Morgunblaðið - 03.05.2004, Side 6

Morgunblaðið - 03.05.2004, Side 6
„Aldrei lent í öðru eins“ „ÉG HEF aldrei lent í öðru eins og maður er bara feginn að hafa kom- ist heim,“ sagði Stefán Heimir Stef- ánsson frá Akureyri sem hafði brugðið sér í sumarbústað í Aðal- dalshrauni með fjölskyldu sinni um helgina en lenti í töluverðum vand- ræðum á veginum um Víkurskarð á heimleið í gærkvöld. Heimir, sem var kominn á sum- ardekk fyrir um mánuði, varð fyrir því að festa bílinn tvívegis í Vík- urskarði, þar sem var blindbylur í gærkvöld og töluverð hálka á veg- inum. Ferðalagið um Víkurskarð tók Heimi drjúga stund enda þurfti hann að fara fetið á sumardekkj- unum og alls tók ferðalagið úr Að- aldal til Akureyrar rúma þrjá klukkutíma. „Samkvæmt þeim fréttum sem ég fékk um miðjan daginn var útlit- ið ekki svo slæmt en þetta var verra en ég átti von á,“ sagði Heim- ir. Kona hans, Anna Halldórsdóttir, varð fertug í gær og af því tilefni var haldið í bústaðinn. „Þetta var nú aldeilis afmælisgjöf sem hún fékk.“ Með þeim í för voru sonur þeirra, Bjarki Már, og Nanna Soffía, systurdóttir Önnu. Morgunblaðið/Kristján Stefán Heimir Stefánsson veðurbarinn við bíl sinn í Víkurskarði í gærkvöldi. Blindbylur í Víkurskarði FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ ætlum að skoða menninguna í bænum okkar á þessum dögum og við fögnum öllum gestum sem vilja koma og skoða með okkur það sem við höfum upp á að bjóða. Við ætl- um líka að sýna og segja hverjum sem heyra vill að erum stolt af bæn- um okkar og okkur þykir vænt um hann,“ sagði Sigurður Geirdal, bæj- arstjóri Kópavogs, í gær þegar hann setti Kópavogsdaga. Skólahljómsveit Kópavogs lék við setningarathöfnina undir stjórn Össurar Geirssonar fyrir utan Listasafnið. Knapar úr hesta- mannafélaginu Gusti stóðu heið- ursvörð og Skólakór Kársness söng undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Mikið var um að vera allan daginn en hátíðinni lýkur með af- mælisdagskrá Kópavogsbæjar 11. maí. Sigurrós Þorgrímsdóttir, for- maður lista- og menningarráðs, sagði við upphaf hátíðahaldanna frá þeim viðburðum sem standa fólki til boða. „Allir aldurshópar taka beinan þátt í Kópavogsdögum bæði með söngdagskrám og jafn- framt munu ungir sem aldnir sýna verk sem þeir hafa verið að vinna að síðastliðinn vetur,“ sagði hún. Opið hús verður í leikskólum bæj- arins, hjá eldri borgurum í Gull- smára og Gjábakka og einnig ýmsar uppákomur í Félagsmið- stöðvum. Hátíðinni lýkur síðan á afmæl- isdegi bæjarins, þriðjudaginn 11. maí. Þá verða veittir listamanna- styrkir og heiðurslistamaður Kópa- vogs árið 2004 útnefndur. Morgunblaðið/Jim Smart Menning á Kópavogsdögum NOTENDUR mbl.is geta pantað ókeypis smáauglýsingar á vefnum fram til 1. júní nk. Auglýsingarnar munu birtast á smáauglýsingavef mbl.is og verður hver auglýsing inni í sjö daga. Að þeim tíma lokn- um er auglýsandanum sendur tölvupóstur þar sem honum er boðið að framlengja birtingu um aðra sjö daga eða bóka nýja aug- lýsingu. Auglýsing getur innihaldið allt að 160 stafi og hægt er að láta mynd fylgja sé þess óskað. Ókeypis smáaug- lýsingar á mbl.is Á höfuðborgarsvæðinu eru 22 bensínstöðvar sem bjóða ein- ungis uppá sjálfsafgreiðslu og hefur mannlausum bensínaf- greiðslustöðvum fjölgað ört síð- ustu misserin. ÓB rekur flestar sjálfsaf- greiðslustöðvarnar á höfuðborg- arsvæðinu eða níu talsins. ÓB er rekið af Olíuverzlun Íslands (Ol- ís). Orkan rekur sjö afgreiðslu- stöðvar á sama svæði. Orkan er samstarfsverkefni Skeljungs, Hagkaups og Bónuss og eru margar stöðvar tengdar bíla- stæðum matvöruverslananna. Olíufélagið Essó hefur breytt nafni Essó Express stöðvanna í EGO og opnar um þessar mund- ir fjórar sjálfsagreiðslubensín- stöðvar undir því nafni. For- svarsmenn félagsins hafa boðað að stöðvarnar verði sjö til tíu í lok ársins. Atlantsolía er með sjálfsafgreiðslustöðvar í Hafn- arfirði og Kópavogi. Sigurpáll Sigurbjörnsson, bensínafgreiðslumaður á Skelj- ungsstöðinni við Smáralind, á ekki von á því að störfum við bensínafgreiðslu fækki mikið á næstu árum frá því sem nú er. Þó mannlausum stöðvum fjölgi sífellt þá verði alltaf eftirspurn eftir þjónustu. Á meðan halda bensínafgreiðslumenn vinnunni og fyrir það er hann þakklátur. Mannlaus- um stöðv- um fjölgar stöðugt UM helmingur landsmanna vill færa bæði sumardaginn fyrsta og upp- stigningardag þannig að þeir verði hluti af langri helgi, ef marka má nýja skoðanakönnun Gallup, um viðhorf til frídaga. Um 10% vilja á hinn bóginn einungis færa til sumardaginn fyrsta og um 2,5% vilja einungis færa til uppstigningardag. Það þýðir að alls 62% vilja færa til báða eða annan dag- inn, ef marka má könnun Gallup. Um 38% vilja ekki færa til dagana. Sumardagurinn fyrsti og uppstign- ingardagur eru frídagar sem eru allt- af á fimmtudögum. Í könnuninni spurði Gallup: „Ertu hlynnt(ur) því að færa til báða frídagana þannig að þeir verði hluti af langri helgi, annan dag- inn eða hvorugan daginn? Ef annan daginn þá hvorn?“ Skv. niðurstöðum könnunarinnar eru karlar mun hlynntari því að færa til báða dagana eða um 58% karla á móti 47% kvenna. Þá er fólk á aldr- inum 25 til 44 ára líklegast til að vilja færa til báða dagana en um 55% í þeirra hópi vilja færa þá til. Sama gildir um íbúa Reykjavíkur því 55% þeirra vilja færa til báða dagana þannig að þeir verið hluti af langri helgi. Könnun Gallup var gerð dagana 14. til 25. apríl. Úrtakið var 1.225 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfallið var 62%. Helming- ur vill færa til frídaga BÆJARSTJÓRN Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. apríl að gera Jón Ísberg, fyrrverandi sýslumann, að heiðursborgara Blönduóss. Tilnefningin er til komin vegna óeigingjarns starfs Jóns fyrir sam- félagið. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, og Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri afhentu Jóni áletrað heiðursborgaraskjal í kvöldverð- arhófi á laugardagskvöldið á Hótel Blöndu. Í skjalinu stendur „Bæjarstjórn tilnefnir hr. Jón Ís- berg fyrrum sýslumann hér með heiðursborgara Blönduósbæjar. Þökkum stórhug, dugnað og áratuga óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.“ Frú Þórhildi Ís- berg, eiginkonu Jóns, var afhentur blómvöndur og þess jafnframt getið að hún hafi staðið þétt við hlið hans á lífs- ins leið. Jón Ísberg þakkaði bæjarstjórn fyrir þann heiður sem honum hefði verið sýndur en gat þess jafnframt að þetta hefði komið sér þægilega á óvart. Jón Ísberg heiðursborg- ari Blönduóss Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduósi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.