Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 18
Sundaborg 9 • 104 Reykjav ík Sími 533 3931 • Fax 588 9833 • sandey@simnet.isSandey SANDEY HEILDSALA OG FJARÐARKAUP KYNNA Kynning í Fjarðarkaupum 6. og 7. maí milli kl. 14.00 og 18.00. Snyrtifræðingur verður á staðnum fólki til aðstoðar. Loksins á Íslandi, Love Line Platinum snyrtivörur, einstæð snyrtivörulína fyrir líkams- og andlitshirðun, byggð upp á „lífrótinni“, betur þekkt sem „ginseng“. Brazilian tan brúnkukremið hefur fengið frábærar viðtökur enda auðvelt og fljótvirkt í notkun. Brazilian tan, fallegur litur á heilbrigðan og skjótan hátt. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Háskólar kynna sig |Á morgun, föstu- daginn 7. maí, verða háskólarnir tveir í Borgarfirði, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Viðskiptaháskólinn á Bifröst, með sameiginlega námskynningu. Fer hún fram í Hyrnutorgi í Borgarnesi milli kl. 16 og 19. Þar munu kynningarstjórar skólanna veita gestum og gangandi upplýsingar. Þetta er í annað sinn sem skólarnir standa að sameiginlegri kynning í Hyrnu- torgi, en hún þótti takast vel í fyrra. Er hún liður í samstarfi háskólastofnana í Borg- arfirði. Þar er Snorrastofa meðtalin, en upplýsingar um starfsemi þar munu einnig liggja frammi á kynningunni. Á Hvanneyri er boðið upp á BS nám í bú- vísindum, landnýtingu, skógrækt og um- hverfisskipulagi (landslagsarkitektúr). Á framhaldsskólastigi er boðið uppá bún- aðarnám. Á Bifröst er boðið upp á BS nám í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði og meistaranám í báðum deildum. Frum- greinadeild skólans er ætluð þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Reyðarfjörður | Á laug- ardag verður opnað nýtt fyrirtæki, Hekla á Austur- landi ehf., að Aust- urvegi 20 á Reyðarfirði. Það er í eigu Heklu hf., Spari- sjóðs Norð- fjarðar, Eign- arhaldsfélags Austurlands og Olís. Fyrirtækið tekur við rekstri Verkstæðis Helga, sem rekið hefur sölu- og þjónustuumboð fyrir Heklu á Reyðarfirði frá árinu 2001. Starfsemi Heklu á Austurlandi verð- ur að þjónusta og selja vél- ar og bifreiðar. Starfs- menn verða átta til að byrja með. Fram- kvæmdastjóri er Ásmund- ur Jónsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Vélasviðs Heklu, en sölu- stjóri er Helgi Magn- ússon, fyrrum eigandi Verkstæðis Helga. Hekla á Austurlandi Golfvöllurinn í Vest-mannaeyjum ernú orðinn iðja- grænn og starfsmenn vallarins farnir að slá á fullu. Örlygur Helgi Grímsson, nýráðinn vall- arstjóri, segir völlinn lík- lega aldrei hafa komið eins vel undan vetri. „Ástæðan er líklega sú að grínin voru götuð síð- asta haust og svo hefur veturinn verið frekar hagstæður vellinum.“ Byrjað var að spila á sumargrínum í byrjun apríl en yfirleitt er völl- urinn í Eyjum tilbúinn um mánuði á undan öðr- um völlum á landinu. Síðustu ár hefur fyrsti maí verið vinnudagur golfara og var engin breyting þar á nú. Hörkugóð mæting var og er völlurinn nú tilbúinn fyrir átök sumarsins. Morgunblaðið/Sigurgeir Völlurinn í Eyjum orðinn iðjagrænn Í Fréttabréfi Kvæða-mannafélagsins Ið-unnar er greint frá því að kvæðalagaæfing verði haldin í kvöld og vorfundur á föstudags- kvöld í sal Blindrafélags- ins. Hefjast báðir fundir kl. 20. Þar er jafnframt hringhenda eftir Bjarna Valtý Guðjónsson um Lómagnúp: Á sinn ljóma klettur kyrr kafinn drómahjúpi. Sagan ómar eins og fyrr undir Lómagnúpi. Bjargey Arnórsdóttir orti undir Öræfajökli er hún horfði á nátttröll á fjalls- brún: Hér um leiðir ástin á einkar greiða vegi, kerlu breiða karlinn má kyssa á heiðarteigi. Á síðasta fundi kvartaði formaðurinn undan tómri Skáldu, en hún er jafnan látin ganga meðal fund- armanna í lok fundar og leggja þeir vísur í hana. Sigmundur Benediktsson orti: Andans ljómi grær í góm, genginn sómavegur. Skálda ómar innantóm, auðnu rómur tregur. Koss á heiðarteigi pebl@mbl.is Grímsey | Gunnar Tryggvason tónlistarmaður á Akureyri hef- ur undanfarið, fyrir tilstilli odd- vitans Óttars Jóhannssonar og skólastjórans Dónalds Jóhann- essonar, gist Grímsey og kennt skólabörnunum á hljóðfæri. Upphafið má rekja til eins drengs, Garðars Alfreðssonar í 7. bekk sem fékk gítar að gjöf og heillaðist þvílíkt af hljóðfær- inu að á hverjum einasta degi hefur hann setið einn og æft grip og lög. Þessi neisti Garðars hefur kveikt í vinum hans – sér- staklega þeim Árna og Brynjari jafnöldrum hans. Þeir fjárfestu í hljóðfærum, Árni í góðu trommusetti og Brynjar í raf- magnsbassa. Þegar svona var komið fannst oddvitanum og skólastjóranum nauðsynlegt að styðja við tónlistaráhuga piltana og fá leiðbeinanda út í eyju. En sagan er ekki öll, fjórar skóla- stúlkur mættu með gítara, sína eigin eða lánaða . Einn drengur kom með hljómborðið sitt og þrjár stúlkur æfðu söng. Gunnar segir að tónlistin hafi leikið aðalhlutverkið í lífi hans alla tíð. Kvöddu börnin leiðbein- andann með von um framhald. Morgunblaðið/Helga Mattína Mikill áhugi: Gunnar Tryggvason og Dónald Jóhannesson með ungu tónlistarmönnunum í Grímsey. Mikill tónlistaráhugi Af litlum neista LANDMÆLINGAR Íslands og Veður- stofa Íslands hafa samið um gagnkvæm skipti og þjónustu er varðar stafræn og landfræðileg kortagögn. Er meðal annars kveðið á um að Landmælingar fái aðgang að gögnum sem Veðurstofan hefur aflað eða látið afla um snjóflóðavarnir og Veð- urstofan fær aðgang að gögnum sem Landmælingarnar hafa sölurétt á í land- fræðigagnagrunninum. Gögn Veðurstofunnar er tengjast snjó- flóðavörnum nýtast Landmælingum við endurskoðun og uppbyggingu stafræns kortagrunns af landinu. Gögn Landmæl- inga geta nýst Veðurstofunni við þróun og rekstur veðurlíkana og við jarð- skjálftarannsóknir og vöktun. Einnig nær samningurinn yfir sameiginleg kaup á gervitunglagögnum, til þróunar og rann- sókna á notkun slíkra gagna og samvinnu við landmælingar og vöktun jarðskorpu- hreyfinga. Veðurstofan og Land- mælingar í samstarf GISINÓTTUM á hótelum í marsmánuði fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu um rúm 4%, en þær voru 48.546 árið 2004 miðað við 46.575 árið á undan, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstof- unni. Á Austurlandi tvö- faldaðist fjöldi gisti- nátta milli ára þegar þær fóru úr 991 í 2.023 í mars 2004. Á Suðurlandi og Norð- urlandi fækkaði gistinóttum í marsmánuði. Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 8.227 í 6.886 milli ára og fækkaði þar með um 16%. Á Norður- landi voru gistinæturnar 3.623 í mars 2004 en voru 4.172 árið 2003, sem er um 13% fækkun. Hótelgistinótt- um í Reykjavík fjölgaði um 4% ♦♦♦ Leikmannastefna |Rætt var um samband ríkis og kirkju, fræðslumál og æskulýðsmál á leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar sem haldin var nýverið á Akureyri. Í einni álykt- un leikmannastefnunnar var lögð áhersla á símenntun leikmanna og óvígðs starfsfólks kirkjunnar. Í ályktun um fræðslu segir að með fræðslustarfi kirkjunnar fyrir leikmenn skuli kirkjan gefa almenningi kost á fræðslu um trú, sið og kirkju og veita starfsfólki kirkjunnar og sóknarnefndum fræðslu um starfshætti kirkjunnar. Leggur leik- mannastefnan til að starf Leikmannaskólans verði eflt með auknum fjárframlögum og að honum verði gert kleift að halda námskeið fyrir leiðbeinendur. Eru sóknarnefndir og héraðsfundir hvattir til að leggja Leik- mannaskólanum lið við að framfylgja þess- um markmiðum. Þá var samþykkt ályktun þar sem harmað er stríðið í Írak og því beint til þjóðkirkj- unnar að sameina þjóðina í bæn um að stöðva megi þá ógnaröld. Í þriðju ályktun leikmannastefnunnar er talið mikilvægt að ljúka sem fyrst viðræðum milli ríkis og þjóð- kirkju um kjaramál og prestssetrið Þingvöll.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.