Morgunblaðið - 03.05.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.05.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 120. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Samdi besta lagið Bryndís Sunna fetar í fótspor föður síns | Fólkið Fasteignir | Þegar fegurðin liggur í leyni  Lífsstíll að kaupa notuð hús- gögn Þeim var ætlað að vera saman Íþróttir | Háspenna á Hlíðarenda Annað sætið innan seilingar Nelson-feðgar féllu á prófinu SEX vélsleðamenn frá Akureyri slös- uðust síðdegis í gær inn af Garðsárdal í Eyjafirði í slæmu veðri. Eftir því sem næst verður komist óku þeir fram af hengju. Um var að ræða tvo aðskilda hópa og slösuðust fimm úr öðrum þeirra en einn úr hinum. Vitað er að sá síðastnefndi meiddist í baki en var ekki talinn alvarlega slasaður – þurfti þó aðstoð til þess að komast til byggða. Ekki var enn vitað um líðan hinna fimm um miðnætti. Læknir og sjúkraflutningamenn voru þá ný- komnir til þeirra, eftir að hafa þurft að ganga langa vegalengd. Stórhríð var og mjög lélegt skyggni. „Þeir eru slasaðir en við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið. Við erum ekki í símasambandi þarna inn eftir, heldur þarf að bera fjarskipti á milli,“ sagði Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, við Morgun- blaðið laust fyrir miðnætti. Um miðnættið voru björgunar- menn að búa sig undir að bera hina slösuðu í gangnaskála sem kallaður er Addi, en þangað er um 3,5 km loftlína frá staðnum þar sem fimmmenning- arnir slösuðust. Talið er að gangan taki marga klukkutíma. Björgunar- sveitabílar voru komnir að Adda. Slysin áttu sér stað með um það bil 4 kílómetra millibili. „Eins og staðan er núna er vonast til að hægt verði að bera þá niður, en það verður mjög torsótt og erfitt,“ sagði Daníel Guðjónsson. Mikinn mannfjölda þarf til þess að bera bör- urnar sex, eða um 20 á hverjar vegna þess að hver hópur gengur ekki lengi í einu vegna erfiðra aðstæðna. Þaulvanir menn Sjö voru saman í öðrum hópnum, allt þaulvanir vélsleðamenn. Vegna mjög slæmra skilyrða óku þeir þétt saman í tveimur röðum þegar slysið varð, skv. heimildum Morgunblaðs- ins. Allir úr fremri röðinni keyrðu fram af hengjunni en tveir úr þeirri aftari sluppu og gátu látið vita. Það var á fjórða tímanum sem fyrstu upp- lýsingar bárust. Þeir tveir sem sluppu komust til byggða. Þeir urðu að vísu viðskila um tíma og þurftu að skilja vélsleða sína eftir og gengu síðasta spölinn niður á Eyjafjarðarbraut. Þar biðu lögreglu- menn tvímenninganna og komu með þá í stjórnstöð Súlna, björgunarsveit- arinnar á Akureyri, um kl. 22 í gær- kvöld. Hvorugur treysti sér til að ræða við blaðamenn en þeir gáfu lögreglu og björgunarsveitarmönnum skýrslu. 110 björgunarmenn Björgunarsveitir allt frá frá Egils- stöðum til Varmahlíðar voru kallaðar út í gær, samtals um 110 björgunar- sveitarmenn. Vegna óveðurs og slæmrar færðar gekk ferð þeirra á slysstaðina seint, en þeir notuðu 6 snjóbíla, 11 vélsleða, 5 torfærumótor- hjól, 2 dráttarvélar og 16 öfluga jeppa til að komast leiðar sinnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom til Akur- eyrar í gær. Hún gat ekki athafnað sig vegna hvassviðris og blindu. Sex slasaðir vélsleða- menn bornir langa leið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Úr stjórnstöð björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri í gærkvöld. Smári Sigurðsson situr við tölvuna og leiðbeinir leitarmönnum með staðsetningar. Til vinstri er Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri.                                      Gríðarlega umfangsmiklar björgunaraðgerð- ir í Eyjafirði Akureyri. Morgunblaðið. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, beið mikinn ósigur í gær þegar flokkur hans, Likud-flokkur- inn, hafnaði áætlun hans um að kalla ísraelska herliðið heim frá Gazasvæðinu og hluta Vesturbakk- ans. Sharon kvaðst í gærkvöld ætla að virða niðurstöðuna og leiðtogar stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að boðað yrði til þingkosninga. Um 61% þeirra sem greiddu at- kvæði lagðist gegn áætluninni og aðeins 38% studdu hana, samkvæmt fyrstu tölum þegar 53% atkvæðanna höfðu verið talin. Flestir greiddu atkvæði eftir að tveir vopnaðir Palestínumenn myrtu vanfæra konu úr röðum gyðinga á Gaza-svæðinu og fjögur börn henn- ar og margir fréttaskýrendur töldu það hafa haft veruleg áhrif á atkvæðagreiðsl- una. Um helm- ingur 193.000 fé- laga í Likud- flokknum nýtti atkvæðisrétt sinn. Klofnar Likud? Niðurstaðan er eitt af alvarleg- ustu áföllum sem Sharon hefur orð- ið fyrir frá því að hann varð for- sætisráðherra í mars 2001 og búist er við að hún leiði til mikils umróts í stjórnmálum Ísraels næstu vikurn- ar. Tommy Lapid, dómsmálaráð- herra og félagi í Shinui-flokknum, sagði að úrslit atkvæðagreiðslunnar væru „sigur fyrir fámennan hóp öfgamanna“. „Ég hafði gert mér vonir um samsteypustjórn Verka- mannaflokksins, Likud og Shinui. Núna er sá draumur úr sögunni.“ Ehud Olmert aðstoðarforsætis- ráðherra sagði hins vegar að áætlun Sharons væri enn „eini kostur“ Ísr- aela. Forsætisráðherrann hafði sagt að hann liti aðeins á atkvæðagreiðsl- una sem „siðferðilega skyldu“, hún væri ekki lagalega bindandi og áætl- unin yrði lögð fyrir þingið þótt Lik- ud-flokkurinn hafnaði henni. Áætlunin var hins vegar felld með svo miklum mun að ólíklegt þykir að margir þingmenn Likud myndu greiða atkvæði með henni á þinginu gegn vilja flokksmanna. Niðurstaðan var talin geta valdið stjórnarkreppu í Ísrael, leitt til upp- stokkunar á stjórninni, klofnings í Likud eða jafnvel þingrofs og kosn- inga. Palestínska heimastjórnin hvatti stjórn Ísraels til að hætta við áætl- un Sharons og hefja þegar í stað samningaviðræður við fulltrúa Pal- estínumanna á grundvelli friðarveg- vísisins svokallaða. Likud-flokkurinn hafnar áætlun Ariels Sharons Jerúsalem. AFP, AP. Ariel Sharon Fasteignablaðið og Íþróttir FYRRVERANDI fyrirsæta, sem eitt sinn vó 52 kílógrömm en hefur þre- faldað þyngd sína, sigraði í árlegri fegurðarsamkeppni þar sem þrifleg- ustu konurnar eru álitnar fegurstar. Tuttugu fegurðardísir tóku þátt í keppninni sem fór fram í Samphran í Taílandi á laugardagskvöld. Fyrirsætan fyrrverandi, Bangon Waiyawong, stígur hér fjörugan dans áður en hún var krýnd „Jöt- undrottningin“. Waiyawong er 170 kílógrömm, 29 kílóum þyngri en sú sem varð í öðru sæti. Fyrri Jötundrottningar hafa orðið frægar í Taílandi, leikið í sápu- óperum og komið fram í tónlistar- myndböndum. AP Jötundrottn- ingin krýnd NÝR tölvuormur hefur þegar borist í milljónir tölva í heimin- um og óttast er að hann breiðist hratt út í dag þegar starfsemi fyrirtækja hefst á ný, að sögn sérfræðinga í gær. Ormurinn, sem nefnist Sass- er, byrjaði að breiðast út á laug- ardag og olli víða röskun um helgina. Hann notfærir sér galla í nýlegum útgáfum Windows- stýrikerfisins – Windows 2000, Windows Server 2003 og Wind- ows XP. Hann drepur á sýktum tölvum og kveikir síðan á þeim aftur og endurtekur þetta nokkrum sinnum. Hann virðist þó ekki valda varanlegum skaða, að sögn sérfræðinga sem frétta- stofan AFP hafði samband við. Friðrik J. Skúlason tölvu- fræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að minnst tvö af- brigði af orminum hefðu borist í tölvur á Íslandi. Fyrirbærinu svipaði til tölvuormsins Blaster sem olli usla í fyrra. Kemst í tölvur án eldveggs Að sögn Friðriks kemst orm- urinn í tölvur sem eru ekki með eldveggi eða nýjustu öryggis- uppfærslur Microsoft. Einstak- lingar og fyrirtæki sem væru með þessar varnir þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Fyrirtæki gætu hins vegar lent í vandræð- um ef starfsmenn notuðu ferða- tölvur án eldveggs, svo og ein- staklingar sem ekki hefðu komið sér upp vörnunum. Nýr tölvu- ormur veldur usla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.