikið framfaraspor líka þeir sem koma ekki til með að geta notið þess, enda um gífurlegar fjárhæðir að ræða og því mikið í húfi að vel til tækist. Nú er svo komið að sjóðurinn sem er framlag atvinnurekanda get- ur ekki að óbreyttu staðið undir skuldbindingum sínum og ég óttast að það sé vegna þess að óprútnir að- ilar hafi náð fé út úr sjóðnum á ólög- legan hátt. Það er ömurlegt að þetta skuli gerast og það orðið til þess að skerða þurfi greiðslur úr sjóðnum, tryggja verður að hægt verði að end- urheimta þessa ólöglega fengnu pen- inga. En þetta er ekkert einsdæmi, allsstaðar í félagslega kerfinu, sem hlýtur að vera með því besta sem gerist, er verið að hafa rangt við sem aftur veldur því að það er ekki hægt að gera nægilega mikð fyrir þá sem mest eru þurfandi. Það verður að koma í veg fyrir hægt sé að misnota félagslega kerfið okkar og það er eins og það megi ekki tala um þetta. Þá óttast ég að ef hækka verður tryggingargjaldið standi smærri fyr- irtækin, sem gjarnan vilja taka þátt í velferðarkerfinu, ekki undir því, að- eins hin stærri fákeppnis- og einok- unarfyrirtæki landsins. VÍÐIR BENEDIKTSSON, Völusteinsstræti 12, Bolungarvík. Um fæðingarorlof Frá Víði Benediktssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.