Morgunblaðið - 06.05.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 11
LAGERÚTSALA
Á ELDRI VÖRUM - ÓTRÚLEG VERÐTILBOÐ
RÝMUM FYRIR NÝJU HÁSUMARLÍNUNNI
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra sagði í Morgunblaðinu í gær
að í áliti umboðsmanns Alþingis um
skipun í stöðu hæstaréttardómara
kæmu fram ný sjónarmið og ný
túlkun á gildandi lögum um dóm-
stóla. Túlkar umboðsmaður þannig
4. málsgrein 4. gr. laganna að þau
reisi skorður við því að dómsmála-
ráðherra byggi val sitt á milli um-
sækjenda sérstaklega á þekkingu
þeirra á tilteknu afmörkuðu sviði
lögfræðinnar, sem ekki verði fyr-
irfram séð að komi sérstaklega til
mats við val á dómaraefni í Hæsta-
rétti, nema fyrir liggi umsögn
Hæstaréttar á þeim grundvelli. Hér
verða rakin nokkur sjónarmið og
lögskýringar umboðsmanns í álit-
inu.
Umboðsmaður rekur m.a. í áliti
sínu athugasemdir við það frum-
varp sem varð að lögum nr. 15/1998
um dómstóla. Urðu nokkrar breyt-
ingar frá áður gildandi lögum og
ákvæði um umsögn Hæstaréttar til
dómsmálaráðherra var gert ítar-
legra. Megintilgangur frumvarpsins
var að styrkja stöðu og sjálfstæði
dómstólanna sem þriðju valdstoð
ríkisins og m.a. auka þannig tiltrú
almennings á starfsemi þeirra. Við
samningu frumvarpsins var höfð
hliðsjón af nýlegum dönskum og
norskum lögum um stjórn dómstóla
og einnig tekið tillit til tilmæla ráð-
herranefndar Evrópuráðsins um
sjálfstæði, skilvirkni og hlutverk
dómenda, svo og meginreglna Sam-
einuðu þjóðanna um sjálfstæði
dómsvalds.
Dómstólar njóti sjálfstæðis
við val á dómaraefnum
Umboðsmaður segir í álitinu að
sú skoðun hafi hlotið æ meiri hljóm-
grunn á undanförnum árum í ná-
grannalöndum og hjá alþjóðastofn-
unum að ekki sé nægjanlegt að
tryggja sjálfstæði dómenda í eig-
inlegum dómstörfum heldur sé það
skilyrði fyrir raunverulegu sjálf-
stæði dómstólanna að þeir njóti
ákveðins sjálfstæðis við afmörkun á
starfsskilyrðum og stjórn innri mál-
efna, s.s. við val á dómaraefnum. Í
þessu sambandi bendir umboðs-
maður á álit norsku og dönsku
dómstólanefndanna.
Í álitinu beinir umboðsmaður
sjónum sínum einkum að 4. mgr. 4.
gr. laganna um dómstóla en hún
hljóðar svo: „Áður en skipað verður
í dómaraembætti skal dómsmála-
ráðherra leita umsagnar Hæsta-
réttar um hæfi og hæfni umsækj-
enda til að gegna því. Umsækjanda
verður ekki veitt embættið ef í um-
sögninni kemur fram það álit að
hann fullnægi ekki skilyrðum 5. eða
8. tölul. 2. mgr.“
Í 8. tölulið segir að þann einn
megi skipa hæstaréttardómara sem
„telst vera hæfur til að gegna emb-
ættinu í ljósi starfsferils síns og
lögfræðilegrar þekkingar“. Í 5. tölu-
lið er talað um að hæstaréttardómi
megi hvorki hafa gerst sekur um
refsivert athæfi né sýnt af sér hátt-
semi sem geti rýrt það traust sem
dómarar verði almennt að njóta.
Skipunarvald skuli vera
í höndum ráðherra
Umboðsmaður segir að af ákvæð-
um 4. gr. dómstólalaga um skipun
hæstaréttardómara og tilvitnuðum
lögskýringargögnum verði ráðið að
löggjafinn hafi ákveðið að ekki sé
tilefni til að færa ákvörðunarvaldið
um val á hæstaréttardómara frá
dómsmálaráðherra. Það sé því ljóst
að lögin byggi á því fyrirkomulagi
að valdið til að skipa dómara við
Hæstarétt skuli vera í höndum ráð-
herra, enda láti forseti Íslands ráð-
herra framkvæma vald sitt í þessu
efni, samanber 13. gr. stjórnar-
skrárinnar.
Í þessu sambandi vekur umboðs-
maður athygli á að í aðfaraorðum
tilmæla ráðherranefndar Evrópu-
ráðsins sé mælst til þess að rík-
isstjórnir aðildarríkja geri allt sem
nauðsynlegt sé til að vinna störfum
einstakra dómara og dómskerfisins
í heild framgang og treysta sjálf-
stæði þeirra og skilvirkni, einkum
með því að hrinda þeim megin-
reglum sem fram koma í tilmæl-
unum í framkvæmd.
Umboðsmaður Alþingis segir að
með 4. mgr. 4. gr. dómstólalaga hafi
verið gerðar ákveðnar efnisbreyt-
ingar á umsagnarhlutverki Hæsta-
réttar gagnvart dómsmálaráðherra
við skipun í embætti hæstaréttar-
dómara frá þágildandi lögum um
Hæstarétt frá árinu 1973.
Í athugasemdum við frumvarpið
segir m.a.: „Loks eru í sjötta lagi
lögð til nýmæli í 8. tölul. ákvæðisins
þar sem gert er ráð fyrir því skil-
yrði fyrir skipun í dómaraembætti
við Hæstarétt að viðkomandi teljist
hæfur til að gegna því í ljósi starfs-
ferils síns og lögfræðilegrar þekk-
ingar. Skilyrði sem þetta kemur
ekki fram í núgildandi lögum þótt
ganga verði út frá því að það hafi
gilt eðli málsins samkvæmt. Lagt
er til að þetta atriði verði tekið upp
í talningu hæfisskilyrða, en það er
gert með hliðsjón af þeim nýmælum
í 4. mgr. 4. gr. frumvarpsins sem
vikið er að hér á eftir.[...] Sam-
kvæmt 3. mgr. 5. gr. laga nr. 75/
1973 ber dómsmálaráðherra að leita
umsagnar Hæstaréttar um um-
sækjendur um dómaraembætti áð-
ur en það verður veitt. Hvorki er
þar tilgreint nánar að hverju um-
sögnin á að lúta né mælt sérstak-
lega fyrir um gildi hennar eða áhrif.
Í 4. mgr. 4. gr. frumvarpsins er lagt
til að ákvæði um umsögn af þessum
toga verði mun ítarlegra. Er þannig
tekið fram að umsögn Hæstaréttar,
sem aflað yrði um umsækjendur
um dómaraembætti, eigi að fela í
sér mat á hæfi og hæfni umsækj-
enda til að gegna því. Enn fremur
er lagt til að útilokað verði að skipa
umsækjanda í dómaraembætti ef
Hæstiréttur lætur það álit í ljós að
hann fullnægi ekki hæfisskilyrðum
samkvæmt 5. eða 8. tölul. 2. mgr. 4.
gr., en þau skilyrði varða sem fyrr
greinir mannorð umsækjandans og
hæfni til að gegna starfinu. Með
þessu síðastgreinda ákvæði yrði
Hæstarétti falið vald til að útiloka
að umsækjanda verði veitt þar
dómaraembætti, en ástæða er til að
árétta að þetta gæti því aðeins
gerst að brestur væri á hæfi um-
sækjandans í þeim atriðum sem áð-
ur er getið. Verður að ætla að farið
yrði með þetta vald af varfærni.“
Umsögn ekki takmörkuð
við hæfi
Umboðsmaður segir að sam-
kvæmt þessu sé umsögn Hæsta-
réttar ekki takmörkuð við hæfi um-
sækjenda, þ.e. hvort umsækjandi
fullnægi almennum hæfisskilyrðum
til starfsins, heldur sé gert ráð fyrir
því í 4. mgr. 4. gr. laganna að
Hæstiréttur meti einnig hæfni
þeirra á grundvelli þess mæli-
kvarða sem greinir í lögunum, þ.e. í
ljósi starfsferils og lögfræðilegrar
þekkingar þeirra.
Að mati umboðsmanns verður að
ganga út frá því að þegar Hæsta-
rétti sé falið að meta hæfni um-
sækjenda með tilliti til starfsferils
og lögfræðilegrar þekkingar, fari
það mat einnig að einhverju leyti
fram með hliðsjón af því hvort rétt-
arþróunin hafi leitt til þess að dóm-
stóllinn telji tiltekna þekkingu á
sviði lögfræði eða sérstaka starfs-
reynslu nauðsynlega fyrir starfsemi
dómstólsins og þá m.a. með tilliti til
þeirra sem þegar eigi sæti í Hæsta-
rétti. Síðan segir umboðsmaður í
álitinu:
„Hæstiréttur orðar þetta atriði
svo í umsögn sinni í þessu máli:
„Verður einnig sem endranær að
gæta að því, hverrar þekkingar og
reynslu sé helst þörf, eins og
Hæstiréttur er skipaður.“ Sam-
kvæmt framangreindu og að virtu
orðalagi 4. mgr. 4. gr. laga nr. 15/
1998 og lögskýringargögnum fæ ég
ekki annað séð en að umsögn
Hæstaréttar um hæfi og hæfni um-
sækjenda í ljósi starfsferils þeirra
og lögfræðilegrar þekkingar eigi að
hafa talsverða þýðingu við endan-
legt val dómsmálaráðherra milli
umsækjenda, og þá ekki síst þegar
hann ákveður að leggja þar sér-
staka áherslu á atriði sem lúta að
þekkingu þeirra á tilteknu sviði lög-
fræðinnar. Ég minni hér til hlið-
sjónar á i-lið 2. mgr. c-liðar 2. gr. I.
þáttar tilmæla ráðherranefndar
Evrópuráðsins frá 1994 þar sem
segir að heimili stjórnskipunarregl-
ur eða lög að ríkisstjórn skipi dóm-
ara beri að tryggja gegnsæja og
óháða málsmeðferð við skipunina
og að ákvörðun sé byggð á hlut-
lægum sjónarmiðum. Bent er á að
ein leið til að tryggja þetta sé að
sérstök óháð stofnun veiti ríkis-
stjórn ráð sem „hún [fylgi] í fram-
kvæmd“.“
Skorður reistar við
vali ráðherra
Að teknu tilliti til ofangreindra
sjónarmiða um stöðu Hæstaréttar
og umsagnarhlutverks hans telur
umboðsmaður, sem fyrr segir, að
skýra verði 4. mgr. 4. gr. dóm-
stólalaganna á þá leið að þau reisi
skorður við því að dómsmálaráð-
herra byggi val sitt á milli umsækj-
enda sérstaklega á þekkingu þeirra
á tilteknu afmörkuðu sviði lögfræð-
innar, sem ekki verði fyrirfram séð
að komi sérstaklega til mats við val
á dómaraefni í Hæstarétti, nema
fyrir liggi umsögn Hæstaréttar á
þeim grundvelli. Að öðrum kosti
verði ekki séð að lögbundin umsögn
Hæstaréttar muni þjóna þeim til-
gangi sem lögin geri ráð fyrir til að
tryggja aðkomu Hæstaréttar að
vali á dómaraefnum, m.a. að virtri
sjálfstæðri stöðu dómsvaldsins sem
eins þriggja þátta ríkisvaldsins.
Hliðsjón höfð af lögum
á Norðurlöndum og
tilmælum Evrópuráðsins
Ákvæði um umsögn Hæstaréttar var gert ítarlegra í dómstólalögum –
umboðsmaður Alþingis segir ákvæðið reisa skorður við vali ráðherra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
’Við samningufrumvarpsins var
höfð hliðsjón af ný-
legum dönskum og
norskum lögum. ‘
LANDSPÍTALI – háskólasjúkra-
hús hefur lagt fram áætlun um
starfsemi sjúkradeilda á næsta
sumri og segir Anna Stefánsdóttir
hjúkrunarforstjóri starfsemina
verða nánast eins og hún hafi verið
í fyrrasumar en þó verði reyndar
meiri samdráttur á öldrunarsviðinu.
Mjög áþekkt
og var í fyrra
„Það er kannski mest áberandi
að það er meiri samdráttur á öldr-
unarsviðinu. Við erum með færri
sjúkrarúm en við vorum með í fyrra
og við höfum líka breytt deildum í
dagdeild, það er líka samdráttur
þar þótt það komi ekki fram í upp-
lýsingum sem settar voru á Netið.
Það á eftir að birta það. En á heild-
ina litið er þessi samdráttur mjög
áþekkur og hann var í fyrra,“ segir
Anna.
Hún segir því fátt eiga að koma á
óvart í áætlunum um starfsemi
sjúkradeilda á komandi sumri nema
ef vera skyldi á öldrunarsviði.
Anna segir áberandi í starfsem-
inni á sumrin að lítill samdráttur sé
í starfsemi lyfjasviðs I þar sem
mest er um bráðatilfelli og eins sé
tiltölulega lítill samdráttur á barna-
sviði. „Það er meiri samdráttur á
öldrunarsviðinu en verið hefur und-
anfarin sumur, ekki síst vegna fjár-
hagsaðstæðna þar. Á geðsviði er
búið að skipuleggja starfsemina
undanfarin fjögur ár þannig að þar
er lítill samdráttur. Þar hafa menn
fækkað rúmum og breytt í dag-
deildarþjónustu, þ.e. göngudeildar-
þjónustu og við drögum t.d. ekki
saman á bráðadeildunum á geð-
sviðinu.“
Meiri sam-
dráttur á
öldrunar-
sviði
ÍSLAND fær tæpar 160 milljónir
króna í verkefnisstyrki í ár en
stjórnarnefnd Leonardo da Vinci-
starfsmenntaáætlunar ESB hefur
samþykkt styrki til þátttökulanda
áætlunarinnar. Þetta er langhæsta
upphæð sem Ísland hefur fengið út-
hlutað úr áætluninni síðan Ísland
hóf þátttöku.
Skv. upplýsingum menntamála-
ráðuneytisins kemur fram að styrk-
upphæðin, tæpar 1,8 milljónir evra,
dreifist á milli fimm verkefnishug-
mynda. Þau eru:
1. Lesblinda fullorðinna – ný við-
talstækni og skimunarpróf til að
greina lesblindu fullorðinna. Há-
skóli Íslands. 2. Starfsendurmennt-
un fyrir öryrkja. Skóla- og fé-
lagsþjónusta Þingeyinga. 3.
Einstaklingsmiðað stuðningskerfi
fyrir nemendur í brottfallshættu.
Háskólinn í Reykjavík. 4. Nám án
orða – ný námsaðferð fyrir nem-
endur í leirlistardeild. Myndlista-
skólinn í Reykjavík. 5. CEReS –
Fjölmenningarlegt og starfstengt
námsefni í ensku. Háskólinn á Ak-
ureyri.
1,8 millj-
ónir evra
í verkefn-
isstyrki
♦♦♦