Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ISO 9001 gæðastaðall er
okkar styrkur og þín trygging fyrir gæðavöru
Allar TEKNOS vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli
TEKNOS hágæðamálning fæst nú
á öllum norðurlöndunum.
TEKNOS er ein vandaðasta
málningin á markaðnum í dag.
M
Á
LN
ING
ARTILB
O
Ð
frá
kr. 2 98-
lt
r.
Hágæða lakkmálning
Gljástig 15, 40 og 80
Hágæða Akrýl innimálning
Gljástig 3, 7 og 20
Báðir framsögumenn mátu frum-
varp ríkisstjórnarinnar svo að
ákvæði í því stönguðust á við bæði
tjáningarfrelsið og eignarrétt.
Abrams sagði ákvæði í frumvarpinu
algerlega einstök í hinum vestræna
heimi. Ef slík lög væru til staðar í
Bandaríkjunum eða Evrópu fengju
margar af helstu sjónvarpsstöðvun-
um ekki endurnýjuð leyfi til sjón-
varpsreksturs vegna tengsla við fyr-
irtæki sem ekki tengjast
fjölmiðlarekstri.
Sem dæmi nefndi hann m.a. fjórar
stærstu sjónvarpsstöðvarnar í
Bandaríkjunum; ABC, sem er í eigu
Disney; CBS, sem er í eigu Viacom;
Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch;
og NBC, sem er í eigu General
Electric.
Abrams segir að þó frumvarpið sé
einstakt í hinum vestræna heimi sé
ekki þar með sagt að það sé slæmt,
en það þýði engu að síður að það
þurfi að skoða frumvarpið afar
gaumgæfilega áður en það verði að
lögum, í stað þess að flýta því í gegn-
um lagasetningarferilinn.
Sett til höfuðs Norðurljósum
Abrams sagði að ef frumvarp af
þessu tagi væri lagt fram í Banda-
ríkjunum myndi Hæstiréttur lands-
ins að öllum líkindum fella lögin úr
gildi, enda verði ekki betur séð en
þau séu sett sérstaklega til höfuðs
Norðurljósum og fjárfestum í því
fyrirtæki, sem sé andstætt stjórn-
arskrá Bandaríkjanna.
Hann varaði íslensk stjórnvöld
við, og sagði: „Ekkert er hættulegra
í lýðræðislegu samfélagi en að
byggja ákvörðun um hverjir megi
láta í sér heyra á pólitískum, hug-
myndafræðilegum eða persónuleg-
um ástæðum.“
Abrams viðurkenndi þó að vissu-
lega væri ástæða til að vera á varð-
bergi gagnvart því að fjölmiðlar
safnist á fáar hendur, og sagði
stjórnvöld hafa vald, og í raun
skyldu, til að sinna því vandamáli.
Máli sínu til stuðnings benti hann á
ástandið á Ítalíu þar sem allar sex
stærstu sjónvarpsstöðvarnar eru
undir stjórn Silvio Berlusconi for-
sætisráðherra.
Engar alþjóðlegar
skuldbindingar
Van Elsen sagði í sinni framsögu
að það kæmi sér nokkuð á óvart að
það væri vísað í evrópsk lög í frum-
varpinu, þar sem engar alþjóðlegar
skuldbindingar setji kvaðir á stjórn-
völd að setja lög af þessu tagi um
fjölmiðla.
Hann telur umræðuna þurfa tíma
í samfélaginu, meta þurfi kosti og
galla fjölmiðlaumhverfisins á Íslandi
vandlega, sem og áhrif lagasetning-
ar á markaðinn. Svo sé hægt að
setja lög um þessa starfsemi. Hann
benti á að svipuð umræða hefði verið
tekin á fjórum árum í Noregi, í stað
þess að flýta henni í gegnum laga-
setningarferilinn.
Einnig sagði van Elsen að skoða
þyrfti hverjir hefðu í raun burði til
að reka fjölmiðla, og skipti þá smæð
markaðsins á Íslandi miklu máli.
Hann sagði að skilgreina þyrfti
markmiðin með lagasetningu og
reyna svo að finna leið að þeim
markmiðum sem skerða hvað
minnst bæði tjáningarfrelsi og eign-
arrétt.
Frumvarpið ekki lausnin
Að loknum framsögum voru
haldnar pallborðsumræður um mál-
ið. Þar sagði Jakob Möller lögmaður
m.a. að því meira sem hann læsi
frumvarpið því sannfærðari yrði
hann um að það væri ekki rétta
lausnin á hugsanlegum vandamálum
vegna samþjöppunar eignarhalds á
fjölmiðlum.
Spurður um gagnrýni vegna þess
hversu lítill tími gæfist til að ræða
frumvarpið sagði hann að ekki væri
fordæmi fyrir því að Hæstiréttur
felldi lög úr gildi á þeirri forsendu að
ekki hefði verið fjallað nægilega
mikið um málið, þó að slíkt gæti ef-
laust haft einhver áhrif á mat rétt-
arins í heildina, kæmi málið til kasta
dómstólsins.
Erlendir lögmenn ræddu fjölmiðlafrumvarpið á fundi á vegum Norðurljósa í gær
Segja ákvæði brjóta gegn
mannréttindum í landinu
Morgunblaðið/ÞÖK
Lögmennirnir Filip van Elsen (t.v.) og Floyd Abrams.
LÍKLEGT er að Hæstiréttur eða Mannréttindadómstóllinn í Strassborg
myndi komast að þeirri niðurstöðu að ákvæði í fjölmiðlafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar bryti í bága við mannréttindi, kæmi málið til kasta dómstól-
anna, að mati tveggja erlendra sérfræðinga. Frumvarpið var rætt á fundi á
vegum Norðurljósa í gær og voru lögin sett í samhengi við lagaumhverfi í
Evrópu og Bandaríkjunum af sérfræðingum þaðan. Framsögumenn á fund-
inum voru Floyd Abrams, bandarískur lögmaður og gistiprófessor við fjöl-
miðladeild Columbia-háskóla, og Filip van Elsen, belgískur lögmaður og sér-
fræðingur í hugverka- og upplýsingalöggjöf með áherslu á fjölmiðlarétt.
STJÓRN Kvenfélagasambands
Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur
ákveðið að selja merkið „Gleym
mér ei“ dagana 7.–8. maí nk. og
verður allur ágóði sölunnar afhent-
ur BUGL, Barna- og unglingageð-
deild, í haust þegar KSGK heldur
upp á 75 ára afmæli sitt.
Söluátakið hófst í gær með því að
Dorrit Moussaieff forsetafrú var af-
hent fyrsta merkið. Merkinu fylgir
lítill miði þar sem á er letrað m.a.:
„Augað er merki hreinnar sam-
visku, þekkingar, einlægni og upp-
ljómunar. Auk þess er augað merki
verndunar og aðgætni. Að halda
fyrir augun þýðir: Ég vil ekki vita,
mér er alveg sama.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Dorrit Moussaieff forsetafrú fær afhent fyrsta merkið, „Gleym mér ei“,
sem Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu selur um næstu helgi.
Merki seld til
styrktar BUGL
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra mun biðja Tryggingastofnun
ríkisins um greinargerð í tilefni af-
stöðu Ingibjargar Georgsdóttur,
barnalæknis hjá TR, til skráningar
heilsufarsupplýsinga barna í mið-
lægan gagnagrunn TR vegna svo-
kallaðs umönnunarmats. Um er að
ræða börn sem fá svokallað umönn-
unarmat vegna veikinda og fötlun-
ar, langvinnra veikinda, þroska- eða
hegðunarraskana.
Á síðasta ári voru um 4.400 börn
með umönnunarmat á skrá TR. Í
umönnunarmati felst fjárhagsleg
aðstoð TR við framfærendur
barnanna. Mjög ítarlegar heilsu-
farsupplýsingar eru gefnar upp um
börn þegar sótt er um umönnunar-
mat og sagði Ingibjörg í Morg-
unblaðinu á þriðjudag að sér hrysi
hugur við „merkingum á börnum
með þessum hætti sem geti hæg-
lega orðið þeim til trafala síðar á
ævinni.“
„Ég mun biðja TR um grein-
argerð um þetta mál og hvað stofn-
unin leggi til,“ segir Jón Kristjáns-
son. „Ég vil undirstrika að þessar
upplýsingar eru ekki þess eðlis að
þær berist út, en hins vegar mun ég
biðja Ingibjörgu og þá starfsmenn
TR sem um þetta mál fjalla um
greinargerð um málið og hvernig
þeir sjái þetta fyrir sér,“ segir Jón.
Þung áhersla á
þagnarskylduna
Um sjónarmið Ingibjargar segir
Sigurður Guðmundsson landlæknir
að leggja verði höfuðáherslu á
þagnarskylduna þegar tekið er við
ítarlegum heilsufarsupplýsingum.
„Svar okkar allra sem vinnum í
heilbrigðiskerfinu er að allar upp-
lýsingar eru trúnaðarmál og eiga
ekki að fara neitt nema með vilja og
vitund þess sem um ræðir,“ segir
Sigurður. „Við verðum að leggja
gríðarlega þunga áherslu á að þess-
ar upplýsingar eru og verða alltaf
trúnaðarmál.“
Sigurður segir þá að taka verði
með í reikninginn í þessari umræðu
að skráning og meðferð upplýsinga
með þeim hætti sem hér um ræði
endurspegli þá aðferð hins opinbera
að ná til þess hóps sem hefur mestu
þörfina fyrir aðstoð. „Það er sam-
félagsleg ákvörðun hvernig við ætl-
um að ná velferðarmarkmiðum okk-
ar. Ætlum við að finna þá sem eru í
mestri þörf eða fara leið jafnaðar-
mennsku á afslætti?“
Biður TR um
greinargerð
Skráning heilsufarsupplýsinga
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti fund með utanríkisráð-
herra Hollands, Bernard Rudolf
Bot, sl. þriðjudag en Ísland fer með
formennsku EES-ráðsins síðar á
árinu þegar Hollendingar hafa for-
mennsku í ESB.
Skv. upplýsingum utanríkisráðu-
neytisins ræddu ráðherrarnir helstu
áherslur í formennskutíð landanna.
Tók Halldór sérstaklega upp
áhyggjur EFTA-ríkjanna af umfjöll-
un ESB um mögulegar hömlur á inn-
flutningi eldislax frá Íslandi og Nor-
egi. Lagði ráðherra áherslu á að
slíkar aðgerðir stríddu gegn ákvæð-
um EES-samningsins og myndu
hafa alvarlegar afleiðingar í för með
sér fyrir íslenskt laxeldi.
Náið samráð verði haft
um loftferðasamninga
Halldór ljáði einnig máls á yfir-
standandi loftferðasamningum ESB
við Bandaríkin og áréttaði mikilvægi
þess að sambandið hefði náið samráð
við EFTA-ríkin um þessa samninga.
Flugfélög í EFTA-ríkjum og sér-
staklega á Íslandi störfuðu í ríkjum
ESB og því væri mikilvægt að nýir
samningar af þessu tagi tækju fullt
tillit til réttinda þessara flugfélaga.
Halldór Ásgrímsson
hitti utanríkisráðherra
Hollands
Áhyggjur af
eldislaxi og
loftferða-
samningi
♦♦♦
BORGARSTJÓRI telur ekki tilefni
til að efna til atkvæðagreiðslu um
færslu Hringbrautar samhliða for-
setakosningunum 26. júní nk., en
átakshópur Höfuðborgarsamtak-
anna og Samtaka um betri byggð
kröfðust atkvæðagreiðslunnar.
Svar Þórólfs Árnasonar borgar-
stjóra var kynnt í borgarráði á
þriðjudag. Þar kemur fram að und-
irbúningur að færslu Hringbrautar
hafi staðið lengi. Ýmsar tæknilegar
útfærslur hafi verið kannaðar vand-
lega „enda miklir hagsmunir í húfi að
vel takist til“, segir borgarstjóri.
Jafnframt hafi málið verið rætt ít-
arlega og kynnt í samræmi við lög.
„Færsla Hringbrautar hefur því
hlotið ítarlega og vandaða meðferð
og verið auglýst sem hluti af skipu-
lagsferli og mati á umhverfisáhrif-
um. Borgarbúum og þeim sem hags-
muna eiga að gæta hefur gefist færi
á að koma athugasemdum á fram-
færi.“
Borgarstjóri
Ekki tilefni
til atkvæða-
greiðslu