Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK.
Smáauglýsingar á
NÝTT skip Ísfélags Vestmannaeyja, Guð-
mundur VE, sigldi í fyrsta sinn inn í nýja
heimahöfn í Vestmannaeyjum í gærmorg-
un. Ísfélagið gekk frá kaupunum í síðustu
viku af útgerðarfélaginu Ólafi ehf. sem er
dótturfyrirtæki Þorbjörns Fiskaness. Skip-
ið hét áður Grindvíkingur GK. Talsverðar
aflaheimildir fylgja með skipinu, 2,94%
loðnukvótans, 3,33% íslenska síldarkvótans
og 2,95% norsk-íslenska síldarkvótans.
Skipið er smíðað í Noregi 1987. Með kaup-
unum styrkir Ísfélagið hráefnisöflun fyrir
uppsjávarvinnsluna og bræðslurnar í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. Ísfélagið eyk-
ur einnig verðmæti norsk-íslenska síld-
arkvótans með því að frysta hluta hans úti á
sjó í stað þess að bræða hann eins og gert
hefur verið undanfarin ár.
Ljósmynd/Sæþór
Guðmundur
VE kominn
til Eyja
EKKERT verður af fyrirhuguðum samn-
ingaviðræðum milli Samiðnar og Samtaka
atvinnulífsins yfir helgina og er alls óljóst
hvernig málin þróast eftir helgina.
Samninganefnd Samiðnar kom saman á
föstudag til að ræða stöðu mála og í gær var
einnig haldinn fundur þar sem m.a. var farið
yfir viðbrögð félagsins ef ekkert miðaði í
samkomulagsátt eftir helgina. „Við munum
hitta félaga okkar hjá SA á mánudaginn og
þá munum við gera úrslitatilraun til þess að
ná saman, án aðstoðar sáttasemjara. Ef það
gengur ekki, þá förum við í einhvern annan
fasa,“ segir Finnbjörn Hermannsson, for-
maður Samiðnar.
Að sögn Finnbjörns eru það aðallega tvö
til þrjú grundvallaratriði sem brýtur á í við-
ræðunum.
Óvissa í við-
ræðum Sam-
iðnar og SA
SIGRÚN Bender,
átján ára Hafnfirð-
ingur, var kjörin
ungfrú Reykjavík á
Broadway í gær-
kvöldi en átján
stúlkur kepptu um
titilinn. Fjóla Ósk
Aðalsteinsdóttir, 19
ára Reykvíkingur,
varð í 2. sæti og
Matthildur Birg-
isdóttir, 21 árs
Kópavogsbúi, varð í
þriðja sæti. Ljósmyndafyrirsæta ársins
var valin Steina Dröfn Snorradóttir en
hún er tvítugur Reykvíkingur.
Sigrún valin
ungfrú
Reykjavík
BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð-
herra, segir að ákvæði í frumvarpi
til breytingar á útlendingalögum
um heimild Útlendingastofnunar
til þess að krefjast lífsýnatöku í
tengslum við umsókn um dvalar-
leyfi á grundvelli fjölskyldusam-
einingar, sé heimildarákvæði og
ekki gert ráð fyrir að því verði beitt
nema þörf krefji.
„Forstjóri Útlendingastofnunar
telur, að til þessa þurfi sárasjaldan
að koma. Ákvæðið hefur fyrst og
síðast fælingargildi, ekki síst þegar
til þess er litið, að slík ákvæði eru í
lögum nágrannaríkja. Ákvæði af
þessum toga er ekki síður til hags-
bóta fyrir umsækjendur en yfir-
völd, því að þessi aðferð veitir
óyggjandi upplýsingar um ættar-
tengsl. Enn er það til marks um
rangfærslur vegna þessa frum-
varps, þegar látið er eins og slík
sýnataka verði daglegt brauð,“
segir dómsmálaráðherra.
Áhyggjur sefaðar
Bjarni Benediktsson, formaður
Allsherjarnefndar, segir ekki úti-
lokað að gerðar verði breytingar á
texta frumvarpsins í nefndinni þótt
ekki verði um efnisbreytingar að
ræða.
Hann nefndi sem dæmi að hugs-
anlega yrði gerð breyting á texta
ákvæðis um lífsýnatöku í tengslum
við umsókn um dvalarleyfi á
grundvelli fjölskyldusameiningar.
„Ég held að með tiltölulega ein-
faldri viðbót væri hægt að skýra
betur þá hugsun sem liggur að baki
ákvæðinu og sefa ákveðnar fram-
komnar áhyggjur af því hvernig
hægt væri að túlka ákvæðið,“ sagði
hann og sagði aðspurður að viðbót-
in myndi væntanlega felast í því að
hnykkt væri á því að viðkomandi
gæti neitað að gefa lífsýni og kraf-
ist þess að úrskurðað yrði um málið
á grundvelli fyrirliggjandi gagna,
dregið umsókn sína til baka eða
óskað eftir fresti til að afla frekari
gagna máli sínu til stuðnings.“
Umræðan fyrir
opnum tjöldum
Dómsmálaráðherra var inntur
eftir því hvers vegna talsmenn út-
lendinga/mannréttindasamtaka
hefðu ekki verið kallaðir til í
vinnunni að undirbúningi frum-
varpsins.
„Ég taldi eðlilegt, að umræður
um þessi mál færu fram fyrir opn-
um tjöldum, ef svo má segja, það er
að ég legði tillögur mínar fram,
þær yrðu ræddar í sölum Alþingis
og þingnefnd leitaði álits þeirra,
sem hún kysi,“ svaraði Björn. „Ef
leitast hefði verið við að útkljá öll
mál bakvið luktar dyr í ráðuneyt-
inu, áður en frumvarpið fór fyrir
þingið, hefðu ekki orðið jafnmiklar
umræður um það. Mér kemur hins
vegar á óvart í þeim umræðum,
sem hafa orðið, hve margir eru
djarfir við að ríða á vaðið og full-
yrða um efni frumvarpsins, án þess
að leita áður skýringa sérfróðra
manna innan ráðuneytisins og ann-
ars staðar. Þessum aðilum hefði að
sjálfsögðu verið í lófa lagið að leita
til mín eða annarra um skýringar.
Þeir hafa hins vegar ekki gert
neina tilraun svo ég viti til að ná
mínum fundi um málið.“
Dómsmálaráðherra um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga
Lífsýnaákvæðinu verð-
ur sárasjaldan beitt
24 ára ákvæðið/10–11
VORVERKIN eru mörg og brýn. Á
vorin grípur fólk gjarnan sterk
löngun til þess að heilsa sumrinu
með hreinu húsi. Þórólfur Árnason
hóf í gærmorgun árlega vor-
hreinsun í Reykjavík þegar hann
gekk í hreinsun á Högunum ásamt
starfsmönnum hverfabækistöðvar
Gatnamálastjóra við Njarðargötu,
sem kunnu vel að meta röggsemi
yfirmannsins, sem þó gaf sér tíma
til að eiga spjall við garðeigendur í
Vesturbænum. Saman gengu þeir
síðan um Hagana, tóku til hendinni
og söfnuðu garðaúrgangi og öðru
rusli upp á pallbíl.
Starfsmenn Gatnamálastofu
verða á ferðinni milli 24. apríl og 3.
maí og fjarlægja garðaúrgang sem
fólk hefur sett út fyrir lóðarmörk
sín, sé ekki um lausan jarðveg að
ræða. Æskilegt er að setja garða-
úrgang í poka og binda greinaaf-
klippur í knippi áður en þær eru
settar út fyrir lóðir. Þórólfur
Árnason var einmitt að henda einu
slíku knippi upp á bíl í gær þegar
ljósmyndara bar að garði.
Borgar-
stjóri í
vorhrein-
gerningum
Morgunblaðið/Sverrir
Á MEÐAN Íslendingar hafa
gegnt formennsku í Norður-
skautsráðinu hefur það verið eitt
af forgangsverkefnunum að auka
samráð og samvinnu við rann-
sóknir á Norðurskautinu. Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og formaður ráðsins segir
öflugt samstarf og aukin sam-
skipti stuðla að nýrri þekkingu á
þessu landsvæði, koma í veg fyr-
ir endurtekningar og auðvelda
fjárhagslegan stuðning við rann-
sóknir.
„Breytingar á loftslagi næstu
áratugina munu snerta allar hlið-
ar okkar daglega lífs. Ef til vill
höfum við ekki fulla vitneskju
um hvað það felur raunverulega í
sér en við megum ekki sitja að-
gerðarlaus og bíða og sjá hvað
gerist,“ sagði Halldór í opn-
unarávarpi sínu á Vísindadegi á
Hótel Nordica í gærmorgun. Vís-
indavika stendur nú yfir hér á
landi um loftslagsbreytingar á
norðurslóðum.
Halldór sagði frá rannsókn
sem lýkur í haust og fjallar um
loftslagsbreytingar á þessu af-
markaða svæði. Niðurstöður
þeirrar rannsóknar, sem fjallar
ekki aðeins um breytingar á
náttúru og umhverfi heldur líka
áhrif þeirra á lífskjör og lífsskil-
yrði, muni móta stefnu Norður-
skautsráðsins í náinni framtíð.
Hann sagði rannsóknina stað-
festa að á Norðurskautinu muni
að öllum líkindum verða hröð-
ustu og mestu loftslagsbreyting-
arnar á jörðinni, sem hægt er að
líta á sem snemmbúna viðvörun
um breytingar um allan heim.
Þetta hafi því ekki svæðisbundin
áhrif heldur komi allri heims-
byggðinni við. Því þurfi að rann-
saka áhrif þess betur.
Utanríkisráðherra lýsir yfir áhyggjum af framtíð Norðurskautsins
Breytingar á loftslagi munu
snerta okkar daglega líf
♦♦♦