Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.05.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 123. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Söngleikur um Edith Piaf frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu | Listir Viðskipti | Grái markaðurinn sem hvarf  Betri akstur með ökurita  Samkeppnishæfni Íslands Úr verinu | Stærsti salt- fiskverkandi í heimi Dýrmæt þekking á Þórshöfn Viðskipti og Úr verinu í dag HANNA Barísevitsj, sem talin er vera elsta kona í heimi, hélt upp á 116. afmæl- isdag sinn í gær. Hún fæddist 5. maí 1888 í þorpinu Buda, skammt austur af Minsk í Hvíta-Rússlandi, og voru foreldrar hennar fátækt bændafólk. „Frá barnæsku hef ég aldrei kynnst öðru en erfiðisvinnu,“ sagði Barísevitsj, sem hvorki hefur lært að lesa né skrifa. Hún vann á samyrkjubúi til 95 ára aldurs, en þá flutti hún til dóttur sinn- ar, sem er 78 ára, skammt frá Minsk. Barísevitsj lifði byltingu bolsévika, báð- ar heimsstyrjaldirnar og hrun Sovétríkj- anna. Versti tíminn fannst henni valdatíð Stalíns, þegar eiginmaður hennar, Ippolít, var lýstur „óvinur fólksins“ og gefið að sök að hafa spillt samyrkjubúinu. Hann var handtekinn og fluttur til Síberíu og síðan hefur ekkert til hans spurst. Barísevitsj ól ein upp börnin sín þrjú og í seinni heimsstyrjöldinni fór hún oft með fjölskylduna út í skóg og faldi hana fyrir nasistum. Hún á orðið erfitt með gang, en þarf þó ekki stuðning. Stundum kveðst hún fá höfuðverk og sjónin sé farin að dala „en annars amar ekkert að mér“. Hún þakkar erfðum langan aldur sinn. Föðuramma hennar náði 113 ára aldri. Hún borðar einfaldan mat, heimagerðar pylsur, svínafitu, mjólk og brauð. Nína dóttir hennar segir móður sína matlyst- uga, hafa sterka skapgerð og mjög sterk- ar taugar. „Á langri lífsleið hefur mér lærst að það er ekki þess virði að stökkva upp á nef sér og taka alla hluti nærri sér,“ sagði Barísevitsj. AP Elsta kona heims 116 ára „Aldrei kynnst öðru en erfiði“ Minsk. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hét því í gær að refsa þeim bandarísku hermönnum sem stað- ið hefðu að „hryllilegum“ pynting- um á íröskum föngum. Forsetinn baðst þó ekki afsökunar á gjörðum bandarísku hermannanna. „Það mun fara fram ítarleg rannsókn og réttlætinu verður fullnægt,“ sagði Bush m.a. í viðtali við sjónvarpsstöðina al-Hurra, en hann veitti í gær tveim arabískum sjónvarpsstöðvum viðtöl. Í fyrra- dag sagði þjóðaröryggisráðgjafi Bush, Condoleezza Rice, að Bandaríkjamenn bæðust „innilega fyrirgefningar“ á atburðunum sem áttu sér stað í Abu Ghraib-fang- elsinu, skammt frá Bagdad, síðla árs í fyrra. Bush sagði ennfremur í viðtal- inu við al-Hurra: „Ég fullvissa Íraka um að mér þykir þetta framferði [bandarísku fangavarð- anna] hryllilegt. Það sem gerðist þarna í fangelsinu er ekki dæmi- gert fyrir þau Bandaríki sem ég þekki.“ Þá kvaðst Bush hafa rætt þetta mál við varnarmálaráðherra sinn, Donald Rumsfeld. „Ég sagði [við hann]: „Komumst að hinu sanna og segjum írösku þjóðinni og um- heiminum sannleikann.“ Við höf- um ekkert að fela. Við trúum á gegnsæi vegna þess að við búum í frjálsu samfélagi. Þannig eru frjáls samfélög.“ Bush var spurður að því hvort hann vænti afsagnar háttsettra manna vegna málsins og hvort hann bæri enn fullt traust til Rumsfelds. Kvaðst Bush enn bera „talsvert traust“ til varnarmála- ráðherrans. „Það er ennfremur mikilvægt að íraska þjóðin átti sig á því að í lýðræðisríkjum er ekki alltaf allt fullkomið. Þar eru gerð mistök. En í lýðræðisríkjum eru slík mistök rannsökuð og fólk látið svara fyrir gjörðir sínar.“ Fréttaskýrendur sögðu Bush hafa talað fyrir daufum eyrum víð- ast hvar í arabaheiminum. Haft var eftir Waleed al-Musab, 27 ára Sádi-Araba í Medína: „Ég eyði ekki tímanum í að hlusta á Bush. Ég trúi ekki orði af því sem hann segir. Hann er óvinur allra músl- íma og araba.“ Bush heitir refsingum Washington, Medína. AFP, AP. AP Írösk fjölskylda í Bagdad horfir á George Bush í viðtali á arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiya í gær.  Ábyrgist persónulega/14 SAMNINGANEFND Launanefndar sveitarfélag- anna lagði fram ítarlegt tilboð í formi heildstæðs kjara- samnings á fundi með Kenn- arasambandi Íslands vegna grunnskólans í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Næsti fundur viðsemjenda er áformaður á föstudag. „Þeir lögðu fram ákveðnar hugmyndir í dag sem eru það viðamiklar að við þurfum tíma til að setjast yfir þær, lesa og meta. Maður getur hvorki sagt til um hvað þetta er mikið í krónum eða pró- sentum að svo stöddu,“ sagði Finnbogi Sigurðsson, for- maður Félags grunnskóla- kennara, í gærkvöldi. „Komnir af stað“ Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndarinnar, segir að lagðar hafi verið fram viða- miklar og heilsteyptar tillög- ur að nýjum samningi. „Eins og ég lít á það erum við komn- ir af stað í viðræðuferli með þessu innleggi og ég vona að það verði til þess að okkur takist að ná niðurstöðu.“ Kjaraviðræður grunnskólakennara Drög að samningi MIKHAÍL Saakashvili, forseti Georgíu, til- kynnti í gærkvöldi að Alsan Abashidze, leið- togi aðskilnaðarsinna í héraðinu Adjara hefði látið af völdum í héraðinu og væri flog- inn til Moskvu. Abashidze hefur barist gegn georgískum stjórnvöldum, og óttast var að deilur hans og Saakashvilis myndu leiða til borgara- styrjaldar í landinu. Saakashvili hafði heitið Abashidze því að hann fengi að fara óáreitt- ur úr landi með fjölskyldu sína ef hann léti af völdum. Abashidze læt- ur af völdum Tiblisi. AFP. ♦♦♦ Rammgöldrótt blanda BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, ræddi í gær við John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, í Wash- ington. Björn hefur undanfarna daga átt fundi í Washington með þeim aðilum innan bandaríska stjórnkerfisins sem sinna öryggis- málum og vörnum gegn hryðju- verkum. Bandaríkjamenn eru að framkvæma nýja stefnu í þessu efni og leggja vaxandi áherslu á samstarf við sem flestar þjóðir. Meðal annars fundaði dómsmála- ráðherra með Henry J. Hyde, for- manni utanríkismálanefndar full- trúadeildar Bandaríkjaþings, auk fulltrúa frá varnarmálaráðuneyt- inu, heimavarnarráðuneytinu, landhelgisgæslunni og fleiri aðil- um. „Við Ashcroft ræddum saman um málefni sem varða samstarf þjóðanna, m.a. í lögreglumálum og á þeim sviðum,“ sagði Björn í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef verið að ræða við forystumenn innan Bandaríkjastjórnar sem hafa með öryggismál, siglinga- vernd, öryggi flugvéla og landa- mæraeftirlit og annað slíkt að gera sem efst eru á baugi. Björn var staddur í Washington með emb- ættismönnum úr dómsmálaráðu- neytinu og ríkislögreglustjóra. og fundurinn með dómsmálaráð- herra var lokapunkturinn,“ segir Björn. Einnig ræddu þeir Ashcroft um samskipti landanna og þau mál Dómsmálaráðherrar Íslands og Bandaríkjanna funduðu Samstarf þjóðanna í lögreglumálum rætt John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, virðir fyrir sér gjaf- ir sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra færði honum, bók um Ísland og handsmíðaða ermahnappa, en þeir áttu fund í Washington í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.