Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 4

Morgunblaðið - 06.05.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness dæmdi í gær 18 ára pilt í 9 mánaða fangelsi, þar af sex á skilorði fyrir vopnað banka- rán í útibúi Sparisjóðs Hafn- arfjarðar 14. nóvember 2003 og fyrir vörslu fíkniefna. Við ránið var ræninginn með andlit sitt hulið, ógnaði gjaldkera með hnífi og skipaði honum að afhenda sér fjár- muni. Reyndist peningaupp- hæðin nema 344 þúsund krón- um. Ákærði var handtekinn á vinnustað sínum hinn 18. nóv- ember. Hann neitaði í fyrstu aðild að ráninu en játaði síðar sama dag. Hann sagðist hafa framið ránið því hann vantaði fé til þess að greiða skuld og sektir. Um 50 þúsund krónur af ránsfengnum fundust á heimili ákærða, en mestöllu hafði hann varið til greiðslu skulda og kaupa á fíkniefnum. Við húsleit á heimili hans fundust 15,22 grömm af am- fetamíni. Í dómi kemur fram að ákærði hafði neytt fíkni- efna frá 13 ára aldri. Hann sagðist hafa reykt vímuefni að meðaltali tvisvar á dag að staðaldri en notað sterkari efni um helgar. Hnífurinn sem ákærði notaði við ránið fannst við leit lögreglu við Hvaleyrarvatn. Fram kemur í dómi að ákærði hafi hins vegar farið í meðferð, sé hættur neyslu eit- urlyfja og í fastri vinnu. Málið dæmdi Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækj- andi Sigríður Jósefsdóttir saksóknari hjá ríkissaksókn- ara. 9 mánaða fangelsi fyrir bankarán „MIKILL meirihluti er fyrir því í danska þinginu að bregðast við til- tölulega háu lyfjaverði í Dan- mörku,“ segir í frétt danska blaðs- ins Børsen í gær en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er í til- lögum sérstakrar lyfjanefndar á vegum heilbrigðisyfirvalda í Dan- mörku lagt til að greiðsluþátttöku hins opinbera verði breytt á þann veg að hún miðist einungis við ódýrustu lyfin. „Ég er ekki í vafa um að lyfja- verð í Danmörku er mjög hátt. Það er hægt að ná verðinu niður og þess vegna styð ég kerfi sem tryggir lægsta mögulega verð á lyfjum,“ segir forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen við Børsen. Fram kom í máli Harðar Þór- hallssonar, framkvæmdastjóra Delta, í Morgunblaðinu þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað var birt í apríl að „gíf- urlegt verðstríð“ ríkti á þeim mörk- uðum sem horft væri til í skýrsl- unni, t.a.m. í Danmörku. Björn Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Pharmaco fyrir N-Evrópu, tók dæmi af blóðfitulækkandi sam- heitalyfinu simvastatin sem fyr- irtækið selur í Danmörku. Und- irverð væri í gangi og tíu framleiðendur seldu sama lyfið. Pharmaco hefði selt fyrir 4 millj- ónir danskra króna af simvastatin í fyrra en tapað einni milljón á við- skiptunum. Danir ætla að bregðast við háu lyfjaverði FORMAÐUR lyfjaverðsnefndar, Páll Pétursson, segir aðstæður varðandi lyfjaverð nokkuð aðrar hér en í Danmörku enda hafi menn nýlokið við að gera samkomulag við bæði innflytjendur, íslenska framleiðendur og lyfsalana um lækkun á verði sem komi til með að lækka lyfjareikning landsmanna um 800–1.000 milljónir á ári. „Þessi samningur er gerður í góðu og ég á von á því að þessi sparnaður skili sér. Við höfum far- ið þá leið að reyna að ná sam- komulagi,“ segir Páll. Leið sem gæti komið til skoðunar Hann segir þó hugmyndir Dana um að greiða aðeins niður ódýrustu lyfin í hverjum flokki geta komið til skoðunar en hann vilji láta reyna á samkomulagið fyrst. „Það var nokkuð í þessa átt sem reglugerð heilbrigðisráðherra gekk en frest- aði síðan meðan menn væru að sjá hverju samkomulag okkar skilaði.“ Páll segir lyfjaverð hér vera hærra en í nágrannalöndunum, einhver hluti af því sé skýranlegur. Erfiðara sé fyrir lítið markaðs- svæði að knýja fram afslætti en stór svæði eða svæði með mikla sölu. „Ég tel að það sé verulegt skref að geta lækkað lyfjaverð um 800 til 1.000 milljónir á ársgrundvelli,“ segir Páll. Náið fylgst með aðgerðum Dana Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir ráðu- neytið ekki hafa haft ráðrúm til að kynna sér skýrslu lyfjanefndarinn- ar dönsku. Lyfjamál á Ísland séu hins vegar í þeim farvegi að kann- að verði á næstu mánuðum hversu langt niður megi ná lyfjaverði, auk þess sem náðst hafi samkomulag um lækkun á verði ýmissa sam- heitalyfja eins og fram hafi komið. Ráðherra frestaði sem kunnugt er um þrjá mánuði gildistöku reglugerðar og viðmiðunarverðskr- ár lyfja með sambærileg meðferð- aráhrif sem átti að taka gildi 1. maí. Reynt verður að ná fram samningum milli fulltrúa lyfja- heildsala, smásala og hérlendra lyfjaframleiðenda um almenna lækkun á lyfjaverði. Ráðherra segir að svo virðist sem í dönsku tillögunum sé senni- lega átt við viðmiðunarverð á sam- heitalyfjum og svipað fyrirkomulag hafi verið í gildi hér á landi um nokkurra ára skeið. Náið sé fylgst með aðgerðum nágrannaþjóðanna í þessum efnum og tillögur Dana verði skoðaðar í því ljósi. Formaður lyfjaverðsnefndar um aðferð Dana Vill láta reyna á samkomulag DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti fund með forseta Eistlands, Arnold Rüütel, í Ráðherrabústaðn- um í gærmorgun, en hann var hér í opinberri heimsókn sem lauk í gærkvöldi. Davíð sagði eftir fund- inn að þeir hefðu rætt vinsamleg samskipti þjóðanna, Evrópusam- bandið og NATO. Jafnframt ítrek- aði forsetinn þakkir sínar til ís- lensku þjóðarinnar fyrir að vera fyrsta ríkið í heiminum sem við- urkenndi sjálfstæði Eistlands og styðja inngöngu þess í NATO. Forsetar Eistlands og Íslands heimsóttu ásamt eiginkonum sín- um og föruneyti Hveragerði í gær, eftir að hafa skoðað bóndabýlið Heiðarbæ og gróðursett tré í Vina- lundi. Fyrsti viðkomustaður gest- anna í Hveragerði var hverasvæð- ið sem er í miðbænum. Þar tók bæjarstjórinn Orri Hlöðversson á móti gestum fyrir hönd Hvergerð- inga. Sverrir Þórhallsson, sérfræð- ingur hjá Orkustofnun, var leið- sögumaður gestanna um svæðið. Í lokin var gestum boðið upp á veit- ingar inni í móttökuskálanum, þar sem boðið var upp á grænmeti, ávexti og te úr mjaðjurt og mar- íustakk. Næsti viðkomustaður var Garð- yrkjuskólinn á Reykjum en þar tók Sveinn Aðalsteinsson skólameistari á móti gestunum og sýndi þeim staðinn. Garðskálinn var skoðaður, bananahúsið og tilraunahúsið en þar var boðið upp á veitingar. Síðasti viðkomustaðurinn var Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins, þar tók móttökustjórinn Guðrún Friðriksdóttir ásamt starfsfólki á móti forsetanum. Kristján G. Guðmundsson yf- irlæknir sagði frá sögu stofnunar- innar og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Að ávarpi loknu var gestum boðið að bragða á heilsu- samlegum smáréttum og ávaxta- safa. Þá var farin skoðunarferð um stofnunina þar sem gestum var m.a. sýnd ný herbergjaálma og baðhús sem nýlega var tekið í notkun. Inn af baðhúsinu eru leir- böðin og fengu gestir að sjá hvern- ig þau eru nýtt. Tveggja daga opinberri heim- sókn forseta Eistlands hingað til lands er nú lokið. Opinberri heimsókn Arnold Rüütel, forseta Eistlands, til Íslands lauk í gær Rætt um vin- samleg sam- skipti þjóðanna Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon Íslensku og eistnesku forsetahjónin heimsóttu Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélagsins í Hveragerði í gær. Dorrit Moussaieff forsetafrú prófar hér að dýfa hendinni ofan í eitt leirbaða stofnunarinnar. Morgunblaðið/Gunnar G. Vigfússon Eistnesku forsetahjónin heimsóttu Heiðarbæ og kynntu sér búskapinn. Morgunblaðið/ÞÖK Arnold Rüütel, forseti Eistlands, átti fund með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrir hádegi í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.